Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

TIGER

Ég myndi segja að það sem heldur aðallega aftur af Tiger eru þessi eilífu vonbrigði sem hann verður fyrir ef kúlan gerir ekki nákvæmlega eins og hann vill

Kannski skiljanlegt miðað við alla þá pressu sem hann elst upp við

Ef ég mætti gefa honum bara eitt ráð þá væri það að láta slæm högg ekki fara jafn mikið í taugarnar á sér

Hann virðist vera mun skárri í þessu núna í þessu móti

Klárlega tekið sig á

Kannski sigrar hann í kjölfarið

Who Knows?

Who Knew?


ROCK

Það er mikið fjör hér í Golfskálanum í dag

Mun vinna frá 11-16

Er með líters kókómjólk á könnunni, tónlist á fóninum og Tiger, ROBERT ROCK og Rory í beinni!

Gerast ekki betra

Held að SJÁLFsögðu með mínum manni

ROBERT ROCK!!!!!!!!

var ég búinn að segja ykkur hversu svalur þessi gaur er?

Hann er sennilega eini kylfingurinn sem neitar að vera með húfu fulla af sponsum og fyrirtækjamerkjum. Er bara með þykkan makka af rokkara hári og tekur ekki þátt í þessari vitleysu. Treystir frekar á að peningur komi inn um lúguna miðað við frammistöðu í mótum.

.......og svo heitir hann

ROBERT ROCK

Bless í bili

ROBERT ROCK


Fjör

Fórum á Pítsa Hut og svo Skemmtigarðinn í eftirrétt.

Stór pítsa plús gos kostar þar hvorki meira né minna en 6500kr

Svo var þetta ekkert einu sinni súper gott

Sebas er búinn að læra að vera þakklátur fyrir að vera í skemmtigarðinum
Hann kvartar ekkert þegar ég slít fjörinu og við þurfum að fara.

Verður bara pínu down, en ekkert í fýlu. Bara skiljanlegt.

Svo ætlaði ég í sleggjuna en við nenntum ekki að bíða. Tek hana kannski á morgun


Metallica = Family Guy?

Ef Metallica væri teiknimyndaþáttur þá væru þeir Family Guy

Það er komin út ný EP skífa frá þeim sem samanstendur af 4 lögum sem voru rejects af Death Magnetic

Ég var að fatta að mér finnst þetta í raun hlægilegt

Vegna þess að þeirra stíll er að henda bara í sirka 70 random riff og kalla lag

Ekki ósvipað og Family guy sem er með allskonar random flashback stöff í gangi

Munurinn er sá að Family guy er skemmtilegt en ekki þetta stöff frá Metallica

Intró yfir í Riff yfir í hraðabreytingu inn í annað riff yfir í annað riff aftur hraðabreyting yfir í annað riff. Kannski komnir inn í mín 2 á þessum tímapunkti og splæsa því í endurtekningu á fyrsta riffinu. Svona gengur þetta í 6-8 mín með annað hvort hægum break kafla eða þá thundering gítarsólói, oft bæði. Þeir reyna svo að binda þetta saman í lokin með því að detta inn í endurtekningu á einhverju riffi og case closed .Lag!

Þetta er ágætt dæmi um nánast komplítlí random riff fram og tilbaka 

Þegar þeir hafa einhvern smá strúktur í þessu þá loksins fáum við ágætt lag (takið eftir 0:45, hvernig hann syngur með gítarnum á 1:17 og svo 1:31) Gott stöff hér að neðan

 
Æji....ég veit ekki....kannski þarf maður bara að hlusta á þetta oftar til að sjá eitthvað úr þessu.
 
Þeir verða alltaf Likkan sem ég ólst upp við.  Væri bara mikið til í að fá stundum að spjalla við þá og geta stjórnað hvernig þeir raða saman þessum hugmyndum sínum.  Nokkurskonar Puppet master. Myndi stytta öll lög um 3-4 mín, hækka í bassanum, setja múl á Lars og banna öll samskipti við Lou Reed.

OPIÐ

Er í vinnunni

Kom úr innstu iðrum Grafarholts og það er bara hreinlega ekkert á götunum!

Um hvað eru allir að tala?

Jón Gnarr klárlega að standa sig í mokstrinum

Það er allavega opið hér í Golfskálanum og tuttugasti viðskiptavinurinn fær ókeypis gítarsóló í vinning


æaksjdæflaksjdlæfk

Ég var með ENGA tölu rétta í víkingalottó

FOOOOOOOOOOOOOOOOOKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKKK


listin að vera að norðan

Allir fastir út um allan bæ!

Shiiiiiii

Mun mjög sennilega bruna framhjá þessu fólki á sirka 96km hraða án vandræða

Enda er ég að norðan


Hæ Fæ

Það er aldrei lognmolla í kringum Sebas

Var að komast að því að afmælisdagurinn hans, 19.apríl, lendir akkurat á ,,The national High Five day"

Djöfull verður gaman þá

p.s. hef verið að þjálfa hann í high five lengi. Síðasta kennslan fólst í því að slá ekki alltaf bara fast. Hann nefnilega dúndraði alltaf og hélt að það væri málið til að lúkka vel. Núna fyrir skemmstu ákvað ég sem sagt að taka á móti því með pínu dúndri líka. Þetta varð þéttingsfast high five og greyið kallinn fór að gráta.

Það má segja að þetta hafi verið lokakennslan í High Five.

Núna er hann útskrifaður í þessari list.


and always remember......

.......if you ain't first, you're last!

 

 

 

 

 

 

(c)(Tallageda nights) 


listin að elska

Í staðin fyrir að segja ,,mér líkar þetta ekki" eða ,,ég fíla ekki...." þá segir Sebastian yfirleitt

,,Pabbi, ég elska ekki....."

Eins og í dag þá sagði hann ,,ég elska ekki þessa peysu"

Hún var fjólublá

Ég skildi hann vel

Ég hef reynt að leiðrétta þessa ofnotkun á ,,elska" orðinu en honum er alveg sama.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband