Leita í fréttum mbl.is

Betra

Fór með félaga mínum Graham Broom og spilaði á Lauro golf í dag. Spilaði vel og kom inn á 36 punktum. +4 frá öftustu teigum í vindi og ég nokkuð sáttur eftir allt sem á undan hefur gengið.

par,par,skolli,par,par,fugl,par,par,skolli = +1
fugl,par,skolli,par,skolli,par,skolli,dobbúl,fugl = +3

Fékk lánaðan nýjan pútter hjá Gabriel, Ping Redwood Piper. Fyrsta púttið með honum var 7 skrefa niðrímóti pútt fyrir pari. Steindautt og ég held að ég verði að kaupa kvikindið fyrir vikið.

Þessi pútter er 34 tommur en minn er 36 sem gerir að verkum að ég dett strax inní rétta upphafsstöðu. Mun auðveldara, hann er svipað þungur, 355 grömm í stað 360gr á mínum Craz-e H, og bara allt mun betra. Sé línuna betur með þessum tveim strikum á Pipernum og stutt pútt mun auðveldari.

Hann kostar 50.000kr í nevada bob en ég fæ hann nýjan á 23þ kall miðað við gengið í dag. 150 Evrur. Nýr kostar hann hér 250€ sem eru um 41þ smakkerúnís.

Nokkuð góður díll bara.

Þetta er nokkurs konar lúxus módelið frá Ping þar sem þeir fara loks í það að taka stál klump og höggva hann til þannig að úr verði púttershaus (nota einhverskonar laser vél og milla hann þannig út). Hinar seríurnar eru bara cast módel sem þýðir að þeir eru bara með einn master og hella svo drasli þar í til að búa til hausana.

Ég segi loksins því Scotty Cameron hefur verið að gera þetta fyrir Titleist og Bettinardi fyrir Mizuno með góðum árangri og eru taldir vera þeir bestu á markaðnum, enda dýrir eftir því.

Þetta er mercedisinn af pútterum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Common putter, BIG BEN er enn svalastur og bestur.

Pétur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 08:34

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Þessi pútter er nefnilega soldið kommon í útliti eins og þú réttilega bendir á. Ekki eins svalur og BB en það sem gerir hann últra mega er hve góður hann er.

Þetta er ekki bara mercedesinn í pútterum, þetta er Ferrari.

Núna vantar mig bara backup pútter sem er léttari, ca 330gr, til að nota á hröðum grínum. Þessi er 355 sem er snilld á þykkari og hægari grínum. Kjörinn fyrir Ísland.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 26.3.2009 kl. 12:40

3 identicon

BIG BEN er Rolls Royce púttera, hann er geimskip púttera og hann er líka góður.

 Fyrsta skipti sem ég notaði hann fékk ég birdie á 2. og 3. í GKG.

Pétur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 13:15

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Já hann er sannarlega soldið spes. Vissiru að þeir hafa gert annan sem heitir Baby Ben. Hann er minni version af BB.

Big Ben er gerður úr áli, ekki stáli eins og þeir bestu. Economy pútter einhver??????

Segi sona, þetta er líka kvalítet pútter KJ minn, þetta er Bettinardi design, millaður úr áli en ekki úr einhverju færibanda móti (cast) eins og flestir golfarar nota.

Svo er hann með býflugnabús hönnun.

The Big Ben features the exclusive beehive centre cavity.

Gerir það að verkum að þeir geta dreift meiri þyngd (38%) aftan við höggið. Á víst að vera mjög góður og solid.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 26.3.2009 kl. 14:12

5 identicon

Hell yeeah, þessi 38% segja sko til sín.

Pétur (IP-tala skráð) 26.3.2009 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband