Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Bloggsvarinn

Hæ við erum Siggi og Beta. Við erum ekki við í augnablikinu því við erum farin í roadtrip út á nes. Snæfellsnes! Vinsamlegast leggið inn skilaboð eftir tóninn. Bíp

Ferðin í bíó

Ætluðum í bíó í gær. Allt uppselt í Álfabakka kl 22 þannig að við rétt náðum síðustu miðunum í kringlunni. Jei.

Þetta var sirka kl 20 og því tveir tímar í myndina. Við tók afslöppun og hún varð svo mikil að við sofnuðum bæði. Vorum í djúpum REM svefni þegar síminn hringdi kl 21:50!

Við stukkum upp og hlupum út til að ná bíóinu. Þegar við mættum þá var salurinn stútfullur.

Samt voru nokkur sæti laus á stangli og ég fór í málið. Spurði hina og þessa hvort þetta væri nokkuð frátekið. Allt frátekið. Svo sá ég tvö djúsí sæti laus þarna inn á milli og færði mig nær.

Biggi í Maus sat þar við hlið og ég brosti til hans mínu blíðasta. Nei, hann sagði að þessi væru líka frátekin.

DEM! einu lausu sætin voru á fremsta bekk. Við settumst því þar. Ömurlegt. Fékk instantlí þennan líka rokkna hálsríg. Ég þurfti actually að hreyfa hausinn til að sjá allan skjáinn.

Þarna niðrí á fremsta bekk var líka þessi viðbjóðslega mannslykt. Ekki beint svitalykt(ekki nógu súr) heldur svona lykt sem kemur af einbúum eða eitthvað álíka. Frábært.

Í hléi þá fannst mér þetta ekki ganga lengur og við biðum efst í salnum eftir að myndin byrjaði aftur og bara chilluðum þar í tröppunum.

Ég sat á gólfinu og beta á sirka 30 af þessum hörðu bláu sessum sem voru uppstaflaðar þarna efst.

Það var fínt. Fín upplifun.

Svo var mér litið yfir salinn eftir sirka 5 mín. Hvað er það fyrsta sem ég sá.....tvö laus sæti á efsta bekk, hlið við hlið. Á besta stað.

Mér fannst þetta svo mikil móðgun við mig, svo mikil svívirðing að ég vildi ekki setjast í þessi fokkin sæti. Ekki séns.

Það var fínt að vera bara í tröppunum.

Ó by the way....bitchin mynd.


INCEPTION

Vorum að koma af Inception í bíó. Leo Dicaprio og Juno stelpan.

Nei, nei, nei, nei, treystu mér! ÞÚ VERÐUR að sjá þessa mynd!

Við erum að tala um að eftir nokkra daga í sýningu þá er hún STRAX komin í fyrsta til þriðja sætið yfir all time bestu myndir á IMDB.com

9.1 í einkun. Sama einkun og Shawshank redemption og Godfather 1 sem eru í fyrsta og öðru sæti.

Hún er ÞAÐ góð.

Besta mynd sem við höfum séð í háa herrans tíð. Beta nefnir árið 1999 og the sixth sense en ég nefni árið 2000 og myndina Memento.

Gæinn sem gerði þessa mynd, Christopher Nolan, gerði einmitt Memento, The Dark Night(batman) og fleiri góðar myndir. Bulletproof gæji.

Ég gef þessari mynd 5 af 5 í einkun.


yr.no

Ég bauð Betu út að borða á Ítalíu í gær í tilefni dagsins. Hafði ekki komið þangað í allavega 8 ár eða svo. Hann er ennþá kósí. Soldið heitt þarna inni en annars helvíti fínt bara.

Manni er alltaf gefinn svo mikill matur. Við tókum doggybag með okkur heim.

Við vorum frekar þreytt eftir helgina og allt þetta mótastúss. Mjása var alveg sama. Hann sá um að sínir vöknuðu á réttum tíma.

Annars er þessari skoðanakönnun hér til hægri lokið. Ég er gífurlega ánægður með niðurstöðurnar og er frekar tregur að taka hana niður.


Beta

Beta á afmæli í dag. Hún lengi lifi. Húrra. Húrra. Húrra.

4.dagur Íslandsmóts Gsí

Endaði mótið á +30 eftir +10 dag í dag. Það gékk vel á fyrri níu þar sem ég m.a. vippaði oní og slíkt.

Svo missti ég aðeins dampinn á holum 14-16. Tók +5 á þessum þrem brautum. Sló í tréin vinstra megin á fjórtándu og lenti í veseni. dobbúl. Sló svo bolta út í Hvítá á fimmtándu, tók varabolta og fékk fugl á hann, sem sagt skolli á fimmtándu. Missti svo járnahöggið upp í vindinn á sextándu og endaði vinstra megin fyrir ofan grínið. Versti staðar ever. Dobbúl.

Hélt svo haus á tveim síðustu og endaði á tveim pörum.

Ég endaði í 43.sæti af 121 keppendum. Miðað við óbreytta stöðu þá stóð ég í stað í forgjöf sem er alltaf gott í svona stóru móti við þessar aðstæður.

Ég vil nota þetta tækifæri og þakka Betu fyrir hjálpina. Ómetanlegt að hafa heimsklassa kaddí á svona erfiðum velli. Ekki bara til að ýta kerrunni heldur líka fyrir andlegan stuðning. Minna mann á allskonar heilaleikfimi sem fer fram í svona móti.

Svo var líka bara svo helvíti gaman að hafa hana með.


3.dagur Íslandsmóts Gsí

Spilaði ágætt golf í dag. Engin vandræði nema á þriðju þegar ég fór 2cm inn í rautt og fékk viðbjóðslega legu hægra megin við grínið.

Annað var bara normalt og áreynslulaust.

Náði bara ekki alveg að skora völlinn nógu vel, eins og sagt er. Datt ekki alveg fyrir mig.

+7 í dag sem er á gráu svæði. 35 punktar og hvorki hækkun né lækkun.

Endaði á klaufa þrípútti og er enn pirraður yfir því.

+4, +9 og +7 er bara fínt. Pínu betri en normið á fyrsta degi, pínu verri en normið á öðrum degi og Normal Jónsson á þriðja degi.

Ég og Kjarri erum báðir á +20 í heildina og erum í 38.sæti.

Spilum líklega saman á morgun aftur. Sem er gott. Klassi að spila með honum.

Ég er +11 á holum 10-13 og sirka +6 á holum 2-3. Klárlega hægt að bæta sig þar. Ótrúlegt með þessar 10-12, það er svo auðvelt að fá skolla á þær.

31 pútt í dag sem er bæting um 6 pútt frá því í gær. Jákvætt.

Fer út líklega í kringum 11 leytið á morgun og klára um kl 16.


Papparazzi

Ég og Beta á forsíðu Kylfings.is

Náttla fallegasta myndin.

tékkið á því á eftirfarandi slóð

http://kylfingur.vf.is/frettir/15051/N%C3%BDtt_myndasafn_fr%C3%A1_Ki%C3%B0jabergsvelli/default.aspx


2.dagur Íslandsmóts Gsí

+9 í dag á pirrhring of the decade. Mér fannst ég vera óheppinn í dag. Pútta í boltaför og slíkt eftir að hafa grandskoðað línuna í leit að steinum.

Fékk dobbúl á annari eftir þrípútt. Þessi holustaðsetning var náttla vissjuslí erfið.

Það kom rosalega mikill vindur þegar við vorum á sirka sjöttu braut. Mótvindur, og að slá á þeirri sjöundu var hreint hell. Ég tók högg dagsins og actually hitti grínið en hélt upp á það með rútín þrípútti.

Var +3 eftir níu sem var gott skor í þessum vindi.

Svo slæddist einhver pirringur í mig eftir röð af óheppni(já, óheppni, hefur ekkert með golfgetuna að gera). Þessi pirringur hjálpaði náttla ekki og ég tók bógí rönn á þetta. Fimm yfir á fjórum holum.

Beta skammaði mig og ég rankaði soldið við mér og endaði þetta með reisn.

Drævaði næstum því inn á grínið á átjándu aftur. Pútt fyrir fugli lenti aftur í boltafari. Jei. Til hamingju heimur með að vera vangefinn! Ekkert lítið pirraður.

monstrus 37 pútt í dag. Það hlýtur að vera heimsmet í fjölda pútta. Ekkert sem sullaðist ofan í.

Það hlýtur að koma á morgun. Ég er á samtals +13 höggum og mun enda í sirka 38.sæti í lok dags af 124 sem byrjuðu. Náði köttinu, enda aldrei hræddur við það.

Mótið hálfnað og núna er bara að halda áfram að spila gott golf og hafa gaman af þessu. Þrátt fyrir smá pirr í dag þá skemmti ég mér óheyrilega vel með Betu. Hún er hinn fullkomni kaddí.

Fórum í pottinn eftir hringinn og slörfuðum Mango Chutney kjúkling í okkur í bústaðnum. Áfram við!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 6
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 6
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband