Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

1.stigamótið gert upp

Fyrsta stigamótið búið og ég lenti í 38.sæti. Sem eru vonbrigði. Fyrri hringurinn var fínn þar sem ég spilaði stabílt golf. Engin vandræði en samt engin móment of brilliance. Þetta flæddi bara ágætlega og mér leið vel.

Á seinni deginum leið mér bara vel fyrir hringinn og reiðubúinn að slátra vellinum. Leið mjög svipað en allt var öðruvísi einhvern vegin. Ég reyndi að hugsa um sömu hlutina, ekkert gekk. Ég reyndi að fara í sama mómentið og fyrri daginn, ekkert gekk. Ég reyndi þá að hugsa um ekki neitt og bara slá kúluna, ekkert gekk.

Skil ekki af hverju þessi hringur spilaðist svona öðruvísi.

Ég rýndi í tölfræðina og hún segir mér að ég notaði þrem púttum meira seinni deginum. Fékk tvö víti á seinni deginum versus ekkert á fyrri. Var með 50% up&down á fyrri deginum en 16% up&down á seinni. Var með 100% sand save, eða 2 af 2 á fyrri deginum en 0 af einu á seinni.

En af hverju?

Ásinn var jafn góður, járnin aðeins síðri, púttin svipuð en vippin miklu verri.

Góður dagur og slæmur dagur. Svona er lífið. Ég held bara áfram að æfa og næsta mót er á heimavelli um þar næstu helgi. Leiknar verða 36 holur fyrri daginn en 18 seinni.


þússan

Við fórum á leikinn ÍBV-Blikar út í eyjum. Sem er ekki frásögu færandi nema hvað....

Það kom hlé og við löbbuðum í átt að bílnum til að chilla aðeins þar í burtu frá sólinni. Heyrðu! Beta fann 1000 kall á götunni. Jeiii. Drinks r on me!

Chilluðum inn í bílnum í korter. Stigum út úr bílnum og viti menn! ég friggin steig á þúsund kall!!!!

uuuuu hvað er að frétta!

Við fundum sem sagt sitthvorn þúsund kallinn með fimmtán mínútna millibili.

Fríkí.

ps ég eyddi mínum þúsund kalli í pulsu og malt handa litlu frænku minni. Malt handa mér. Súkkulaðibombu handa mér og frænku minni og eina súra stjörnu handa Betu. Easy come, easy go.


skráning

Ég var að láta breyta heimilisfanginu mínu á ja.is.

Þar sem ég fyllti út formið upp á nýtt rak ég augun í áhugaverðan dálk. Þetta var dálkurinn ,,starf".

,,hmmmm" hugsaði íslandsmeistarinn. Hvert er mitt starf!

Ég mæli með að fólk flétti Sigursteini Ingvari Rúnarssyni upp á ja.is


Sviss ódipló?

erum enn út í eyjum. Tökum dallinn í fyrramálið kl 8. Bara rólegheit hér. Sitjum yfir kosningar umræðum.

Við horfðum á eurovision og kosningarnar í gær. Það eina sem kom mér á óvart á báðum þessum viðburðum var að Sviss hafi ekki bara gefið 6 stig á línuna. Mér fannst þetta óþarflega ókarakterískt af þeim.


update

Ég spilaði annan hringinn á +10 og endaði því á +13. Spilaði ílla í dag og bara fann ekki þetta sama móment. Þennan sama fíling í sveiflunni. Leiðinlegt. Því miður.

nuff said. Move on.


Ríkið

Ríkið er svo mikill snilldar þáttur. Instant klassík í íslensku sjónvarpi.

Maður gengur inn í sundhöll og vindur sér upp að afgreiðslustúlkunni:

Maður: ,,Fyrirgefðu fröken, ég var í sundi í gær og ég held að ég hafi gleymt rafmagnsorgelinu mínu hérna"

kona: ,,nú! rafmagnsorgel?"

Maður: ,,já, það var Casio"

Kljéssikk


Fyrri hringur á 1. stigamóti sumarsins

Spilaði fyrsta daginn í mótinu á +3 sem er bara fínt. Ég fæ 3 högg á þennan völl og er þetta því nákvæmlega á forgjöfinni.

par,par,par,par,par,skolli,skolli,par,fugl = +1

skolli,par,par,par,skolli,fugl,par,skolli,par = +2

Frábært veður og aðstæður góðar.

Ég lenti í skondnu atviki á fimmtándu. Ég átti fullkomið upphafshögg á þessari par 4 braut og lenti meter fyrir utan grín og rúllaði inn á. Var að fara rúlla upp á efri pallinn sem er rosalega mikilvægt upp á arnarpúttið. Nei, hvað gerist. Kjarri, félagi í gkg, er á þrettánda teignum og neglir hægra megin við brautina sína og kúlan hans rúllar yfir okkar grín. Kúlan hans nálgast mína og actually rekst á hana og kemur í veg fyrir að mín rúlli upp á efri pallinn. Einn á móti milljón stöff!

Ég átti því mjög erfitt arnarpútt. Ég reddaði fuglinum sem betur fer. Ég held því samt fram að Kjarri skuldi mér bjór(eða beilís glas) fyrir þennan óskunda.

Allt í allt frekar sáttur við daginn. Svo er Beta líka komin til eyja þannig að happy happy joy joy.


kosningar

eftir að hafa horft á leiðtoga flokkana tala á rúv áðan þá verð ég að segja að mér líst best á Hönnu Birnu. Síst á geðveika manninn sem er svo ógéðslega leiðinlegur að ég bara veit ekki hvað.

Það væri gaman að sjá Besta flokkinn í samstarfi við sjálfstæðisflokkinn jafnvel.

eða whatever, maður veit ekki hvað mun virka best. Allavega ekki Ólafur geðveiki, frjálslyndi, Dagur B, vinstri græn, framsókn og lúðinn sem var þarna með doughnutinn.

Einhvern vegin treysti ég ekki alveg Dr Proppé og öðrum grínurum fyrir barninu mínu en væri samt til í að fá þeirra input í málin.


tvisturinn

Tók æfingarhring með Stigameistaranum. Helvítið narraði mig aftur í veðmál sem hann vann með lokapúttinu á síðustu holunni þar sem hann fékk fugl. Helvítis kvikindið.

Undir var hamborgaratilboð á tvistinum. Enda besti díllinn í bænum.

Ætla að vippa og pútta smá í kvöld og láta þessum undirbúningi þá lokið.

Svo á ég rástíma kl 9:20 á morgun. Spurning um að rúlla þessu upp.

Ég varð númer 37 eða svo í fyrra á stigalistanum. Miðað við það þá er markmiðið fyrir þetta mót að komast í topp 20. Þá yrði ég mjög ánægður. 20-30 sleppur.

Ætla svo bara að reyna að lækka í forgjöf. Það yrði fokkin osom.


Ráð: Part dos

Þegar komið er inn í golfskálann þá skal ekki vinda sér upp að konunni sem stjórnar öllu og spurja hvort grímum verði útdeilt frítt til kylfinga.

Það mun reita viðkomandi til reiði þar sem fólk er í vörn og viðkvæmt gagnvart allri gagnrýni á völlinn í þessu öskuástandi.

trust me.

Henni Elsu fannst þetta ekki jafn fyndið og mér at the time. Hún fór í vörn. Ég skipti mér hinsvegar út af og fór í kalda sturtu.


Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband