Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010
28.5.2010 | 07:58
Ráð
fyrir þá sem eru að koma til eyja þá minni ég á að Café María, Pizza 67 og golfskálinn eru fáránlega dýrir staðir til að borða á.
Mér er sagt af heimafólki að ef maður vill borða úti þá fari maður í Tvistinn. Lýg þessu ekki. Staðurinn heitir tvisturinn! Þetta er sjoppa þar sem gott er að borða á góðu verði. Eða allavega betra verði en ofangreindir staðir.
Svo er alltaf náttla krónan, þar sem maður kaupir sér nesti í staðin fyrir að kaupa eitthvað 200% dýrara í skálanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2010 | 07:54
it is watit is
Fór í göngutúr í gærkveldi með Sennheiserinn á eyrunum í brilliant veðri. Það var sweet. Gekk niður á höfn og fylgdist með gæjum vera að koma gúmmíbát á flot.
Sá svo fullt af unglingum hangandi hér og þar. Þetta er sami hópurinn og kom yfir með mér í Herjólfi. Eitthvað ferðalag I presume.
Fór svo snemma að sofa með ævisögu David Bowie til aflestrar.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.5.2010 | 07:48
lognið á undan....
Þá ættu allir kylfingar að vera að tínast til eyjanna. Fer og næ í Alfreð á eftir úr flugi.
Í dag er hvasst og dumbungslegt yfir. Sem er ömurlegt miðað við hve gott veður hefur verið undanfarið.
Er ekkert að stressa mig yfir æfingarhring í dag. Ætla bara pottþétt að æfa vipp og pútt. En ef strákarnir úr gkg fara þá kannski röltir maður með.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 19:09
dýr matur í skálanum
Fékk mér hádegismat í skálanum upp á velli í dag. Eigum við að ræða eitthvað þessi listaverð á matseðlinum!!!
Einfaldur plokkfiskur á 1500kr! Ætti að kosta um 500 kjell í normal heimi.
Svo kostaði einn orkudrykkur ásamt malti mig 650 kr! ekki veit ég hve mikið hvað kostaði en þessi heildartala er absúrd. Absúrd I tell yee.
Fór í krónuna og keypti mér nesti. Mun ekki eyða krónu í viðbót í þessum skála.
Til allrar lukku þá var plokkarinn frosinn þannig að ég lét mér samloku nægja á 700 kjéll. Ein normal samloka með osti og skinku.
Því meira sem ég hugsa um þetta því meira langar mig til að kjósa besta flokkinn
Bloggar | Breytt 28.5.2010 kl. 07:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 19:02
paradís á jörðu
fór 18 holur í dag á +1 sem ég er sáttur við. Allt í gúddí á öllum vígstöðum, vipp, pútt og járn. Ég elska þennan völl. Hann er uppáhaldsvöllurinn minn. Hann er svo fallegur og stórfenglegur.
Ég endaði á erni á sextándu, fugli á sautjándu og pari á átjándu.
Nokkuð sáttur kjéppinn.
geðgt upphafshögg á sextándu, flottur blendingur í 1,5mtr fjarlægð frá pinna og BEM, örn orðinn að veruleika.
Fór svo í sund með litlu frænkum mínum. Geðg sundlaug. Paradís fyrir börn og mig. Við erum að tala um trampólín rennibraut, bara tvær þannig til í heiminum. Fór tvær umferðir. Ég og börnin. Stuð.
Núna er operation chillax með tærnar upp í loft.
leiter heiter
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.5.2010 | 09:46
planið
Er á leiðinni út á völl. Hér út í eyjum er fallegt veður. Sól og ekki mikill vindur. Ég er klæddur í sænsku gulu skvera peysuna mína og er tanaður í drasl.
Mun vera út á velli til sirka 15 eða svo. Bara spila, æfa og hafa gaman af þessari íþrótt.
c ya
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2010 | 23:18
Já sæll, já fínt, já sæll, já fínt
Kominn til eyja og tók níu holur áðan. Völlurinn er fínn, en mikill sandur. Kúlan rúllar alveg ágætlega, en samt mikill sandur. Grínin fín en mikill sandur. Var ég búinn að minnast á að það er mikill sandur hérna í eyjum?
Whatever það var samt skemmtilegt að spila völlinn. Það eina sem böggar mann er þetta viðbjóðslega sandfjúk, sem var gífurlegt.
Á endanum tók ég bara níu útaf fjúkinu. Nennti ekki fleiri holur.
Var á +1 en fæ 3 högg á 18 holum þannig að þetta var bara sirka á forgjöf. Það var mikill vindur. Fáránlega mikill. Og því mikill sandur í augum og flestum holum í líkamanum.
Ég prófaði mig áfram með gleraugu. Fyrst gay-ass konu sólgleraugu sem Kata systir á. Svo huge-ass skíðagleraugu. Bæði ágætis kostir.
Spilaði svo snooker við besta snooker spilara vestmannaeyja árið 2010. Hann vann mig örugglega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2010 | 05:02
Einar
Ég er að fara til eyja núna á hádegi. Ég hlakka svo til, að það jaðrar við geðveiki. Ég er eins og lítil skólastelpa.
Tek ferjuna yfir sem ég hef bara gert einu sinni áður. Það var fyrir cirka 16 árum síðan í tíundabekkjarferðalaginu.
Í hin skiptin hef ég ávallt flogið með Bakkaflugi. Núna nennti ég ekki að taka áhættu með öskuna.
Planið er að taka hring í kvöld, einn á morgun og annan á föstudaginn. Svo hefst mótið á laugardaginn og lýkur á sunnudaginn.
Þeir sem halda það að taka 5 hringi í einu sé þreytandi vita ekki að ég spilaði lágmark 18 holur á dag í nánast ár fyrir ekki svo löngu síðan. Það er bara eins og gott hálftíma session í ræktinni.
anyways....áfram ég
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2010 | 21:41
state your case
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2010 | 19:21
Eina góða eurovision lagið
Hérna er eina, og ég meina, eina eurovision lagið sem ég hef remotely fílað í gegnum tíðina. Mér finnst það enn þann dag í dag gott. Þetta er Laka með lagið Pokusaj.
Epískt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar