Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010

Kúla

Ég fjárfesti í 12 stykkjum af Srixon Z-Urc fyrir mótið. Þessi kúla er Titleist Prov1 fátæka mannsins að sögn.

Helmingi ódýrari.

Svipuð kúla samt bara tveggja ára gömul hönnun. Endist sennilega bara skemur.

En eins og Davíð, sem seldi mér kúlurnar sagði, maður verður sennilega löngu búinn að týna þeim út í runna áður en þær eyðast upp.


Stabíll

Mótið ekki byrjað en kjeppinn samt strax að sýna fádæma stöðuleika.

Ég verð ræstur út kl 13:40 báða dagana!

Þvílíkt stabíll náungi á ferð.

Gott veganesti.


Gelfoss

Spilaði Kiðjaberg í gær með Betu,Kjarra,Tomma og Bjarka. Völlurinn er fínn en grínin bara ágæt. Þau voru mun betri fyrir nokkrum vikum.

Tommi átti afmæli í gær ásamt pabba sínum. Þeir buðu okkur því í köku og mjólk eftir hringinn. Vel þegið eftir erfiðan hring.

Ég og Beta fórum svo á Hnakkafoss og fengum okkur Hlölla enda klukkan orðin næstum 20.

Í dag verður afslöppun. Slæ samt nokkrum fötum og æfi pútt og vipp.

Á morgun er svo aftur æfingarhringur út á Kiðjabergi. Svo afslöppun á miðvikudegi.

Svo mót fimmtudag til sunnudags. Í riginingu og roki. Verður ekki betra.


Piz Buin

Búinn að smyrja nesti og bera á mig sólarvörn!

Talandi um sólarvörn.

Ég nota Piz Buin númer 30.

Leche solar (sólarmjólk) sem segist vera ,,Sahara tested"!

Ég meina.....það verður ekki betra en það.

Testað í Sahara eyðimörkinni!

Piz Buin nr 30 leche solar sahara tested.

The ultimate sólarvörn.


Prump

Ég á við vandamál að stríða. Það háir spilamennsku minni á vellinum.

Ég prumpa of oft!

Við erum búin að einangra þetta niður í að ég drekk óeðlilega mikla mjólk.

Það er ekkert verra en að standa yfir kúlunni og þurfa að hætta við og byrja upp á nýtt útaf því að þér er mál að prumpa.

Maður reynir að læða prumpinu út en oftast heppnast það ekkert of vel.

Let's face it. Prump er fyndið. Sennilega vanmetnasti hluturinn sem kemur út úr þér.

Við vorum stödd á sjötta teignum í gær og ég þurfti enn og aftur að bakka út úr stöðunni og prumpa. Þeim fannst það fyndið og þegar ég fór aftur yfir kúluna þá var Beta enn hlæjandi. Ég þurfti því aftur að standa upp úr stöðunni og ná áttum.

Í þriðja sinn yfir kúlunni náði ég að taka höggið en þetta var sennilega erfiðasta högg hringsins. Ég heyrði hláturinn í Betu í högginu.

Höggið heppnaðist samt vel og ég náði pari.

Jú, prump er gleðigjafi en er samt truflandi út á velli. Spurning um að kötta soldið á mjólkina.


Wake up Boo

Sumarið er tíminn eins og skáldið sagði.

Við sváfum út til 9!

Hitti svo strákana í Norðlingaholti á hádegi og saman förum við á Kiðjaberg að spila þetta monster.

Markmið.....+2

Markmið II.....ekki brenna í haug


heppinn

Fór á verðlaunaafhendinguna og var dreginn fyrstur út í vinningum. 5000kr gjafabréf í Erninum golf. Ekki slæmt.

Á þar núna um 30þ bökkarúnís sem munu nýtast í annað hvort nýja skó, regnjakka eða eitthvað annað stöff.

Ég, Kjarri, Tommi og Bjarki tökum svo Kiðjaberg á morgun kl 13:40

Í brjálað góðu verði. 19 á ceslíus og 1 metri á sek....ekki að hata það.

Spurning um að skella smá Piz Buin á smettið á sér.


Gott golf

Tók fínan hring í morgun. +2 og 38 punktar. Lék fínt golf þar sem ég fékk bara þrjá skolla og fjóra fugla. Hins vegar fékk ég einn tripple á sjöundu þar sem ég fór í allar hindranir sem voru í boði. Aðkomuvatn, tjörn, bönker.

29 pútt, 12 gir og 9 brautir hittar.

Fá-rán-lega gott veður. Sennilega það besta í sumar. Við tókum fallegan gullbrúnan lit í sólinni. Kannski meira út í kúkabrúnt samt.

Frábær dagur.


Eiturlyf

Þetta er að gera allt vitlaust í hlandaríkjunum um þessar mundir. Digital drugs. Þeir segja að ef maður hlusta á þetta liggjandi með heyrnartól þá komist maður í vímu. Ég tékkaði á fyrstu 10 sek og fékk klárlega dofa í vinstri hönd.  

Spurning hvað þetta gerir fyrir golfspilamennskuna.


stikk

Mót klukkan 8:50. Beta kaddar. Frábært veður. Gaman. Jei. Bæ.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 153211

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband