Leita í fréttum mbl.is

Sígauni

Ég er mjög skeptískur aðili yfir höfuð. Ég trúi fáu þangað til að það horfir á mig í meters fjarlægð og sparki í sköflunginn á mér. Sem sagt, skeptískur.

Það var svo í gærnótt þegar ég fékk uppljómun þegar hlutirnir féllu allir á sinn stað. Allt einhvern vegin rofaði til og í ljós kom ákveðið munstur.

Munstur sem ég og María erum ekkert of ánægð með. Það er einfaldlega of augljóst og ófrávíkjandi til að henda því til hliðar og stimpla það tilviljanir. Eða hvað.....

Leyfið mér að útskýra..........ég skal byrja frá byrjun:

--Fyrir sirka tveim vikum var ég í keyrslu þegar skyndilega byrjar að flagna utan af vinstra framdekkinu. Ég þurfti að fara með bílin á verkstæði og láta skipta.

--Ég er búinn að vera æfa og slá rosalega solid högg og almennt með sjálfstraustið í botni. Spila svo á sunnudaginn minn versta golfhring síðan ég kom hingað. Skil ekki af hverju. Finn enga skýringu.

--Fer að þrífa bílinn, gríp fremst á háþrýstidæluna þannig að bunan fer á vinstri lófa og ég ríf upp skinn og lófinn allur mjög aumur. Sjáum til hvort ég get spilað golf á eftir.

--Ég strái salti yfir morgunkornið í stað sykurs í einhverju fáránlegu hugsunarleysi og æli næstum þegar ég sting stórri skeiðfyllingu uppí mig.

--Fáum fréttir af Íslandi sem eru vægast sagt svartar.

--Fáum hringingu frá lögmönnum sem segja okkur að símafyrirtæki sé að fara láta reikning í ferli því við höfum ekki borgað hann. Þá hafði bankinn lokað fyrir sjálfkrafa millifærslur og þetta ekki borgast, okkur óaðvitandi.

--Handrukkari skilur eftir kortið sitt undir hurðinni hjá okkur. Reyndar var það ætlað eiganda íbúðarinnar en samt skerí.

--María fékk bronkidis fyrir viku síðan.

--Er búinn að vera mjög myrkur og allt fer í pirrurnar á mér. Erfitt að fara í gegnum daginn án þess að lenda ekki árekstrum. Óvenju myrkur, ekki bara eins og stundum maður lendir í niðursveiflu.

--Núna er Sebastian veikur og við vöktum bróðurpartinn af nóttinni.

--Það var kveikt á hellu í eldhúsinu hjá okkur í tvo tíma og enginn heima. Kraftaverk að ekki skuli hafa kviknað í. Kellogs pakki í 20cm fjarlægð sem hefði allt eins getað verið ofan á hellunni, en var ekki. Við grunum Sebas um þetta en ég man ekki fyrir mitt litla líf eftir honum inní eldhúsinu allan morgunin.

Okay, þarna eru nokkrir neikvæðir hlutir. Þetta gerist allt á innan við tveim vikum. Þannig að ég fór að hugsa, hvað gerði ég til að verðskulda þennan pakka. Ég hugsaði um hvað ég hafði verið að gera rétt fyrir allt þetta og rakst á soldið athyglisvert.

Fyrir rúmlega tveim vikum tók ég Sebas með mér í leiðangur niðri bæ. Hann var í kerrunni. Við komum að gangstétt sem þrengdist og aðeins komst einn aðili fyrir. Akkurat þegar ég ætla að fara þar um, kemur gömul sígauna kona hinu megin og blokkar gangstéttina þannig að ég er fastur. Hún stoppar og byrjar að betla pening. Ég að sjálfsögðu horfi bara beint fram og sagði henni að drulla sér áfram og hleypa okkur í gegn.

Þetta tók sirka 10 sek þar sem ég var bara stopp og hún eitthvað að tauta og raula, betlandi pening........eða svo hélt ég allavega.

Svo fór hún og ég hélt áfram með Sebas og allt virtist eðlilegt þangað til að dekkið byrjaði að flagna af bílnum.

Lagði hún álög á mig? Er ég skyndilega feigur?

Veit ekki, en ef ég lít til baka þá byrjaði þetta allt eftir þennan atburð og þetta er bara of mikið af allskonar atvikum til að vera tilviljanakennt.

Eða hvað?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finndu kerlinguna og vertu næs, bölvanir geta virkað, þegar rétt orka og hugarfar er á bakvið..

Siggasiss (IP-tala skráð) 25.3.2009 kl. 17:29

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Reyndar var ég ekki alveg svona vondur við hana. Ég sagði orðrétt "dejanos pasar, por favor" og "venga". Þetta þýðir "vinsamlega hleyptu okkur í gegn" og "koma svo ".

Ég kryddaði bara frásögnina aðeins til að gera þetta meira djúsí.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 25.3.2009 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband