Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Júgursmyrls

Ég man þá tíma þegar ég var í sveit. Ég þurfti að vakna snemma og fara í fjósið. Ég sá um að þrífa júgurin á beljunum og bera júgursmyrslið faglega á.

Maður lærði ýmislegt þarna. Maður lærði t.d. hvernig mjólkin ferðast úr beljunni og inná matarborðið.

Það var því án nokkurs vafa sem ég gat svarað vini mínum sem hafði ekki verið í sveit neðangreindri spurningu. 

,,Mjólkin sprautast út úr litlu gati á spena beljunnar, ekki satt.

Úr hvaða litla gati sprautast þá kókómjólkin?"


Lyf

Keyptum einhver lyf handa Sebas útaf smá hósta og slími í hálsi. Það kemur mér sífellt á óvart hve lyfin eru ódýr hérna. Fyrir báðar flöskurnar borgaði ég 2,9€

Á æfingu í dag hægði ég enn og aftur á sveiflunni og það var eins og við manninn mælt. Keppinn slær þráðbeint og miklu lengra með járnunum. Halelúja.

Fór svo níu á Asíu og spilaði mjög vel. Fór seint út og náttúrulega enginn á ferli og ég spilaði með fjóra bolta. Bara eins og á dósinni í gamla daga. Nægur tími.

Það styttist í tvennt.

Members Festival Week keppnina þar sem nýr klúbbmeistari verður krýndur. Nokkurs konar meistaramót La Cala en tekin heil vika í allskonar keppnir. Á mánudeginum tek ég þátt í fjögurra manna Texas Scramble, svo á þriðjud og miðvikudegi er tveggja daga höggleikur þar sem sigurvegari verður krýndur klúbbmeistari La Cala, frí á fimmtudegi og föstudegi og svo Nordic countries against rest of the world á Laugardeginum og svo verðlaunaafhending.

Hinn hluturinn er náttúrulega Volvo Masters á Valderrama. Fer á fimmtudegi,föstudegi og svo lokadaginn sunnudag.

History in the making


Matarboð

Ég spilaði með Kristjáni K sem á íbúð hérna í kallfæri frá okkur í dag. Náðum 11 holum í fínu veðri en svo byrjaði að rigna aðeins, náðum samt að klára með reisn. Ég er í sömu sveifluvandræðum og spilaði á +3.

Þau buðu okkur í mat um kvöldið og átum við þar dýrindis fylltan kjúlla. Þetta er klassa fólk.

Það styttist í að við flytjum héðan og bíðum við spennt eftir því.

GUNS AND ROSES VAR AÐ GEFA OPINBERLEGA ÚT SITT FYRSTA LAG Í 15 ÁR. Chinese Democracy er komið í útvarpsspilun og hægt að hlusta á það hér

Þetta lag ásamt 8 öðrum er náttúrulega löngu komið á netið en í síðri gæðum. Þótt þetta lag sé að mínu mati bara mjög góður rokkari þá get ég huggað marga með því að þetta er næst versta lagið af þeim 9 sem lekið hafa út. Hlakka mikið til að fá nýja diskinn í hendurnar í nóv.


sökkar

Mótið í morgun var ömurlegt. Ég átti kannski 3 góð högg allt í allt. Er hundsvekktur.

Enn og aftur staddur á átjándu braut og þurfti örn á par 5 til að hækka ekki í fgj. Í þetta sinn fékk ég skolla í staðin fyrir örn og endaði á +5.

Gabriel spilaði líka ílla, kom inn á +10 og var heillum horfinn. En hann hefur reyndar afsökun því hann hefur ekki snert kylfu í 2 vikur. Samt allt of slakur í dag.

Rútínan var ekki að virka, in fact, það virkaði ekki neitt. Veit ekki af hverju.

Spila á morgun með íslendingunum kl 10 á Ameríkuvellinum.

ps. netið dettur út og inn hérna, nenni ekki að kvarta því við förum héðan eftir 10 daga.

Ressgeeeeeeeet


Hundar

Það var bankað uppá hjá okkur við kvöldmatarleytið og einhver kona stóð í dyragættinni. Hún talaði við okkur á ensku og var að kvarta yfir þessum hundum sem gelta non stop hjá nágrannanum okkar að neðan. Hún sagðist hafa skilið eftir miða á ensku fyrir hann en við tjáðum henni að þetta væru spanjólar sem skildu enga ensku.

Eftir því sem hún talaði meiri ensku tók ég eftir því að hún var skandinavísk. Ekki dönsk því það er bara viðbjóður að heyra þá tala ensku og mjöööög auðþekkjanlegt. Hún var ekki syngjandi þannig að ekki var hún Svíi en hún gæti hafa verið norsk eða íslensk. Ég spurði hana því hvort hún væri íslensk sem hún svaraði að sjálfsögðu játandi og mikið var hlegið og mikið trallað.

Kemur á daginn að þau eiga íbúð sem við sjáum frá svölunum okkar því hún snýr að okkur. Er í sirka 100 metra fjarlægð og við getum actually talast saman frá svölunum. Hún kom aðeins inn til okkur og við spjölluðum saman um daginn og veginn. Vinkuðum svo manninum hennar af svölunum.

Þau eru frá Garðabæ og heita Kristín og Kristján Kristjáns. Koma hingað 3-4 sinnum á ári og spila golf. Ætlum að spila saman á miðv. eða fimmtudaginn.

Sniðugt.


kick ass rútína

Ég spilaði Ameríku völlinn áðan og notaði rútínuna við hvert högg. Skemmst er frá því að segja að þetta svínvirkar.

Tvennt gerist. Ég hitti allar brautir nema eina og hitti fleiri grín í réttum höggafjölda (GIR).

Ég hitti 8 af 9 grínum á fyrri níu og svo tók ég smá pásu á seinni og hitti ekki grín 11 til 15 en hin hitti ég. Þessi 6 grín sem ég hitti ekki skramblaði ég 4 (eitt vipp og eitt pútt fyrir pari) þannig að ég fékk bara tvo skolla.

Tveir skollar og þrír fuglar sem gerir hring uppá -1 og samtals 38 punkta. Mjög solid hringur með fáum mistökum en fáum magic mómentum því miður. Tvípúttaði 12 grín og einpúttaði rest. Þessi tvípútt þurfa að fækka til að maður skori almennilega.

Sem sagt, var miklu mun meira einbeittur með þessari grip/haus/staða rútínu.

Fer í mót á morgun og verður fróðlegt að sjá hvort ég get haldið einbeitingunni. Það verður erfiðara því ég spila í fjögurra manna holli og við förum síðastir út. Verður langur dagur.


Rútína

Fór á reingið í morgun eftir að hafa skutlaði Seban á leikskólann. Var þar í tvo tíma að slá högg ávallt með sömu rútínunni.

Er að reyna blokka allar hugsanir út á meðan þessi process að slá boltann er í gangi.

Nokkurskonar mantra sem ég hef komið mér upp.

Endurtek þrjú orð og læt svo vaða. Þannig er líklegra að ég endurtaki sömu hluti í sveiflunni.

Fyrst stend ég fyrir aftan boltan og hugsa og endurtek orðið GRIP, tek gripið og blæs úr nös til að slaka á vöðvum.

Svo hugsa ég orðið HAUS, og stilli kylfuhausnum upp miðað við skotlínu.

Svo hugsa ég orðið STAÐA, og stilli fótunum og líkamanum upp.

Rétt áður en ég byrja sveifluna þá tékka ég á hvort ég sé ekki slakur og hugsa svo um að fara rólega af stað og hámarka hraðann á réttum stað.

BEM


Sebastian

Sebmundur er eins og hálfs árs í dag og óska ég honum innilega til hamingju með það.

Hann er á fullu í smá siestu núna ásamt móður sinni í sófanum fyrir framan sjónvarpið.

Ég er að horfa á Portugal masters á netinu þar sem óskabarn Cadíz, Alvaró Quiros er í forystu þegar 6 holur eru eftir. Þessi drengur slær 279 metra að meðaltali á Evrópska túrnum og er í fyrsta sæti þar. 100.sætið slær 255 metra.

Það hefur gengið á með skúraleiðingum í dag og maður er bara að chilla inni, annaðhvort á netinu eða að horfa á family guy og southpark.


Disclaimer

DISCLAIMER:ég veit að ég hef verið að skrifa ALLT of löng blogg undanfarið og biðst forláts á því. Bara eitt stutt hérna,,,,,,verð að vekja athygli á því að ég er ekki högglangur kylfingur. Tel mig vera svona aðeins fyrir neðan miðju þegar kemur að því að mæla. Hef bara svo obboðslega gaman af því að segja frá þegar ég loksins næ löngum höggum og lesendur fá því að sjálfsögðu aðeins að heyra frá þeim:DISCLAIMER

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband