Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2010
16.7.2010 | 11:02
...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2010 | 00:13
Grafarvogslaug og Sebas
Við feðgarnir fórum í Grafarvogslaug í dag. Vorum þar í tvo tíma. Fín laug. Sæmilega snyrtileg aðstaða og layoutið fínt.
Þessi laug fær 3 og hálfa klórtöflu af 5.
Gott veður og pungurinn var óstöðvandi í að henda sér fram af bakkanum í allskonar stellingum, öskrandi ,,Beta Búkalú" og Beta skúbídú" einhverra hluta vegna.
Svo var flott barna rennibraut sem var soldið extreme fyrir ungu börnin. Þeim mun skemmtilegra fyrir Sebas sem er óður í vatnið.
Kom mér eiginlega soldið á óvart hve frakkur hann er.
Við lokuðum þessari miklu sundlaugarviku í innilauginni þar sem hann stóð uppi á bakkanum og hendi kút upp í loft og ég var í lauginni og átti að dúndra hinum kútnum í hans kút, á flugi. Það þótti honum fáránlega skemmtilegt. 20 mín sem fóru í það.
Hann fékk svo að fara í fyrsta sinn einn út í garð að leika við börnin eftir kvöldmat. Svaka móment.
Maður sjálfur smá nervus og slíkt. Ég fylgdi honum út og hljóp svo upp á svalir til að fylgjast með honum í laumi. Nei, nei, þá var hann strax kominn í leik með 5 ára guttum. Hann sá um að ýta þeim til og frá og þeir þóttust detta á dramatískan máta. Hrókur alls fagnaðar!
Svo kíkti ég aftur eftir smá. Minn maður farinn að taka handahlaup og enda í kollhnís!
Rólegur T-Pain!
Þetta var minnsta mál í heimi fyrir hann. Svo kallaði hann bara í mig eftir um klukkutíma og vildi koma inn og drekka mjólk OG vatn.
Bloggar | Breytt 15.7.2010 kl. 23:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2010 | 11:19
Þessi ,,what's in the box" sena er kannski ekkert síðri en Pitt
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2010 | 11:18
Pabbi sextugur
Öll fjölskyldan var samankomin í lundinum í tilefni sextugsafmælis pabba í gær.
Við gáfum honum fjarstýrða flugvél. Alvöru leikfang. Hann má ekki fljúga henni í þéttbýli! Þú veist að þú ert með skemmtilegan hlut þegar ekki má nota hann í þéttbýli. TÖFF!!!!
Hann er náttla gamall flugáhugamaður. Átti tvær cessnur á sínum tíma. TF-UGL og TF-KEF. Svo er hann mikill tækjakall líka þannig að þetta var fullkomin blanda held ég.
Vorum í vandræðum með hvað við ættum að gefa honum en Betu datt þetta í hug á síðustu stundu.
Mig hlakkar líka sjálfum til við að prófa vélina. Spurning um að fara upp í heiðmörk eða eitthvað og testa kvikindið.
Þetta er samt ekkert auðvelt. Maður verður að vita hvað maður er að gera. Tékka flappsana eða eitthvað shit.
Fjarstýringin var jafn dýr og vélin. Massa klumpur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2010 | 11:06
Opna Breska
Happy happy joy joy.....er að horfa á Opna Breska í beinni á skjá einum. Gleði gleði.
Daly góður, Rory góður, Tiger fínn. Allt að gerast.
Robert Rock var líka solid á -4.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.7.2010 | 00:05
Ein besta lokasena í kvikmynd ever!
Bloggar | Breytt 14.7.2010 kl. 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
14.7.2010 | 22:44
Gagnrýni
Fórum í árbæjarlaug í gær. Hún var fín. Snyrtilegt búningsherbergi og ágætis leiksvæði fyrir börnin í vatninu.
Þessi laug fær 3 af 5 klórtöflum fyrir.
Fórum svo í dag út á Álftanes í nýju laugina þar. Hreinlætið þar var fínt. Ágætur klefi en asnalega hannaður.
Layoutið á sundlauginni var samt það heimskulegasta sem ég hef séð. Það mætti halda að þetta crap svæði hafi allt verið byggt upp í kringum rennibrautina og ekkert meira pælt í þessu.
Svo var öldusundlaugin náttla crap. Ekkert varið í þetta.
Núll skemmtun fyrir þriggja ára gutta. Bara einhverjar sækó fötur sem sturta vatni úr sér á x mínútna fresti og einn ormur sem spýtir vatni. Lame. Ekki einu sinni rennibraut fyrir krakkana sem ekki hafa náð aldri til að fara í stóru.
Þessi shittí laug fær 1 klórtöflu af 5 í klórtöflugjöf Sigursteins.
Förum sennilega bara í laugardalslaugina á morgun. Eða eitthvað. Kannski vesturbæjarlaugin! Yrði gaman að sjá Björk topless í sólinni á morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 10:12
sund
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.7.2010 | 10:11
AmeX
Er skráður í mót á laugardaginn. Opna Amex mótið á gkg. Það eru svo massíf verðlaun að ég væri eiginlega bara til í að enda í þriðja sæti. Annað væri bara græðgi.
Er í stjörnuhollinu kl 8:50 Kjarri, Henning, Hawkeye og Íslandsmeistarinn.
Ég á von á að minnsta kosti þrettán áhorfendum sem munu fylgja okkur hringinn.
Svo er hinn íslandsmeistarinn þarna líka einhverstaðar. Óli Lofts. Alvöru spámenn í þessu móti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2010 | 16:09
Ný könnun
Hver vinnur Opna Breska sem byrjar á fimmtudaginn?
Ég mun að sjálfsögðu halda með Robert Rock.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar