Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012
24.1.2012 | 18:42
Leiðbeiningar
Mjólk-Stórt glerglas
Kókómjólk-Stórt plastglas
Vatn-Stórt glerglas
Safi-Stórt plastglas
Kók-Stórt glerglas
Baileys-á stút
Engar undantekningar
Við þetta má bæta að ég nota oftast gaffal og skeið við allan mat. Enda ennþá nánast ungabarn. Hnífur er of hættulegur fyrir mig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2012 | 09:02
retro net
Talandi um þessi tímarit. Þau eru roooosalega outdated. Fyndið að lesa þessar auglýsingar. Rosalega hallærislegt stöff.
Svo er netið á frumstigi þarna og allt útskýrt voða mikið í hverri auglýsingu.
Þarna er eitthvað dæmi um að fólk ætti að nýta netið til að koma sér á framfæri.
Rosa lýsing á því hversu einfalt þetta væri. Já já, bara senda demó snældu einhvert til usa, með 100 orða lýsingu á bandinu, nafni hljómsveitar, mynd, contact nafni og heimilisfangi og símanúmeri. Senda 75$ með fyrir fyrsta laginu og svo 50$ fyrir næstu lögum.
Svo þurfti ,,bara" að bíða í um 2 vikur og hljómsveitin þín myndi birtast á vefnum þeirra www.showcast.com og yrði svaka auglýsing fyrir þig og bandið þitt.
,,your music will be instantly available to music publishers, A&R reps, radio stations, booking agents etc all over the world"
Vá, þvílíkt tækifæri.
Svo eru slóðir alltaf gefnar upp með öllu draslinu
http://www.showcast.com
Brilliant
Saklausir internet tímar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2012 | 08:52
Collectors Items
Ég trúi ekki eigin láni!
Ég fékk heilan kassa af gömlum gítarblöðum sem einhver gaur hafði fundið uppá háalofti.
Þetta eru aðallega blöð frá 1991 og svo alveg til ´96
Þarna er ég kominn í álnir
Sannkallaðir gullmolar því maður er að lesa um fyrstu viðbrögð fólks og viðtökur við skífum eins og:
Nevermind með Nirvana
Ten með Pearl Jam
Black album með Metallica
BSSM með RHCP
Use Your Illusion 1&2 með GNR
Gish með Smashing Pumpkins
Ég mun sennilega aldrei henda þessum eintökum. Finnst í raun sögulegt að eiga þessi blöð og lít á þau sem collectors items.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2012 | 21:10
Side chain
Var að læra að side-chain-a í Cubase.
Búið ykkur undir að danssalir Reykjavíkur fyllist innan skamms!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2012 | 08:57
Ósáttur
Ég er gríðarlega ósáttur við að vera ekki enn búinn að vinna neitt í lottó!
Þetta jaðrar við að vera ósanngjarnt
Kæri þetta til jafnréttisráðs á næstu vikum ef þetta lagast ekki
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2012 | 08:56
Nýr heimur
Ekki veit ég hvort þetta sé normið en það er bókstaflega allt að gerast.
Á þessu rúmlega ári síðan ég byrjaði að fylgjast með gítörum, upptökubúnaði og pedulum þá finnst mér eins og það hafi orðið gríðarleg þróun á mjög skömmum tíma.
Er ég bara að detta inn í þetta á skemmtilegum tíma eða hvað?
Varla er þetta alltaf svona!
Venjulegur gítar hætti að vera bara venjulegur og varð:
-Gítar sem maður plöggar beint í tölvu með usb til að taka upp
-Gítar með innbyggðum effektum
-Gítar sem stillir sig sjálfur. Auto-tune gítar, bara ýtá takka og málið dautt
Venjulegur pedall hætti að vera bara venjulegur og varð:
-Multi effekt. ok, löngu komið á markað en þróunin núna hefur tekið kipp og þetta er ekki lengur algjört nó nó. Orðið mun meira mainstream og meira notagildi. Zoom G3
-Dokka sem maður húkkar iPad á og notar app til að stjórna effektunum. Digitech Ipb-10.
-Stakur pedall sem maður plöggar í tölvu og getur forritað með hvaða hljóði sem er. Digitech iStomp og TC Electronic Flashback delay.
-Stilligræja þar sem nóg er að strömma öllum strengjum í einu og pedallinn les hvort allt sé í tjúni. Polytune frá TC Electronic
Venjulegur upptökuferill hætti að vera bara venjulegur og fór úr því að þurfa að mæta í rándýrt stúdíó og kaupa þér tæknimann sem plöggar gítarnum þínum í græjur og maður tekur lámark 2-4 vikur í upptökur. Bara upptökur.
Yfir í......að geta niðurhlaðið upptökuforriti í tölvuna þína, plöggað gítar beint í og tekið upp, heima í stofu. Notað öll þau milljón forrit sem í boði eru eins og Guitar Rig 5, Amplitude og fleiri til að lita hljóðið og skapað í raun hvaða hljóð sem er.
Þó ber að minnast á að varðandi þetta upptökuferli, þá fer gríðarlegur tími í að læra á þetta og það þýðir ekkert að ætlast til að upptökur í heimahúsi verði nokkurn tíman jafn góðar og hjá fagmanni í stúdói. Ekki fyrr en maður er kominn með nokkur ár í reynslu allavega.
Er að fylgjast með NAMM 2012 sem er árlegt festival þar sem fyrirtæki kynna nýjungar í þessum heimi.
Gríðarlega sáttur við allt sem er að gerast
Ef bara maður ætti nú pening til að kaupa eitthvað af þessum græjum
LOTTÓ!!!!!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2012 | 07:54
Nokkuð til í þessu
Bloggar | Breytt 19.1.2012 kl. 17:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 5
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar