Leita í fréttum mbl.is

Hugarfarið

Það sem ég er að hugsa og einbeita mér að á hring er eftirfarandi:

1. Gera alltaf sömu rútínu við hvert eitt og einasta högg.
2. Þegar höggið er búið þá er það búið og ég hugsa um næsta högg.
3. Ég held jafnaðargeði og reiðist ekki né gleðst rosalega yfir höggum.
4. Ég hugsa ekki um skor eða aðra spilara og læt þannig hluti ekki trufla mig við rútínuna og ákvarðanatöku.
5. Þegar ég stíg í höggið og tek mér stöðu þá brosi ég eilítið og hugsa að þetta verði mitt besta högg ever.
6. Ég er fullur sjálfstrausts og mjög bjartsýnn því ég veit að næsta högg verður mitt besta högg ever.
7. Þegar ég stíg fæti inná púttgrín þá hlakkar í mér því ég elska að pútta. Ég hugsa jafnan "now here´s where I get all my money back".

Allt þetta þarf svo að blandast við að mér er eiginlega skítsama hvort púttið fari ofan í eða ekki, hvort höggið takist eða ekki. Ég þarf líka sem sagt að vera smá dj don´t give a fusk því þannig verð ég meira slakur og rólegur. Ekki jafn spenntur og stífur ef þetta væri það mikilvægasta í heimi.

Þessa eitruðu blöndu er ég að reyna að ná inn í spilið mitt og í dag held ég t.d. að ég hafi verið of slétt sama um allt. Það tekur tíma að gera þetta á réttan hátt og kannski tekst það á morgun.

Í dag voru atriði 1,3,5,6 og 7 mjög góð hjá mér. 2 og 4 átti ég erfitt með að hugsa ekki um. Ég var ávallt að berjast við að greina ekki síðasta högg og svo var Gabriel að spila vel og ég hugsaði soldið um að reyna að berjast við hann.

Annað sem ég þarf að breyta hjá mér er að hugsa ekki um tækniatriði í sveiflunni. Það gerir maður bara á æfingarsvæðinu. Maður á bara að láta þetta fljóta og treysta sveiflunni á hring. Held að það hafi spilað stóran sess í rythma leysinu. Skyndilega var ég ekki að hugsa um sömu hluti og vanalega, voila, rythminn útum gluggan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband