Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Jöfnun á vallarmeti á Geysi hjá pungnum

Fórum öll þrjú upp í Haukadal í morgun á þessum fáránlega osom degi. Ég spilaði 18 holur á Geysis vellinum í brakandi blíðu.

Vallarmetið er +1 og strákurinn jafnaði það. Hvað eru menn að tala um að þessi völlur sé eitthvað erfiður! Ég jafnaði vallarmetið í fyrsta sinn sem ég spila þennan völl!

Byrjaði á fugli og restin bara nokkuð smooth sailing. Fór m.a. mjög nálægt því að fara holu í höggi á fimmtu. Aftur handarbakslengd frá holu.

fugl,par,par,dobbúl,fugl,par,fugl,par,skolli = E
fugl,par,par,skolli,skolli,par,par,par,par = +1

Notaði bara 26 pútt á annars mjög fallegum en pínku hægum flötum. einpúttaði 7 af 9 á fyrri níu. Strákurinn.

Ég fæ 4 högg þarna af hvítum þannig að þetta hefðu verið 39 punktar, eða lækkun um 0.3

Ásinn góður, járnin góð, wedgar góðir, vipp góð en púttin fenominal.

Sebas fékkst ekki til að yfirgefa púttgrínið við skálann. Ætlunin var að skoða öll dýrin í sveitinni á meðan ég væri í golfi en hann vildi bara leika golf. Geðgt stuð hjá kjeppanum litla. Á heimleiðinni tók það hann 3 mín að sofna og actually hrjóta. Svaf alla leiðina og vaknaði nokkrum sek áður en við komum heim. Fullkomið. Frábær dagur.


Geysir í Haukadal

Í dag förum við öll upp í sveit. Ég ætla að spila Geysis völlinn í Haukadal. Svo verður kíkt á dýrin í sveitinni með Sebas. Þarna koma hestar, kindur, beljur, hundar og kettir við sögu svo fátt eitt sé nefnt. Eitthvað ætti Sebas að fíla það.

Ég hlakka til að spila þennan fræga Geysis völl. Hann þykir algjört augnayndi og fáránlega erfiður. Hann liðast um náttúruna þarna með engu röffi heldur bara móa og lyng í staðin. Þannig er algjört lykilatriði að halda sig á braut.

Held að vallarmetið þarna sé +2 eða eitthvað álíka sem er ridikjúlöslí hátt. Gefur til kynna mjög erfiðan völl.

Þetta er níu holu völlur þannig að leikskipulagið er að vera rólegur og áhættufælinn fyrri níu holurnar og negla svo á allt sem hreyfist þær seinni.

Spila þarna með föður Betu sem er heimamaður. Frænka hennar Betu á og rekur einmitt þennan völl.


Góður dagur hjá þessum

Danskur strætó bílstjóri átti afmæli og vinir hans ákváðu að koma honum á óvart. 

 


+5 í dag

Spilaði 18 á gkg í morgun sem er ekki frásögu færandi nema hvað.....

Ég spilaði einn en ekki leið á löngu þar til ég náði holli með fjórum rosknum karlmönnum. Þeir buðu mér að taka frammúr á sjöttu en þeir höfðu þegar slegið upphafshöggið.

Ég sló mitt vinstra megin út í röff. Þeir sögðust bara ætla að spila með mér þessa braut og svo fengi ég að spítast áfram.

Þeir slógu nokkur högg áður en kom að mér. Ég átti 150mtr eftir í pinna og þurfti að fara yfir vinstri grínbönkerinn. Yfir hann voru 147mtr þannig að þetta var helvíti erfitt högg. Að láta hann stoppa á þessu gríni er ekkert spes.

147 er fínt fyrir sjöuna þannig að ég tók sexuna og miðaði vinstra megin og feidaði hann inn til að lyfta honum betur upp þannig að hann myndi stöðvast fyrr.

Fullkomið högg og sennilega högg sumarsins því kúlan stoppaði handarbakslengd frá holunni. Friggin osom.

Gömlu köllunum fannst nú ekki mikið til koma og enginn sagði neitt. Ekki fyrr en við komum aðeins nær og við sáum boltann betur. Þá sagði einhver ,,hver á kúluna upp við pinnann?", ,,ég" sagði ég, sigri hrósandi og bíðandi eftir heillaóskum og slíku. Ekkert meira var sagt. Og gæjinn meira að segja nánast fúll að þetta hafi ekki verið kúlan hans.

Svo sló einhver af þeim högg frá sirka 80mtr og fokkin fór ofan í holuna! Örugglega sjötta höggið hans eða eitthvað álíka, en samt. Enn heyrðist ekkert frá hinum köllunum. Ég bara ,,whuuuuuut!!!" Ætlar enginn að segja neitt, hugsaði ég.

Loks þegar við gengum inn á grínið þá segir einn gamall við mig rétt í þann mund sem hinn gamli pikkar upp kúluna sína ,,þessi er á níræðisaldri". Og horfði sposkur á mig.

Þessir gömlu hafa klárlega séð flest yfir ævina. Þeir voru ekkert að kippa sér upp við svona spilamennsku. Núna skil ég líka af hverju enginn fagnaði mínu höggi. það fór ekki einu sinni ofan í holuna.

Svo tók ég frammúr þeim og spilaði meirihlutann af hringnum með tveim gæjum sem höfðu byrjað í golfi fyrir tæpu ári. Sæll, annar þeirra var álíka högglangur og ég!!! reyndar hann frá gulum og ég hvítum, en samt. Ég bara trúði ekki hversu sveiflan hans var góð miðað þennan stutta tíma sem hann hafði spilað. Ótrúlegt.

Þar sem ég stóð upp á sextánda teignum hvíta þá labbaði holl frammhjá mér spilandi þrettándu brautina. Ég var aðeins að draga andann eftir þetta mikla labb upp á teiginn og heilsaði fólkinu. Þá skyndilega óskaði einn maðurinn mér innilega til hamingju með sigurinn á mótinu úti á Spáni!

,,whuuuuuut" hugsaði ég en þakkaði kærlega fyrir. Var hann að ruglast á mér og öðrum eða. Nei, nei, hann var að meina mótið sem ég vann í La Cala árið 2008. Þegar ég varð klúbbmeistari.

Þessi gæji er klárlega snillingur og fór instantlí í góðu bókina hjá mér. Mun kannski jafnvel senda honum jólagjöf. Veit bara ekki hvað hann heitir.

Svo fylgdist allt hollið með mér slá upphafshöggið. Engin pressa. Vildu bara sjá klúbbmeistarann slá fullkomið teighögg. Engin pressa. Til allrar hamingju þá stóðst ég væntingar því ég smurði kúluna eftir miðri brautinni, eitt það besta í dag. Og fékk að launum heillaóskir með höggið og ég labbaði með bros á vör niður brekkuna og hugsaði með mér ,,djöfull er þessi hringur orðinn eitthvað súrrealískur".

Viðburðaríkur hringur þar sem ég lék á forgjöfinni með 31 pútt, 7/12 brautir og 11 hitt grín. Ekkert spes tölfræði og þessi hringur var hálfgert skrambúl. En skemmtilegur.


Bob's your uncle

Er að lesa ævisögu Ozzy Osbourne ,,I am Ozzy". Hún er góð. Hann er eitthvað svo elskulegur, saklaus og vitlaus karakter.

Þeir komu yfir til Ameríku í fyrsta sinn árið 70. Þá var allt svo nýtt og framandi fyrir þeim. Eins og pitsa. Þeir voru bara vanir að éta eggs and chips, sausages and chips, pies and chips and basically everything with bloody chips.

Overdósuðu svo á pitsum allt ferðalagið.

Á Englandi voru áhangendur Black Sabbath bara sveittir gaurar og lítið um gellur. En í Ameríku þá kynntust þeir fyrst grúppíum fyrir alvöru. Fyrstu kynni Ozzy voru á þessa leið:

,,...there's a knock at the door. I open it and there's this beautiful chick standing there in a little dress. ,,Ozzy?" She goes. ,,The gig was awesome. Can we Talk?". In she comes, pulls off her dress, Bob's your uncle, and then she fucks off before I can even ask her name."

Er sem sagt kominn að þeim stað þar sem þeir eru þarna úti í usa og eru nýbyrjaður að verða frægir. Osom


Tattú

Þeir í Harmageddon voru að ræða um tattú og menn hringdu inn til að segja sögur af lélegum húðflúrum og mistökum.

Einn gæji sem var/er sendill hjá Wilsons pitsa er með durex vörumerkið aftan á hálsinum. Sem er viðurstyggð. Sagan segir að hann sé sponsaður af durex án djóks.

Það besta var samt gæjinn sem elskaði Doors. Hann fékk sér svaða tattú af Jim Morrison yfir helminginn af bringunni á sér. Geðveikt voldugt og flott. Svo fattaði einn vinur hans að þeir hefðu notað eftirprentun af andliti Jims úr myndinni The Doors sem kom út á níunda áratugnum.

Hann var því með giant tattú af Val Kilmer á bringunni á sér. How gay is that!


Skinkubáturinn

Fór fyrst 9 holur í morgun kl 6 með Guðjóni og Sigga Rú. Leikurinn var þannig að þótt maður væri í GIR þá þurftiru að taka boltan af gríninu og setja hann um 3 mtr frá gríni og vippa inn.

Markmiðið var að æfa up&down. Einvipp og einpútt.

Ég var með 6 af 9 up&down sem er bara fínt.

Fór svo 18 með Alfreð. Hann dobblaði mig í veðmál. Það var bátur mánaðarins á Subway undir. Skinkubátur. Hreinn höggleikur, sem eftir á að hyggja var soldið heimskt af mér því hann er númer 1 á Íslandi en ég bara nr 37. Það skilja okkur 5 högg að í vallarmatinu.

En hann snake-aði mig í þetta og gæddi sér svo á ljúffengum bátnum með mér í ártúnshöfðanum.

27 holur búnar og klukkan bara 11. Nokkuð basic. Mun eyða restina af deginum að lesa Ozzy ævisöguna. Dottandi yfir henni líklega þar sem að vakna kl 5:20 er guðlast.


listin að tannbursta sig

Ég er einn af þeim sem geta ekki tannburstað mig án þess að horfa á mig í speglinum!

Ég get það alveg, en miklu síður og ver.

Mér líður ekki automatískt vel ef ég er ekki að horfa á mig tannbursta mig. Ekki ósvipuð tilfinning og þegar maður kastar bolta örvhent.

Það er sama sagan með að þegar ég hræki í vaskinn og sýp smá vatn og skola þá verð ég að beygja mig niður og koma inn að stútnum frá hægri.

Ef ég kem inn frá vinstri þá er það bara fokked up. Það er bara ekki það sama. Hef gert ítarlegar tilraunir á þessu.

Niðurstaðan er sú að eftir að hafa gert þetta alltaf eins í 30 ár þá er allt annað bara vírd.


Reykingafólk........Baggar samfélagsins

Eitt það viðbjóðslegasta sem þekkist núna í samfélaginu er að reykja. Hef aldrei skilið hvernig fólk sem hefur eitthvað á milli eyrnanna gerir sjálfum sér þetta. Við erum að tala um sirka bát það heimskulegasta sem þú getur gert.

Viðbjóður sem sagt.

Enn heimskulegra er að saka þá sem eru á móti reykingum og vilja stöðva eða takmarka þær um að skerða frelsi reykingarfólks.

Hef oft heyrt einmitt þau rök.

En hvað með þá sem reykja ekki? Hvað með þeirra frelsi? Er rétt að skerða þeirra frelsi til að fá hreint loft hvert sem þau fara í staðinn?

Þegar öllu er á botninn hvolft þá er mér slétt sama þótt fólk reyki, svo lengi sem það skerði ekki frelsi mitt. Sem það gerir að sjálfsögðu nær oftast.

Á götum úti, við flest alla innganga á veitingastöðum, við alla innganga á börum, á friggin rauðu ljósi! Já, það er ótrúlegt en maður fær þetta inn í bílinn meira að segja.

Ástæðan fyrir þessari færslu er að ég var að labba inn í nóatún í gær. Labbaði á milli tveggja bíla og það dönkaði akkurat einn hálfviti ösku og glóð af sígarettunni sinni út um bílinn og á peysuna mína. Ég flaburgaspraði og hrökk við. Leit reiðilega á hálvitan til að sýna honum að ein röng hreyfing og hann yrði sendur aftur til fortíðar.

Nei, nei, stelpugálan tók ekki eftir neinu og blaðraði bara áfram í símann sinn og hélt áfram að vera hálfviti og hvítt hyski.

Reykingamenn......Baggar samfélagsins


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband