Leita í fréttum mbl.is

Golf is not a game of Perfect

Þetta er titillinn á bókinni sem ég er að lesa eftir Sálfræðinginn Bob Rotella. Mjög góðir punktar í þessari bók og í raun nauðsynleg lesning fyrir alla alvöru golfara.

Var heima í morgun útaf smá rigningu og okkur sýndist Sebas vera með smá skít í kverkum. Nennum ekki að láta hann útí kuldann og taka áhættu á frekari veikindum.

Við skemmtum okkur vel hér heima þar sem ég lúrði uppí sófa og hann spígsporaði í kringum mig, ýmist leikandi sér með eitthvað eða leggjandi hausinn upp að mér og hvíla sig í 1-2 mínútur.
Hann er nokkuð sjálfum sér nógur þegar við erum tveir einir heima. Það er bara þegar hann fer að verða svangur þá vill hann fá sitt. Hann byrjar herferðina á að segja "nammi,nammi,namm" og benda á eldhúsið. Hann hættir ekki fyrr hann fær sínu framgegnt. Ég keypti smá tíma með banana en stuttu síðar byrjaði diplómatinn að ganga á eftir málefninu.

Það endaði með því að við sátum tveir saman inní eldhúsi, japlandi á matnum sem María undirbjó í gær, klukkutíma of snemma. So be it.

Það kom mér því ekki á óvart að hann byrjaði að röfla um "lúlla, lúlla" klukkutíma of snemma. Hann er búinn að lúlla núna í tvo tíma, sem er fínt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 153211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband