Leita í fréttum mbl.is

Skjaldbaka

María fór til tannlæknis og á meðan fórum við Sebas í kringluna (miramar). Ég lét hann róma gjörsamlega lausan þar sem hann réð ferðinni. Hann fór beint í teppabúðina. Ekki spurning, uppáhalds búðin hans. Ekki í fyrsta sinn sem hann heimsækir þessa búð.

Það er eitthvað kósí við að fara þarna inn. Teppin einangra svo hljóðið að manni líður fanta vel.

Við ráfuðum um alla kringluna og stoppuðum við í Golf Usa þar sem ég keypti tvær bækur í viðbót eftir Dr. Rotella. Putting out of your mind og The golfer´s mind (play to play great). Þá held ég að ég sé nokkuð góður bara.

Inní golfbúðinni er lítið púttsvæði umkringt af pútterum. Við fórum þangað og Sebas var eins og rautt strik, beint í Ping pútterana. Þá varð pabbinn stoltur. Hann þekkir gæði. Við æfum okkur heima reglulega þannig að hann þekkir þetta. Hann kallar pútterinn sinn pútta sem þýðir hóra á spænsku, ágætt nafn held ég bara. Ekkert verra en nafnið sem María kom upp með fyrir pútterinn minn þegar hún var að kadda fyrir mig. Skjaldbakan.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband