Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Nýja slángrið

Oft til að hreinsa hugann og sveifla ákveðið og solid högg þegar ég stend yfir pútternum þá er ég með mitt eigið Catch Fraise. Ég skipti svo stundum um til að hafa gaman af.

Hef verið með "ég ét svona pútt í morgunmat", "assellereita" og núna er ég með "Tíki Taka, Tíki Taka" (sem er eitthvað sem þulirnir á La Sexta sjónvarpsstöðinni hrópa upp yfir sig þegar Messi eða einhver annar dribblar flott eða gerir eitthvað álíka með boltann).

Eftir að ég skipti yfir í Ping Redwood Piper þá kemur í raun bara eitt til greina.

"PAY THE PIPER"

ef ég er í stuði og fílin sosí gæti ég bætt "Baby" við í endann.

Gæti kannski hugsanlega skipt yfir í "Pipe down" þegar hitt er orðið gamalt.


Nýji Pútterinn----Ping Redwood Piper-----

Ping Redwood Piper S 34", 355gr
Ping Redwood Piper

Betra

Fór með félaga mínum Graham Broom og spilaði á Lauro golf í dag. Spilaði vel og kom inn á 36 punktum. +4 frá öftustu teigum í vindi og ég nokkuð sáttur eftir allt sem á undan hefur gengið.

par,par,skolli,par,par,fugl,par,par,skolli = +1
fugl,par,skolli,par,skolli,par,skolli,dobbúl,fugl = +3

Fékk lánaðan nýjan pútter hjá Gabriel, Ping Redwood Piper. Fyrsta púttið með honum var 7 skrefa niðrímóti pútt fyrir pari. Steindautt og ég held að ég verði að kaupa kvikindið fyrir vikið.

Þessi pútter er 34 tommur en minn er 36 sem gerir að verkum að ég dett strax inní rétta upphafsstöðu. Mun auðveldara, hann er svipað þungur, 355 grömm í stað 360gr á mínum Craz-e H, og bara allt mun betra. Sé línuna betur með þessum tveim strikum á Pipernum og stutt pútt mun auðveldari.

Hann kostar 50.000kr í nevada bob en ég fæ hann nýjan á 23þ kall miðað við gengið í dag. 150 Evrur. Nýr kostar hann hér 250€ sem eru um 41þ smakkerúnís.

Nokkuð góður díll bara.

Þetta er nokkurs konar lúxus módelið frá Ping þar sem þeir fara loks í það að taka stál klump og höggva hann til þannig að úr verði púttershaus (nota einhverskonar laser vél og milla hann þannig út). Hinar seríurnar eru bara cast módel sem þýðir að þeir eru bara með einn master og hella svo drasli þar í til að búa til hausana.

Ég segi loksins því Scotty Cameron hefur verið að gera þetta fyrir Titleist og Bettinardi fyrir Mizuno með góðum árangri og eru taldir vera þeir bestu á markaðnum, enda dýrir eftir því.

Þetta er mercedisinn af pútterum.


Sígauni

Ég er mjög skeptískur aðili yfir höfuð. Ég trúi fáu þangað til að það horfir á mig í meters fjarlægð og sparki í sköflunginn á mér. Sem sagt, skeptískur.

Það var svo í gærnótt þegar ég fékk uppljómun þegar hlutirnir féllu allir á sinn stað. Allt einhvern vegin rofaði til og í ljós kom ákveðið munstur.

Munstur sem ég og María erum ekkert of ánægð með. Það er einfaldlega of augljóst og ófrávíkjandi til að henda því til hliðar og stimpla það tilviljanir. Eða hvað.....

Leyfið mér að útskýra..........ég skal byrja frá byrjun:

--Fyrir sirka tveim vikum var ég í keyrslu þegar skyndilega byrjar að flagna utan af vinstra framdekkinu. Ég þurfti að fara með bílin á verkstæði og láta skipta.

--Ég er búinn að vera æfa og slá rosalega solid högg og almennt með sjálfstraustið í botni. Spila svo á sunnudaginn minn versta golfhring síðan ég kom hingað. Skil ekki af hverju. Finn enga skýringu.

--Fer að þrífa bílinn, gríp fremst á háþrýstidæluna þannig að bunan fer á vinstri lófa og ég ríf upp skinn og lófinn allur mjög aumur. Sjáum til hvort ég get spilað golf á eftir.

--Ég strái salti yfir morgunkornið í stað sykurs í einhverju fáránlegu hugsunarleysi og æli næstum þegar ég sting stórri skeiðfyllingu uppí mig.

--Fáum fréttir af Íslandi sem eru vægast sagt svartar.

--Fáum hringingu frá lögmönnum sem segja okkur að símafyrirtæki sé að fara láta reikning í ferli því við höfum ekki borgað hann. Þá hafði bankinn lokað fyrir sjálfkrafa millifærslur og þetta ekki borgast, okkur óaðvitandi.

--Handrukkari skilur eftir kortið sitt undir hurðinni hjá okkur. Reyndar var það ætlað eiganda íbúðarinnar en samt skerí.

--María fékk bronkidis fyrir viku síðan.

--Er búinn að vera mjög myrkur og allt fer í pirrurnar á mér. Erfitt að fara í gegnum daginn án þess að lenda ekki árekstrum. Óvenju myrkur, ekki bara eins og stundum maður lendir í niðursveiflu.

--Núna er Sebastian veikur og við vöktum bróðurpartinn af nóttinni.

--Það var kveikt á hellu í eldhúsinu hjá okkur í tvo tíma og enginn heima. Kraftaverk að ekki skuli hafa kviknað í. Kellogs pakki í 20cm fjarlægð sem hefði allt eins getað verið ofan á hellunni, en var ekki. Við grunum Sebas um þetta en ég man ekki fyrir mitt litla líf eftir honum inní eldhúsinu allan morgunin.

Okay, þarna eru nokkrir neikvæðir hlutir. Þetta gerist allt á innan við tveim vikum. Þannig að ég fór að hugsa, hvað gerði ég til að verðskulda þennan pakka. Ég hugsaði um hvað ég hafði verið að gera rétt fyrir allt þetta og rakst á soldið athyglisvert.

Fyrir rúmlega tveim vikum tók ég Sebas með mér í leiðangur niðri bæ. Hann var í kerrunni. Við komum að gangstétt sem þrengdist og aðeins komst einn aðili fyrir. Akkurat þegar ég ætla að fara þar um, kemur gömul sígauna kona hinu megin og blokkar gangstéttina þannig að ég er fastur. Hún stoppar og byrjar að betla pening. Ég að sjálfsögðu horfi bara beint fram og sagði henni að drulla sér áfram og hleypa okkur í gegn.

Þetta tók sirka 10 sek þar sem ég var bara stopp og hún eitthvað að tauta og raula, betlandi pening........eða svo hélt ég allavega.

Svo fór hún og ég hélt áfram með Sebas og allt virtist eðlilegt þangað til að dekkið byrjaði að flagna af bílnum.

Lagði hún álög á mig? Er ég skyndilega feigur?

Veit ekki, en ef ég lít til baka þá byrjaði þetta allt eftir þennan atburð og þetta er bara of mikið af allskonar atvikum til að vera tilviljanakennt.

Eða hvað?


Lengur

Þetta gat náttúrulega ekki gengið lengur. Sebas búinn að vera óveikur í 2 vikur!!! Þannig að í nótt vorum við feðgarnir meira og minna vakandi og litli með steikjandi hita. Hlaut að koma að því.

Núna eru það tennurnar sem valda, höldum við.

Graham Broom ætlar að koma sækja mig og saman förum við í golf á Lauro Golf kl 12:30

Graham er gamli gæjinn frá Sheffield sem ég skil ekki. Verður örugglega áhugaverð keyrsla þangað með honum í bíl.

Ekki búinn að snerta kylfu síðan ég brotlenti þannig að þetta verður bara operation dont give a fusk. Bara spila golf. Ekkert flókið.


Costanza Móment

Lenti í því um daginn að fatta ekki brilliant comeback svar fyrr en að ég var búinn að kveðja og farin í burtu. Óþolandi að fatta eitthvað sniðugt mótsvar en of seint. Kemur fyrir alla.

Ég lumaði á þessu í nokkurn tíma því málefnið pirraði mig. Lét mig ekki í friði.

Svo næst þegar ég spjallaði við manninn, sem við skulum kalla herra X, þá laumaði ég umræðuefninu lúmskt inní talið og þetta hófst aftur (þessi tækni er kölluð "að tía einhvern upp"). Þegar hann svo datt inná nákvæmlega þennan punkt var ég reiðubúinn með heimsklassa mótsvar sem vakti kátínu viðstaddra og yfirvelgjandi ánægju mína.

Sjaldan verið jafn fullnægjandi að koma með mótsvar. Enda var það í nokkra mánuði í vinnslu.

Ekki ósvipað og George Constanza nema hvað að ég snéri ekki við og byrjaði umræðuna strax aftur, og ég fékk ekki mót-mótsvar sem var betra.

"hey, george, the sea called, they´re running out of schrimps"


Músínu

Sebas er kominn með extensive orðaforða og myndar flottar setningar.

Nýlegar viðbætur við forðan eru t.d. Músínu (rúsínur), Múnís (Músík), Paco (pjakkur, köttur mömmu og pabba), ombe (hombre).

Svo vorum við að horfa á Torres í LP um daginn, skömmu síðar fór hann að sofa og á leiðinni í rúmið kvaddi hann allt og alla góða nótt, adios Torres, adios bici (hjólið hans), adios boki (bókin).

Hann er gjarn á þetta, gerist líka þegar við förum af leikvellinum eða þegar ég næ í hann á leikskólann. Þá kveður hann allt og alla eins og um síðustu kveðju væru að ræða. Adios parque, adios nenes (börn), adios renna (rennibraut).

Ég tók hann á intesíft hraðnám í að segja "Pabbi bestur" svona til að pirra mömmu hans. Gekk vel og hann var farinn að segja þetta á nó time. Svo þegar við fórum og ætluðum að sýna mömmu þetta þá sagði pungurinn "mamma bestur"!!!!!!!!

María náttúrulega mjög sátt en ég er farinn að efast um hæfileika mína til að leiðbeina barninu.


Sevilla Fly By

Hér gefur að líta fly by vídeó af Real club de golf de Sevilla sem gæjarnir á Evrópska túrnum ásamt Birgi Leif eru að fara spila núna á fimmtudaginn. Mæli með holum 15-16-18 sem eru mjög flottar.

Ég spilaði þennan völl fyrir ári síðan og skoraði +5 í góðu veðri í fyrsta sinn sem ég spilaði völlinn. Svo kom þrumuveður með ekta þykkri spænskri rigningu og skorið datt í +9 og +13. Fæ +6 högg þarna og er bara nokkuð sáttur við þessa frammistöðu miðað við veður.

Spilaði við sömu aðstæður og Biggi L og félagar, öftustu teigar með erfiðar pinnastaðsetningar þannig að fróðlegt verður að sjá hvernig þessir 140 gæjar reiða sig samanborið við mig.

Þeir hins vegar fá kjöraðstæður og í raun dugar bara fyrsti dagurinn minn þarna til samanburðar. Fimm yfir pari hjá mér og ég vona að það skili mér í sirka 10 neðsta sætið. Sem er fínt miðað við að þarna hafði ég æft nánast ekki neitt.

Éf ég ætti að skjóta alveg blint í sjóinn þá myndi ég halda að ég hafi bætt mig um nokkur högg síðan þá og myndi giska á heildar skor hjá mér yrði í kringum +20 þessa fjóra daga. Við köttið yrði það +10. Reikna með hringjum uppá +5 alla daga þar sem sveiflur yrðu pottþétt í þessu hjá manni.

+3 / +7 / +4 / +6 eitthvað álíka væri viðunnandi.

Spennandi að sjá. Mun pósta samanburðar skor hérna ef það er mér í hag. Ef ekki þá ignora ég það. Enda heiti ég ekki Sigursteinn Ingvar Rúnarsson fyrir ekki neitt.


heppin

við fórum til Málaga í gær kl 18

María fór í búðarleiðangur með Gabí að velja kjól fyrir giftingu sem við förum í um miðjan maí.

Ég og sebas döndöluðumst eitthvað útí loftið. Röltum bara um allt og lékum okkur í leikfangadeildinni gígantísku í Corte Inglés.

Vorum þarna í tvo tíma.

Komum heim og fundum smá brunalykt.

Það var kveikt á einni hellunni í eldhúsinu.

Hún var stillt á einn.

Djöfull vorum við viðbjóðslega heppinn. Við eiginlega trúum því ekki.

Í fyrsta lagi þá var kellogs pakki í 20 cm fjarlægð frá hellunni, ég setti hann þarna random, hefði geta sett hann anywhere, á helluna þess vegna.

Í öðru lagi, þá var hellan bara á einum. Ef hún hefði verið á aðeins meiri styrkleika þá hefði sennileg kviknað í á þessum tveim tímum.

Sebastian hafði greinilega fiktað eitthvað í þessu.

Get svarið það, það er einhver að reyna að bögga mig. Það gengur allt á aftur fótunum.


Draumur

Mig dreymdi eitt allsherjar ball á dósinni. Höddi rikk skipulagði þetta og ætlaði að halda í félagsheimilinu en ef of margir kæmu þá myndi hann færa það í kramhúsið!

Of margir komu og þetta fór í kramhúsið. Ég settist á borð með Bjarna B, Ásgeiri Erni og Pétri KJ. Sá síðast nefndi var að reyna að vera kúl, BB var eðlilegur en Örninn var í navy blue jakka sem var einskonar einkennisbúningur með giltum skreytingum, mjög official.

Ég var nátturulega snöggur til og sagði "Ásgeir, golfklúbburinn hringdi, þeir vilja fá jakkann sinn aftur" sem mér fannst mjög hilarious. Engum örðum fannst það fyndið.

Perlur fyrir svín segi ég nú bara.

Kata var þarna líka og hennar þáttur var að hún var í vandræðum með að leggja bílnum. Kiddi blö var þarna líka og hann var nákvæmlega eins og myndin hjá Agli á feisbúkk, þessi í svarta leðurvestinu. Hann var bara í sömu stellingu allan tíman.

Svo vaknaði ég kl 7 og nenni ekki að vera í fríi lengur. Tek daginn í dag líka og byrja svo í strögglinu á miðv.daginn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 153158

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband