Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

1.dagur Íslandsmóts Gsí

Ég spilaði vel á fyrsta degi Íslandsmótsins. Kom inn á +4 sem er lækkun um 0.2

Allt glimrandi nema að púttin vildu bara ekki detta. Púttin ekkert léleg heldur var bara óheppinn. Stundum er það bara þannig.

Á tveim holum var kúlan að renna örugglega í holu þegar steinn afvegaleiddi kúluna. Mjög svekkjandi. Ég fór samt alltaf vel yfir línuna og tékkaði á steinum. Yfirsást þessir tveir.

Ásinn var smokin heitur. Nelgdi til að mynda 50m frá gríni á átjándu. Easy fugl.

Það var 60 mín seinkun í dag. Ég byrjaði sirka 14:40 og kom inn kl 19:30. Beta var sennilega þreyttari en ég enda erfitt að draga settið upp og niður þessar hæðir á Kiðjabergi.

Fórum í pottinn á Minni Borgun eftir hringinn. Grilluðum svín og erum núna á leiðinni í háttinn.

Á teig kl 9:10 á morgun. Vakna 7 og mættur kl 8:10.

Fylgist með stráknum á www.golfheimar.is/live


Íslandsmótið að byrja

Kylfurnar voru þvegnar fyrir fyrsta stigamótið í eyjum í byrjun sumars. Þær fengu aftur þvott núna fyrir þetta stærsta mót sumarsins.

Íslandsmótið í golfi

Það byrjar á morgun og ég á teig kl 13:40

Við erum búin að pakka öllu lauslegu og erum til í ferðalagið á morgun.

Gistum svo í sumarbústaðnum. Sennilega alla dagana.

Það spáir fínu veðri. Pínu vætu og smá vindi. Nkl það sem læknirinn pantaði.

Kem með update á gengið annað kvöld. En áhugasamir geta að sjálfsögðu fylgst með þessu í semí beinni á www.golfheimar.is/live

Skorið verður uppfært á þriðju braut, sjöundu braut, níundu braut, sennilega tólftu braut, sennilega fimmtándu braut og svo í klúbbhúsi.

Gangi mér vel


Ný Tíðindi

Ný tíðinda af fluginu! Pabbi fékk varahluti og límdi saman vélina. Hún er sem ný. Við bíðum nú báðir spenntir eftir næstu viku til að prófa að fljúga henni á ný.

The Warhawk mun fljúga á ný!


Flug

Fórum út á tún að fljúga vélinni hans pabba. Það tók okkur uþb 3 mín að brotlenda henni.

Hún er óflughæf eftir tvö flug.

Fyrsta flugið var nokkuð gott en því miður lenti hún á malbikaðri gangstétt og straukst við ljósastaur. Bara smá rispur.

Annað flugið fór ver. Hún fór beint upp í loft og kom svo beint niður. Beint á hreyflana. Og braut þá.

Þetta voru samt fáránlega skemmtilegar 3 mínútur. Adrenalín rush dauðans.

Bjóst ekki við því að hún færi svona hratt.

Ég hélt á henni og pabbi setti í gang. Þá byrjaði hún að toga vel í og ég henti henni smá áfram og hún rauk upp í loft. Með ofangreindum árangri.

Hann þarf klárlega að láta sýna sér betur á hana. Og æfa sig meira.

Spurning hvort hægt sé að kaupa varahluti í þetta kvikindi. Ef ekki þá var þetta rúmlega 10þ kall mínútan. Stútfull af adrenalíni og skemmtun.


Landslide

Vil vekja athygli á að undirritaður er með helming allra atkvæða í kosningunni hér til hliðar á þessum tímapunkti. Ég gat svo sem sagt mér þetta sjálfur.

50% atkvæða komin í hús til kjellsins.


fljúga

Ég og pabbi erum að fara fljúga fjarstýrðu flugvélinni. Hún heitir Warhammer P40 eða eitthvað álíka.

Ætlum að prófa hér í garðinum, sem er frekar stór.

Tí hí, mig/mér/ég hlakkar svo til.


Ný könnun

Hver verður Íslandsmeistari um helgina?

Vote for Pedro


Operation Kiðjaberg T-Minus einn og hálfur dagur and counting

Fór síðasta æfingahringinn fyrir Íslandsmótið í morgun. Fór með Henning og Hauknum. Solid teymi.

Þvílíkur munur að hafa farið einn hring í viðbót. Finnst ég þekkja völlinn mun betur í dag heldur en í gær.

Ég spilaði á fyrstu holustaðsetninguna og gekk bara vel. Rustí í byrjun útaf því að ég hitaði ekkert upp en wha-evs.

Týndi bara einum bolta. Þökk sé Hauknum sem stóð svo sannarlega undir nafni. Þessi gæji finnur alla bolta.


rástímum breytt

Ég fer út kl 13:40 á fimmtudaginn og svo kl 9:10 á föstudaginn. Gsí eitthvað að klúðra hlutunum. Enda var þetta ekki eðlilegt. Að fara á sama tíma út báða dagana.

Það er basic að á Kiðjabergi er logn eða minni vindur fyrir hádegi og svo nánast alltaf rok eða mikill vindur eftir hádegi.

Ég hefði verið í frekar miklum skít ef ég hefði farið báða dagana út eftir hádegi.

Betra svona.


Bíó rýni

Fórum á Shrek 4 í 3D.

Hún er fín afþreying. Ég hló allavega.

Non brainer.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 153155

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband