Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009

Hittu mig við Rauðalæk

Var á leiðinni heim í bílnum með Mammút í botni og lag númer 3 á styrk 17 (af 20)

Ég syng ávallt hástöfum með og er slétt sama um hvað fólk í öðrum bílum heldur.

Fór inní hringtorg og sá þá bíl sem svínaði á mig. Ekkert mál ég sá hann löngu áður og hægði bara smá á mér. Málið dautt.

Svo lítur gæinn á mig alveg brjálaður í framan og veifar hendinni að mér og opnar og lokar lófanum svona eins og þegar maður gefur til kynna "bla,bla"

Ég fattaði nú ekki alveg hvað hann meinti með þessu. Af hverju var HANN reiður, HANN svínaði á mig brutally. Og er svo með kjaft.

Svo rann það upp fyrir mér að ég var að syngja hástöfum og hann eflaust haldið að ég væri að blóta honum í sand og ösku. Öskrandi á hann. Greyið miðlungs-nobody´s-vinnumannamaðurinn. Jæja, hann hefur þá eitthvað til að tala um í sínu litla lífi.

Ég söng,

"Hittu mig við Rauðalæk. Ég hef gengið í alla nótt. Kom d´aftur heim."


önnur dolla

Komst að því að ég kom inn á besta skori gærdagsins og fæ dollu fyrir það. Vann með tveim höggum. Landslide.

Var svo í þriðja sæti með forgjöf sem er vel. EN

Wait for it......

Þar sem allir eru svo miklir vinir í golfinu nútildags þá er ekki hægt að vinna tvisvar. Þannig að ég vinn bara vinninginn fyrir besta skorið, ekki fyrir þriðja besta nettó skor.

Finnst ykkur það réttlátt? Þetta er svo mikil miðlungs-uppalandi-nobody's-stefna að ég æli næstum við að heyra þetta.

Fyrir mótið er auglýst að það séu verðlaun fyrir besta skor og svo forgjöfs verðlaun líka. ÉG VANN besta skorið. ÉG VANN þriðja sætið með forgjöf. Mér finnst fáránlegt að ég sé sneyddur því sem ÉG VANN réttilega. BARA til að allir séu vinir og dansi saman í heimi miðlungsviðbjóðs og enginn sé skilinn út undan. Verðlaun fyrir alla....komið og fáið.....

Hvaða skilaboð er þetta að senda golfaranum?
"Það skiptir ekki öllu að skora vel og bæta sig stöðugt í golfi. Blessaður vertu við verðlaunum þig bara líka."

Verðlaunin missa gildi sitt og minni hvati er til að gera vel.

Hey, ekki það að ég sé eitthvað að væla yfir þessu [Segir Sigursteinn og þurrkar tárin með vinstri erminni]

CRAP


lægð

Spilaði ílla í dag. kom inn á bíp höggum. Vissulega var mikill vindur en það er enginn afsökun. Í gær var ég aðeins betri en ég hélt miðað við æfingarleysi og í dag aðeins verri.

En það góða við þetta allt saman er að ég er búinn að gleyma þessum hring.

Meðspilararnir voru líka í vandræðum og með svipað skor og ég. Vona bara að flestir hafi átt erfitt með vindinn.

Komst að því að þessi dani sem ég spilaði við í gær og í dag er sonur mafíósa. Ég sá pabba hans og fannst hann soldið dúbíus. Það var eitthvað við hann. Svo í lok hringsins í dag gaukaði spænski meðspilarinn að mér að pabbi hans væri sennilega í mafíunni. Væri alltaf á rosa bílum, með rosa kellingar og sjálfur lítill og forljótur. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Ég er reyndar ógéðslega ánægður með sjálfan mig. Í dag átti ég frábæran dag inní hausnum á mér. Þrátt fyrir að spila viðbjóðslegt golf þá var ég ávallt í góðu skapi og ágætlega einbeittur. Stórsigur.


Boltar

Þess má geta að í gær þá týndi ég engum bolta og fann meira að segja einn.

Þannig að nú á ég fjóra bolta.

Fórum svo í bíltúr eftir mótið þar sem ég ætlaði að kaupa fleiri bolta af mönnunum á veginum sem selja notaða bolta.

Hef fengið titleist prov1 boltann á sirka 1€ stykkið. Núna er hljóðið annað. Gæjinn vildi fá rúmlega 2€ fyrir boltann. Þar sem ég er að kaupa 100stk í einu þá tók ég það ekki í mál. Hann bauð 1,5 en ég labbaði í burtu.

Hann var bara með 68 bolta og ég vildi láta hann fá 70€, hann vildi á endanum 103€ en ég ætla að láta hann kveljast í nokkra daga. Kaupi þetta kannski fyrir barcelona ferðina.


Vindí city

Spilaði í móti í dag á El Parador í Málaga. Í.Í.Í.

Það var íslenskt rok sem beið okkar við ströndina þar sem völlurinn liggur. Maður getur reyndar endað á sólarströndinni ef maður slæsar nógu mikið. Fjör.

Ég byrjaði mjög sheikí, tók blending sem fyrsta högg því ég er engan veginn öruggur með ásnum. Þetta var par 5 þannig að það skipti ekki öllu máli. Þrípúttaði bara í staðin fyrir skolla. Húrra fyrir mér.

Skolli-par-par-skolli-skolli-skolli-fugl-par-par = +3
par-skolli-par-skolli-par-par-fugl-par-par = +1

samtals +4 með 71,4% hittar brautir, bara 9 hitt grín og enn og aftur 32 pútt.

Var annars bara ágætlega öruggur í púttunum fyrir utan fyrstu brautina. Þegar ég loks tók upp bláu þrumuna á 4.braut þá virkaði hann bara vel. Mjög handsí, þ.e. ég nota hendurnar allt allt of mikið í staðinn fyrir mjaðmirnar. Það er útaf því að ég er ekki enn búinn að finna mitt rétta tempó. En þetta virkaði. Var oftast á braut og kúlan sveif í fallegum boga með dragi til vinstri. Stuttur en góður. Tempóið kemur.

Stóra vandamálið í dag voru járnahöggin. Þau voru öll frekar skökk. Það kom mér á óvart. Eins og sést þá var ég ekki að hitta grínin. Tók þrjá grínbönkera í röð og náði ekki að bjarga parinu.

Spilaði með besta manni El Parador, Carlos, og svo Dana sem heitir Cristofer TheStrump (ekki djók, hann heitir thestrump). Carlos kom inn á +7 og strumpurinn á +9 eða 10. Þannig að +4 er sennilega bara besta skorið, svo sjáum við bara til um hvernig þessir punktar raðast. Það getur náttúrulega hver sem er unnið það.

Eins og ég sagði þá voru menn í erfiðleikum með vindinn.

Allt í allt mjög sáttur miðað við æfingarleysið.

Á morgun er svo aðalmótið þar sem ég keppi um að verða Málaga Meistari, eða með öðrum orðum, BESTUR Í MÁLAGA.


Þrír

Á leiðinni í mót með aðeins þrjár kúlur í farteskinu. Pressan gífurlega. Má ekki tína, má ekki tína.

Gleymdi nenfnilega að kaupa í gær.


Bitlaust

Bara eitt orð kemur upp í hugann.

BITLAUST

Liverpool spilar ágæta knattspyrnu en materialæsa ekki neitt úr því. Um þessar mundir eru þeir mjög bitlausir og reiða sig á einstaklings framtök, þá einkum hjá Kaptein Fantastic Stevó Gerardinho.

Auðvitað átti LP leikinn og þetta var dæmigerður leikur fyrir þá að því leyti að hérna er um miðlungslið að ræða (neverton) sem pakka í vörn og reiða sig á föst leikatriði og hraðaupphlaup. Í þannig leikjum eru LP ekki nógu góðir. Þeir eru bestir á móti sterkum liðum sem spila góða knattspyrnu.

Sanngjarnt?????? tja....miðað við bitlausleika LP þá já. En sanngjarnt miðað við getu leikmanna og leikinn í heild......nei.

ps. Neverton menn virtust ekki geta staðið í lappirnar í leiknum. Greinilegt að þorrablót þeirra var í sterkari kantinum.

Sérstaklega í fyrri hálfleik, vildu vítaspyrnu á meðan flestir gáfaðir vildu bara gult spjald á bróðirinn fyrir að sparka í varnarmann LP og láta sig detta í kjölfarið.


Barnalegt

Þrátt fyrir að þetta sé ofur barnalegt þá finnst mér þetta spaugilegt. hmmmm, er ég kannski bara barnalegur......kíkið á slóðina fyrir neðan

http://www.youtube.com/watch?v=DlkxQMxJmEU

Ég fíla bróðirinn best.

Og ein í viðbót til gamans

http://www.youtube.com/watch?v=dnLCK3knuY8&feature=related


R9

Skelli hér inn mynd af R9, nýja ásnum frá Taylor Made. Merkti hann reyndar mér í photoshop, svona uppá grínið.R9 SIR

Rok og rigning

Hér er rok og rigning, sem setur soldið strik í reikninginn. Get ekki æft mig fyrir mótið á morgun. Á teig kl 10:15 á morgun en þetta er nokkurs konar upphitun fyrir mig fyrir mótið á þriðju-og miðvikudaginn. Samt sem áður mót til að lækka sig.

Tekk þetta bara á náttúru talentinu.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband