Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
22.7.2010 | 22:18
1.dagur Íslandsmóts Gsí
Ég spilaði vel á fyrsta degi Íslandsmótsins. Kom inn á +4 sem er lækkun um 0.2
Allt glimrandi nema að púttin vildu bara ekki detta. Púttin ekkert léleg heldur var bara óheppinn. Stundum er það bara þannig.
Á tveim holum var kúlan að renna örugglega í holu þegar steinn afvegaleiddi kúluna. Mjög svekkjandi. Ég fór samt alltaf vel yfir línuna og tékkaði á steinum. Yfirsást þessir tveir.
Ásinn var smokin heitur. Nelgdi til að mynda 50m frá gríni á átjándu. Easy fugl.
Það var 60 mín seinkun í dag. Ég byrjaði sirka 14:40 og kom inn kl 19:30. Beta var sennilega þreyttari en ég enda erfitt að draga settið upp og niður þessar hæðir á Kiðjabergi.
Fórum í pottinn á Minni Borgun eftir hringinn. Grilluðum svín og erum núna á leiðinni í háttinn.
Á teig kl 9:10 á morgun. Vakna 7 og mættur kl 8:10.
Fylgist með stráknum á www.golfheimar.is/live
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.7.2010 | 21:10
Íslandsmótið að byrja
Kylfurnar voru þvegnar fyrir fyrsta stigamótið í eyjum í byrjun sumars. Þær fengu aftur þvott núna fyrir þetta stærsta mót sumarsins.
Íslandsmótið í golfi
Það byrjar á morgun og ég á teig kl 13:40
Við erum búin að pakka öllu lauslegu og erum til í ferðalagið á morgun.
Gistum svo í sumarbústaðnum. Sennilega alla dagana.
Það spáir fínu veðri. Pínu vætu og smá vindi. Nkl það sem læknirinn pantaði.
Kem með update á gengið annað kvöld. En áhugasamir geta að sjálfsögðu fylgst með þessu í semí beinni á www.golfheimar.is/live
Skorið verður uppfært á þriðju braut, sjöundu braut, níundu braut, sennilega tólftu braut, sennilega fimmtándu braut og svo í klúbbhúsi.
Gangi mér vel
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010 | 21:03
Ný Tíðindi
Ný tíðinda af fluginu! Pabbi fékk varahluti og límdi saman vélina. Hún er sem ný. Við bíðum nú báðir spenntir eftir næstu viku til að prófa að fljúga henni á ný.
The Warhawk mun fljúga á ný!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010 | 13:39
Flug
Fórum út á tún að fljúga vélinni hans pabba. Það tók okkur uþb 3 mín að brotlenda henni.
Hún er óflughæf eftir tvö flug.
Fyrsta flugið var nokkuð gott en því miður lenti hún á malbikaðri gangstétt og straukst við ljósastaur. Bara smá rispur.
Annað flugið fór ver. Hún fór beint upp í loft og kom svo beint niður. Beint á hreyflana. Og braut þá.
Þetta voru samt fáránlega skemmtilegar 3 mínútur. Adrenalín rush dauðans.
Bjóst ekki við því að hún færi svona hratt.
Ég hélt á henni og pabbi setti í gang. Þá byrjaði hún að toga vel í og ég henti henni smá áfram og hún rauk upp í loft. Með ofangreindum árangri.
Hann þarf klárlega að láta sýna sér betur á hana. Og æfa sig meira.
Spurning hvort hægt sé að kaupa varahluti í þetta kvikindi. Ef ekki þá var þetta rúmlega 10þ kall mínútan. Stútfull af adrenalíni og skemmtun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010 | 13:34
Landslide
Vil vekja athygli á að undirritaður er með helming allra atkvæða í kosningunni hér til hliðar á þessum tímapunkti. Ég gat svo sem sagt mér þetta sjálfur.
50% atkvæða komin í hús til kjellsins.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010 | 10:21
fljúga
Ég og pabbi erum að fara fljúga fjarstýrðu flugvélinni. Hún heitir Warhammer P40 eða eitthvað álíka.
Ætlum að prófa hér í garðinum, sem er frekar stór.
Tí hí, mig/mér/ég hlakkar svo til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.7.2010 | 10:15
Ný könnun
Hver verður Íslandsmeistari um helgina?
Vote for Pedro
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2010 | 15:40
Operation Kiðjaberg T-Minus einn og hálfur dagur and counting
Fór síðasta æfingahringinn fyrir Íslandsmótið í morgun. Fór með Henning og Hauknum. Solid teymi.
Þvílíkur munur að hafa farið einn hring í viðbót. Finnst ég þekkja völlinn mun betur í dag heldur en í gær.
Ég spilaði á fyrstu holustaðsetninguna og gekk bara vel. Rustí í byrjun útaf því að ég hitaði ekkert upp en wha-evs.
Týndi bara einum bolta. Þökk sé Hauknum sem stóð svo sannarlega undir nafni. Þessi gæji finnur alla bolta.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.7.2010 | 15:32
rástímum breytt
Ég fer út kl 13:40 á fimmtudaginn og svo kl 9:10 á föstudaginn. Gsí eitthvað að klúðra hlutunum. Enda var þetta ekki eðlilegt. Að fara á sama tíma út báða dagana.
Það er basic að á Kiðjabergi er logn eða minni vindur fyrir hádegi og svo nánast alltaf rok eða mikill vindur eftir hádegi.
Ég hefði verið í frekar miklum skít ef ég hefði farið báða dagana út eftir hádegi.
Betra svona.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
20.7.2010 | 07:06
Bíó rýni
Fórum á Shrek 4 í 3D.
Hún er fín afþreying. Ég hló allavega.
Non brainer.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 153540
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar