Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Í sveit

Það eru ár og aldir síðan ég var síðast í sveit. Var í tvö sumur (sumör)í svartárdal á bæ sem heitir Steiná þegar ég var strákpjakkur. Lærði ýmislegt.

Núna er ég kominn aftur í sveit. Öðruvísi sveit.

Var valinn í sveit GKG í dag.

Við tökum þátt á vegum klúbbsins í sveitakeppninni sem fer fram á Akureyri dagana 7-9 ágúst.

Ég var valinn í átta manna sveit úrvala kylfinga.

ÉG
Birgir Leifur
Úlfar Jónsson
Sigmundur Már
Alfreð Brynjar
Guðjón Henning
Starkaður
Kjartan Dór

Þetta verður lærdómsríkt og jafnframt viðbjóðslega gaman.


Parry Hotter

Sáum Harry potter myndina í kvöld. Hún var mjög skemmtileg þangað til að hún kláraðist. Bara allt í einu búin. Það vantaði endinn.

Hún fær bara 2 stjörnur því okkur finnst eins og það vanti aftan á hana.

Við skildum punginn eftir hjá mömmu og pabba. Hann gistir hjá þeim í nótt. Spennandi. Verður gaman að heyra á morgun hvernig hafi gengið. Fáum örugglega bara að heyra helminginn ef ég þekki gömlu rétt.


Brandur

Talandi um brandara, einn sá ofnotaðasti í bransanum er sennilega sá er María kom með þegar við biðum eftir hamborgaranum hennar í Aktu Taktu áðan.

"hva, er bara verið að slátra kúnni?"

Hilarity ensues......

Hversu oft hefur maður heyrt þessa chísí one liners. Bara stundum í öðrum búning.

ps María fékk augnaráð dauðans


Brandara Ari

Heyrði brandara í Home James í kvöld sem mér fannst fyndinn.

How many surrealist painters does it take to change a lightbulb?
.
.
.
.
.
.
.
.
.
The Fish!


koluheppni

Tók átján með Binna Bjarka í dag. Tókum holukeppni á þetta uppá grínið og spennan gífurleg. Ég tók fljótt forystu á þetta og leikurinn aldrei í hættu.

Sæll

Hvað gerir Binni!

Hann tekur eitt stykki Óla Lofts á þetta og tók seinni í gö!"#$

Hann var kominn þrjá undir á seinni á tímabili og raðaði holuvinningum inn. Ég þurfti að setja tvö monster pútt í bara til að halda í við hann.

Ég rétt náði að halda í einn vinning upp þegar við komum á átjánda teiginn. Áttum báðir góð upphafshögg en hann fékk par og ég skolla og Binni Lofts strikes again.

Hann náði því að jafna mig á lokaholunni, melurinn.

Í anda golfsögu okkar binna tókum við bráðabana á þetta. Vippuðum aftur inná átjánda grínið og að sjálfsögðu vann Binni Lofts þetta. Again. Í þriðja sinn á sextán árum.

Hann má eiga það, hann er betri en ég í bráðabana. Hands down. Klárlega.

ps. spiluðum með tveim mönnum og einn þeirra var soldið sheikí í glompunum. Fékk 12 högg á tólftu eftir að hafa tekið þrjú högg í glompu og komið sér uppúr. Vippaði svo aftur í sama fokkin bönkerinn í næsta höggi og tók önnur þrjú högg. Við vorum fljótir að gefa bara flest pútt hjá honum eftir þetta í ótta við að hann myndi fara í nærstadda bönkera.


María Millen

María sá auglýsingu í blaði og setti inn umsókn. Sendi bara póst á netfangið. Þetta var í gærkveldi og við bara að chilla fyrir framan sjónvarpið.

Eftir að um 20 mín höfðu liðið frá því að hún ýtti á send fékk hún símtal. Mæta í viðtal um morguninn daginn eftir. Það var í morgun. Henni var umsvifalaust boðin vinna. Hún byrjar á morgun!

Er þetta eðlilegt?


Æfingar

Mér var boðið að koma á æfingar hjá afrekshóp GKG sem er vel. Fínt að sjá hvað þessir strákar eru að gera af sér.

Logn

Leiðinlegt að þetta mót skuli vera búið. Þetta var nokkurs konar hápunktur sumarsins golflega séð. Núna er bara eins og stormur sé yfirstaðinn og logn sé skollið á.

Það eru þó þrjú verkefni eftir í sumar.

1.Sveitakeppnin 7-9 ágúst þar sem 8 menn innan GKG verða valdir til að taka þátt fyrir klúbbinn. Ég er númer 6 á listanum en 4 eru öruggir inn og svo eru valdir 4 í viðbót. Það kemur í ljós á næstu dögum hvort ég kemst í liðið. Miðað við frammistöðu í sumar væri það í raun óeðlilegt og skrýtið ef ég yrði ekki valinn.

2. Stigamót GSÍ hérna á gkg tuttugasta og eitthvað ágúst

3. Íslandsmótið í holukeppni á Kiðjabergi 29-31 ágúst.


Mixalot

Sir Mixalot strikes again.

Gerði mix af Pastichio Medley, 23 mín laginu sem billy gerði af öllum þessum riffum sem hann hafði sankað að sér og nennti ekki að gera lag úr.

Strippaði það niður í 3 mín bút með nokkrum riffum og einu miðjusólói frá 1:13-1:53 (það er sísti kaflinn).

Ekki missa af endinum þar sem hann syngur um the rubberman.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband