Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

ArnarEndaSprettur a la PiverLool

Tók þátt í Vikulegu móti á Lauro golf í morgun og var að spila ágætlega en upphafshöggin voru ekki alveg að virka (úúú the irony). Hefði átt að tala aðeins meira um þau þarna um daginn.

Byrjaði á skolla en rétt missti svo fugl á annar og þriðju. Fékk svo fuglinn á fjórðu þar sem ég púttaði um meter frá gríni tíu metra pútti beint ofan í holu. skollaði næstu-par-skolli-par og par. Var á +2 eftir fyrri níu og frekar ósáttur við upphafshöggin.

Fékk svo fugl á tíundu en drævaði í bönker 100 metra frá gríni á elleftu. Setti annað höggið fimm metra frá holu rétt fyrir utan grínið, smellti svo púttinu oní fyrir back to back birdie. Var því kominn á parið aftur.

par á tólftu og drævaði svo aftur í bönker á þrettándu og fékk skolla. Drævaði aftur í bönker á fjórtándu en fékk par eftir pinseeker innáhögg. Par á fimmtán en svo komu tveir skollar þar sem upphafshöggin voru að stríða mér enn á ný.

Ég var því á +3 fyrir síðustu holuna en ég fæ 2 högg á þessum velli. Þannig að það var örn eða ekkert á þessari par 5 lokaholu dagsins til að lækka í forgjöf.

Tók monster upphafshögg 285 metra á miðja braut og átti 165 metra eftir í upphaf gríns og einhverja 170 í pinnann. Vegna þess að það var vatn á vinstri hönd þá miðaði ég aðeins hægra megin við grínið og ætlaði að draga boltann aðeins til vinstri með sexunni (en just a tad, ekki mikið). Fann strax að höggið var fullkomið og boltinn gerði nákvæmlega eins og var ætlast til af honum og lenti aðeins hægra megin við grínið og hoppaði til vinstri útaf vinstrisnúningnum á boltanum. Endaði um 3 metra frá pinna og arnarpútt staðreynd.

Púttið var aðeins í niðurhalla og breikaði frá vinstri til hægri. Þarf ekkert að ræða þetta eitthvað frekar, hann var ALLAN tíman í holunni. Ákveðið pútt sem hélt línunni ávallt og ég hef aldrei öskrað jafn hátt á golfvelli held ég. Örn á síðustu til að enda á +1 og með 37 punkta sem dugði í annað sætið og 43€ í verðlaun.

Kom svo heim og náði síðustu 20 mín. af liverpool leiknum og sá mína menn koma frá því að vera 1-2 undir þegar tíu mín voru eftir og vinna leikinn 3-2

Eins og skáldið sagði, LÍFIÐ ER LJÚFT, ER NAUÐSYNLEGT AÐ SKJÓTA ÞÁ OG ÞETTA ER FALLEGUR DAGUR


380

Æfði í morgun og fór svo Asíu völlinn seinni partinn. Spilaði á +1 en byrjaði af krafti og var -2 eftir fjórar brautir. Fékk svo skolla á sjöundu og áttundu og kom inn á E á fyrri níu. Skolli á þrettándu en fugl strax eftir þar sem ég rétt missti örn. Skolli á sautjándu sá til þess að ég var á +1 á seinni níu.

Er að finna upphafshöggin aftur eftir smá hlé. Það sem gerir kæfumuninn er að standa fyrir aftan boltann og einbeita sér. Taka sér stöðu og blása frá sér. Tæma hugann og sveifla mun rólegar aftur og ná hámarkshröðun akkurat við snertinu boltans.

Var farinn að hraða aftursveifluna of mikið sem gerði það að verkum að hámark hraðans var vel áður en ég snerti kúluna. Þannig að við impact var ég bara með sirka 80% hraða.

Þetta sást vel á lengdinni í dag. Á fyrstu átti ég fullkomið högg sem var 270 metrar (met á þessari braut hjá mér). Á fjórðu smellti ég kúlunni 290 metra í meðvindi (met). Á sjöttu brautinni sló ég aftur um 290 metra en í niðurhalla og meðvindi.

Talandi um högglengd, omg. Í gær spilaði ég Ameríku völlinn. Ég spilaði þrjár síðustu brautirnar með tveim bretum og á átjándu þá köttar maður heilan helling af brautinni sem er par 5. Brautin er í miklum niðurhalla og það eru hús á vinstri hönd. Ég miðaði á húsin og ætlaði að fade-a boltann til hægri aftur inn á brautina og kötta um 100 metra eins og ég geri vanalega.

Nei,nei, í staðinn fyrir að snúa boltann til hægri þá sný ég honum smá til vinstri og fer beint í húsin. Ég hélt að boltinn væri í besta falli í sundlauginni hjá einhverjum óheppnum aðila en í versta falli inní húsinu eftir að hafa farið inn um brotna gluggarúðu.

Ég tók því varabolta og geri sama hlutinn sem núna heppnast. Ég á því sjöujárn eftir sem ég skil eftir of stutt. Labba að boltanum og ætla að taka þriðja (fimmta högginu með víti) þegar ég sé annan bolta sirka 20 metrum fyrir aftan hann. Labba að boltanum og sé að þetta er fyrsti boltinn minn. Vó. Boltinn hefur tekið einhver 2-3 skopp á sundlaugabökkum og veröndum og endað á miðri brautinni. Ég mældi þetta á google earth og bein lína var 380 metrar. Ef ég fer eftir brautinni þá voru þetta 430 metrar.

Ég hef aldrei að mig minnir slegið golfkúlu jafnlangt í einu höggi.

ps. ég setti annað höggið í mannháann bönker til hægri við grínið (var að reyna vera of cute því pinninn var einungis 2 metra frá bönkernum, þetta var svokallað nitbu högg, not yet in the bunker). Sandlobbaði þriðja högginu meter frá stöng og setti í fyrir fugli með fjórða högginu. Góður endir. 


Ameríka

Fór hring áðan á Ameríkuvellinum. Spilaði lala golf +3 og fullt af mistökum.

Hápunktur hringsins var á fjórtándu braut þegar ég beið í sirka 5 mínútur eftir hópnum á undan mér. Ég var einn að spila og ekki sálu að sjá fyrir utan þessa tvo gæja á gríninu á þessari holu. Ég nýtti tímann því vel og kastaði af mér vatni, strax eftir það var minn tími kominn og ég tilbúinn fyrir höggið. Þurfti reyndar aðeins að skera ost (aka stíga á önd, aka prumpa) og leysti eitt hávært skerandi trompet like farti og brosti í annað því að prumpa er jú, svo sannarlega fyndið.

Sló létta níu og púll húkkaði hana í bönkerinn við hliðaná gríninu og labbaði því niðurlútur að golfbílnum. Þegar ég lít upp, sé ég mér til mikillar mæðu að einn marshallinn (vallarvörður) var búinn að vera parkeraður fyrir aftan golfbílinn minn allan tímann því hann vildi ekki trufla mig og mitt högg.

Sjaldan verið jafn skömmustulegur eftir þessa sinfóníu sem ég bauð honum uppá. Hef örugglega snar-roðnað enda heiti ég ekki Siggi Redknapp Rasmussen fyrir ekki neitt.

Var á +1 fyrir þessa braut og fékk svo skolla á þessa og næstu. Því næst fékk ég par með up&down frá bönker. Svo þriðja skollan á fjórum brautum en endaði loks á fugli með öðru up&down frá bönker og nokkuð ánægður með sandspilamennskuna.


hjólkoppa update

Ný sönnunargögn hafa dúkkað upp í stóra hjólkoppamálinu. Ég tók eftir því að hinn fókus bíllinn var ílla útleikinn. Hjólkopparnir voru enn á bílnum en voru allir rispaðir, eins og hyskið hafið skilað mínum koppum því þeir pössuðu ekki og reynt að ná koppunum af hinum Fókus bílnum (öðruvísi koppar) án árangurs.

Þannig að það má segja að kenning I hafi verið næst sannleikanum ef þetta reynist rétt vera. Við köllum þetta

Kenningu IA


Fatty McButterPants

KJ er hinn sanni Fatty McButterPants eins og sjá má HÉR


Hið undarlega hjólkoppamál

Þegar ég vaknaði í morgun og fékk mér morgunmat virtist þetta ætla að vera ósköp venjulegur dagur. Ég valhoppaði út í góða veðrið og nálgaðist bílinn með settið á hægri öxlinni og Sebastian í vinstri hendinni. Ég sá að það var stór grár ruslapoki fyrir framan bílinn okkar og hann virtist vera fullur af einhverju drasli. Hann blokkaði akkurat útkeyrsluna þannig að ég ætlaði að dúndra honum til hliðar þegar ég sá glitta í eitthvað grátt og kunnulegt.

Heyrðu, stolnu hjólkopparnir komnir í leitirnar. Mjög undarlegt. Ég eiginlega botna ekkert í þessu.

á laugardagsmorgun hafði þeim verið stolið undan bílnum og hvergi sjáanlegir í hverfinu (ég skimaði eftir þeim). Svo á miðvikudagsmorgun eru þeir samankomnir í glænýjum gráum ruslapoka parkeraðir beint fyrir framan bílinn.

Kenning I

Þjófar sem fengu samviskubit og skiluðu koppunum með skottið á milli lappana.

Kenning II

Ford umboðið tekur koppana úr umferð í skjóli næturs til þess eins að endurnýja flotann með nýlegri og flottari koppum (betri auglýsing).

Kenning III

Góður ættingi ætlaði að þrífa koppana fyrir frænku sína og ruglast á bílum í myrkrinu (það er annar fókus hérna). Áttir sig á mistökunum og skilar koppunum.

Kenning IV

Einhver snarruglaður einstaklingur að messa í okkur.

Allar kenningarnar virðast vera jafn-langsóttar.

 


Íbúð í Fuengirola

Flytjum 1.nóv í íbúð sem er í Fuengirola (fúnkíróla fyrir óspænskumælandi fólk, annars Fú-en-hí-róla).

Þaðan erum við í 5 mín labbfjarlægð frá leikskóla Sebbmunds og beisikklí öllu öðru. Miðbænum og öllum verslunum. 5 mín akstursfjarlægð frá Corte Inglés og Miramar og svo í 10 mín fjarlægð frá Mijas golf þar sem ég mun æfa frá og með 1.nóv.

Verð reyndar meðlimur La Cala til loka ársins og mun spilar þar en æfingaraðstaða Mijas golf er ágæt og þar mun ég dvelja á morgnanna en eftirmiðdags fara að spila.

Með þessari íbúð erum við að minnka við okkur úr 140 fermetrum í 75. Ekkert gestaherb og engar svalir. Eigum eftir að sakna svalanna en gestaherbergið var hvort sem er aðeins í notkun sirka 0.042% af tímanum.

Skilum þessari íbúð 14. nóv þannig að eftirstöðvar heimsóknartíma til okkar eru 29 dagar and kántin.


Blað

Dagarnir hérna á Spáni skiptast í fyrir og eftir hádegi (kl 13).

Það virðist aðeins hægt að gera tvo ótengda hluti á dag hérna sökum fjarlægðar milli staða og almenns tímaskorts. Ef fleiri hluti á að framkvæma þurfa þeir að vera innan sama sviðs og annar hvor upprunalegi hluturinn. Þá á ég ekki við þessa rútínu hluti eins og að borða og skutla seb á leikskólann.

Dagurinn í dag var eftirfarandi:

Fyrir hádegi

Hlutur I: Ná í blað

Í dag þurftum við að ná í eitt opinbert blað í gamla skólann hennar Maríu til að sýna fram á að hún hafi lokið grunnskólagöngu. Við fórum um morgunin kl 09:30 og skutluðum seb í leikskólan í leiðinni. Fórum þvínæst til Málaga og náðum í þetta blessaða blað (tók 5 mín. að actually fá það í hendurnar á skrifstofunni). Brunuðum svo til baka og komum á leikskólan kl 12:30.

Eftir hádegi

Hlutur II: Festa íbúð til leigu

Fórum svo yfir þá rútínu að borða og öllu sem því tilheyrir. svo var lagt af stað kl 16:30 til að mæta kl 17 niðrí Fuengirola og festa íbúð þar til leigu með því að borga inná hana smá aur. Komum heim kl 18:30 og erum núna að gíra okkur í mat og almenn relax-heit.

Dagurinn búinn og bara kvöldið eftir.

Soldið ýkt dæmi kannski en yfirleitt hefur þetta verið svona tveir, max þrír hlutir á dag. Ég er nú reyndar ávallt í golfi og það er María sem lendir í því að redda hinu og þessu. Ég stend eiginlega fyrir utan allt slíkt, alla pappírsvinnu og vesen. Vonandi verður þetta auðveldara þegar við flytjum niðrí Fuengirola, fáum íbúðina 1.nóv og gerðum 6 mánaða samning. Við brenndum okkur nefnilega á því að gera árs samning með núverandi íbúð sem er fullkomin en mjög remote, þ.e. taka þarf bílinn í allt sem þú vilt gera. Í bænum verður þetta bara einfalt, poppa útá götuhorn og labba nokkra metra, bem, feitur hamborgari í hönd.


lookið ónýtt

Fór í klippingu um daginn og hún gjörsamlega stútaði lúkkinu sem ég var búinn að koma mér upp. Ég tjáði henni hvernig ég er vanur að greiða mér og hún bara já, já við bara snyrtum aðeins og styttum. BEM. Lúkkið dautt.

Ég var með svokallað "lean mean goodlookin machine" lúkk. Hitler slash menntaskólaárin slash hippa lúkkið. Tótalí inn. Núna er ég út.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 25
  • Frá upphafi: 153212

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband