Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

lame-ó-vision

Núna er allt flæðandi í poppi og allir í gírnum fyrir eurovision.

Hey! ef það er eitthvað hallærislegra en þessi keppni þá er það að finnast hún hallærisleg!

Mindblowing


golf

Gott veður úti. Skutla drengnum á leikskólann og beint í golf. Ekkert því til fyrirstöðu. Síðasti hringurinn hérna því svo á morgun fer ég til eyja og tek þrjá daga í undirbúning þar fyrir fyrsta stigamótið í sumar.

límheili

Ég var að brása FB þegar ég rakst á þetta myndband. Sebas sat hjá mér og vorum við límdir við þetta myndband. Þegar það var búið þá sagði Sebas ,,aftur" umsvifalaust og án hiks. Ég fór eitthvað annað en hann sat límdur við þetta með hendur undir kinn og olnboga á borðinu. Ég fór út á svalir og heyrði svo eftir nokkrar mínútur....,,aftur!" Ég fór inn og ýtti á play í þriðja sinn.

Drengurinn horfði sem sagt stífur á þetta 5 endurtekningar í röð. Mér fannst það frábært. Enda er trú, prestar og guð eitthvað það heimskulegasta sem guð skapaði. Fínt að gera grín að þessu kjaftæði. 


Mango Chutney lagið

Með því fyrsta sem Sebas sagði við mig eftir að hafa náð í hann á leikskólann á föstudaginn var að hann vildi Mango Chutney lagið!  Hvað sem það þýddi. Êg veit bara að við vorum að borða Mango Chutney kjúkling fyrr í vikunni.

En hann stóð fastur á sínu. Mango Chutney lagið takk. Núna. 

Nú voru góð ráð dýr.

Ég setti því bara þetta lag á fóninn og hann fílaði það. Skemmst er frá því að segja að þetta varð svo lag helgarinnar hjá okkur. Og er reyndar enn mest um beðna óskalagið á heimilinu. Enda skuggalega kúl


Krakkar

Einu sinni sem endra nær var ég að stríða Betu eitthvað og mikill hávaði fylgdi því. Þá heyrist í Sebastian:

,, Ekki rífast krakkar!"

Sem uppskar mikla kátínu nærstaddra.

En það fyndna við þetta var að hann vissi alveg að þetta yrði fyndið. Hann var bara að stríða.

Enda notaði hann svo oft ,,krakkar" hugtakið á okkur eftir þetta.

,,komiði krakkar"


endurskin

Þegar maður keyrir út úr Rvík þá eru svona tall ass skilti þar sem stendur ,,Prófun endurskins" eða eitthvað álíka.

What's up wit dat?

Þetta er búið að vera þarna síðan Ómar hafði hár. Ég hefði nú haldið að þeir væru nú búnir að átta sig á því hvaða endurskins litur hentaði best by now.


Bústaður II

Fórum út í bústaðinn hennar Betu sem heitir Birkisel. Mikið djöfulli var gott veður. Við grilluðum, spiluðum krikket, róluðum, fórum í göngutúr, hentum steinum í ánna og tókum myndir.

Nóttin var ljúf fyrir utan tvær friggin rjúpur sem lentu á pallinum okkar með tilheyrandi hávaða. Engin smá stríðsöskur sem þessi kvikindi gefa frá sér. Êg steig úr rekkju og fór út til að hrekja þessa djöfla í burtu.

Í skóginu þóttist Sebastian heyra í úlfi. Þegar hann var spurður hvað úlfurinn héti þá svaraði hann á augabragði og án hiks ,,Refur".

Súrrealískur Ûlfur sem skýrir sig Ref. Var þetta nokkuð úlfur í sauðagærum!


bústaður

Við erum farin upp í bústað að grilla pulsur. Pabbi og Mamma ætla að koma með. Hell jeeeeee

Public Relations gæji sögunnar

Êg verð ekki sáttur ef allt verður lokað í bænum út af hvítasunnudegi. Allt útaf einhverjum dork sem sennilega var með einn besta PR gæja á sínum snærum. Ganga á vatni, nokkur töfrabrögð og málið dautt næstu 2000 árin.

Ekkert smá hvað þeir náðu að mjólka þetta.

Ætli Einar Bárða hafi stúderað þetta dæmi eitthvað. Gæti örugglega lært eitthvað af þessu.

Mér finnst þetta eiginlega ósanngjarnt. Að ÉG þurfi að líða að þjónusta við MIG skerðist útaf því að eitthvað fólk trúi þessu besta PR stönti sögunnar!

Aftur á móti þá græðir fólk einhverja frídaga út á þetta. Jeiii, ef ég væri nú í vinnu þá kannski væri það ágætt.

Allavega, hafið friggin opið þegar ég kíki niðrí bæ á eftir. Annars apeshitta ég. Lágmark að Bæjarins bestu verði opið, að endurnar verði ekki í verkfalli og að allar stelpur gangi berbrjósta niður laugarveginn.

Takk


Sumarið er tíminn

Ég held að það komi bara ekkert annað til greina en að hlunkast niðrí bæ í dag og sleikja upp góða veðrið.

Fá sér bæjarins bestu, liggja í grasinu og fá sér ís.

Miðbærinn kallar


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband