Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
24.1.2009 | 19:31
ÞETTA ER ROSALEGT
Þessi nýji ás frá Taylor Made er bara það svalasta sem ég hef nokkurn tíman séð. Djöfull VERÐ ég að eignast svona hlut.
It will be mine, oh yes, it will be mine.
Tékkið á neðangreindum link. Horfið á allt intróið. Kíkjið svo á TV spot one og two. MEÐ HLJÓÐI að sjálfsögðu, annars er ekkert fútt í þessu
http://www.taylormadegolf.com/R9/index.asp?
Slóganið er
In 2004 we optimized the driver
In 2009 we´ll optimize you.
Ég segi hins vegar....
SVALT-ation MAXIMUS
BRILLIANTUS MAXIMUS
Hann mun örugglega kosta um 100þ, fæ hann kannski hérna í Leadbetter akademíunni á 50þ þar sem ég þekki mann og annan. Fæ hann sennilega wholesale.
Það sem segir alla söguna er að það tók alla þá bestu bara 1 eða 2 daga með þessum nýja ás að skipta um kylfu. Það eru flestir strax búnir að skipta. Sergio Garcia, Darren Clarke og gæjinn sem er að rústa Bob Hope mótinu á nýju pga meti er einmitt með svona ás. Hann segir að þetta sé ekki ás heldur Maskína. Hann hittir allar brautir með þessu skrímsli.
MACHINA MAXIMUS
MONSTRUS MAXIMUS
DRIVUS MAXIMUS
Bloggar | Breytt s.d. kl. 20:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2009 | 18:40
Peter Schiff
Petur spáði þessu ástandi árið 2006 en allir hlógu að honum. Það er svo fyndið að sjá þetta, hvernig múgsefjun virkar á fólk. Allir að reyna að tala markaðinn upp, allir voða sammála og vinir. Vei gamana, gaman.
Sá sem ekki gerði það, sá sem kannski hugsaði aðeins fyrir utan rammann var skotinn niður. Hlegið að honum og hann talinn vitlaus.
http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=8000
Tékkið á þessu vídeói þar sem Petur nokkur Schiff stendur fastur á sínu. Aðdáunarvert. Þessi Pétur á sko ekki í hættu að verða Péturs lögmálinu að bráð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2009 | 15:57
Laukardakur
Ég hætti mér loks út í smá æfingar. Djöfull er ég ryðgaður. Þetta verður eitthvað athyglisvert golf sem ég mun framkvæma á mánudaginn í mótinu.
Ég ýtti fyrstu 100 boltunum alltaf til hægri því tempóið var ekki í sinki. Svo kom þetta aðeins til baka á næstu 100 boltum. En langt frá því að vera stabílt eins og þegar ég var uppá mitt besta. Myndi segja að kannski þriðja hvert högg væri eins og ég vildi (eða innan skekkjumarka). Ásinn er alls ekki góður og ég ætla að leggja nokkra áherslu á hann á morgun.
Við höfum fengið fjölda fyrirspurna um að láta lögin hennar Maríu á netið. En ég verð að hryggja ykkur með því að þar sem takmarkaður tími gafst til að vinna lögin í Songsmith þá eru þau ekki hæf opinberri hlustun. Reynslu tíminn er útrunninn og við erum að salta það að kaupa forritið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 20:24
Flott brjóst
Ég er að undirbúa mig fyrir Barcelona ferðina. Er núþegar búinn að læra hvernig á að segja gott kvöld á katalónsku. Bona tarda.
Þar sem þetta er í mikilli óþökk fjölskyldu minnar hér á Spáni, sem eru ramm Andalúsísk og á móti aðskilnaði Katalóna, þá hef ég gert ráðstafanir.
Ég hef lofað þeim að tala ekki katalónsku þannig að ég ætla bara að segja Buenas tetas í staðinn. Borið svipað fram en aðeins öðruvísi meining.
Þessi aðlögun hjá mér þýðir, flott brjóst.
Djöfull verð ég svalur þarna fyrir norðan, rölti um götur borgarinnar með glott á vör og segi öllum hve flott brjóstin á þeim séu.
Bona tarda = Buenas tetas...........nei...held ekki.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.1.2009 | 13:35
Brattur hjalli
Var að kíkja yfir lista þátttakenda á Campeonato de Barcelona og rak augun í nokkur nöfn sem vöktu áhuga minn.
Þarna er skráður til leiks eitt stykki Ballesteros.....úps...vonandi ekki náskyldur ættingi.
Einn sem heitir Lilja, rústa honum....sissí boy
En það versta við þetta er að það er einn þarna skráður sem heitir
JESUS
ekki nóg með það heldur heitir hann Jesus Oh Won......þetta er ekki djók.
Þessi gæji á örugglega ekki í vandræðum í vatnstorfærum....gengur bara yfir slíkar hindranir.
Ég held að ég sé bara hættur við.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 11:37
Gleðifréttir
Eftir fimm daga non stop hlustandi á John Frusciante get ég með fullri vissu sagt að mér tókst að fá mig til að fíla nýja diskinn hans. Húrra fyrir mér.
Það tók svita og tár.
Fyrstu hlustanir voru erfiðar en eftir því sem á leið, sá ég fegurðina í þessu og fíla nú í botn. Það eru nokkur rosaleg lög þarna. Lag númer þrjú sem stendur uppúr. Búinn að setja það í djúkarann hérna á hægri hönd svo þið getið notið snilli hans.
Acquired taste er nokkuð sem á vel við (bara fyrir KJ). Alveg eins og kaffi, sígarettur og vín. Viðbjóður fyrst en batnar svo og verður vanabindandi (þess má geta að ég hvorki drekk kaffi,vín né reyki, ástæðan fyrir því er efni í heila færslu). Reyndar var diskurinn ekki viðbjóður fyrst, bara soldið rólegur. En núna get ég ekki hlustað á hann án þess að sprengja allavega eina æð. Svo mikil er tilfinningin í þessum gítarsólóum og þessari angurværu rödd hans sem er hlaðin tilfinningum og einfaldleika. Ekki besti söngvarinn í heimi en samt sá flottasti.
Sem minnir mig á gamla og athyglisverða athugasemd mína, en meira af henni síðar. Þarf að fara ná í dverginn í leikskólann (sem btw heitir the infants)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2009 | 10:43
allt að gerast
Hér sit ég heima enn soldið slappur. Finn að þetta er samt allt að koma. Hef miklar áhyggjar af því hvað ég er búinn að æfa lítið. Verð bara að treysta á heildargetuna á mánudaginn þegar ég byrja í Campeonato de Málaga.
Hér er líka mikið rok og leiðinlegt veður. Rigning on og off. Það er aðallega útaf því sem maður vill ekki fara of snemma út. Gæti slegið niður og misst af þessum stórmótum. Stalst samt út í gær og fór í kringluna (miramar). Svona rétt til að anda að fersku lofti. Held að það hafi ekkert haft slæm áhrif, allavega fannst nautinu það ekki.
Er í staðinn á gúggel earth að skoða brautirnar og leggja drög að leikskipulagi. Frábært að geta notast við þetta tæki og súmmað inn á hverja braut fyrir sig. Maður mælir svo metrana og sér sirka hvar maður er að lenda. Þannig sér maður sirka hvort maður taki ás eða blending af teig.
Ef ég sé að eftir venjulegt upphafshögg ég eigi 230m eða meira inná grín þá tek ég oftast bara blending af teig. Reyni þá ekki við grínið í tveimur og legg bara upp til að eiga kannski 50-100 metra eftir fyrir innáhögg.
Þessi Prat völlur lítur ROSALEGA flott út. Það eru 7 brautir sem eru gjörsamlega faldar í skóg. Lendingarsvæðin á brautunum eftir upphafshöggið þar eru frá 20 til 30 metra breiðar, mjög tæt. Þetta verður allur pakkinn.
Völlurinn sem ég er að fara spila á Campeonato de Málaga núna á mánudaginn heitir el Parador og er í Málaga. Hef spilaði hann einu sinni og á hann teiknaðann í litla rassvasa stílabók. Gerði nefnilega leikskipulag á hann þegar ég tók æfingarhring þar einu sinni með Gabriel og forstjóra San Miguel verksmiðjunnar. Hann ætti að vera þægilegri yfirferðar en el Prat.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 10:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.1.2009 | 21:20
Er verið að grínast í mér
Erum við ekki soldið að fara yfir strikið þarna. Af hverju setur blaðamaðurinn stóran hluta fréttarinnar í spurningaformi?
"Varð að flytja fundinn úr fundarsalnum í anddyri nýja hluta Laugardalshallarinnar svo allir kæmust fyrir. Var þétt setinn bekkurinn"
Þetta er svo fáránlegt......sér þetta enginn nema ég? Finnst öllum þetta eðlilegt? Finnst ykkur neðangreint ekki hljóma betur?
"Það varð að flytja fundinn úr fundarsalnum í anddyri nýja hluta Laugardalshallarinnar svo allir kæmust fyrir. Bekkurinn var þétt setinn."
Fjölmenni með réttlæti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
22.1.2009 | 20:20
8 Seconds
Ég reið nauti í dag!!!!!!!!
Það var fjör. Hámarkstíminn var 1
og hálf mínúta sem ég stútaði.
Spánverjinn hafði aldrei séð aðra eins meðferð og Víkingurinn notaði. Ég gróf bara í kvikmyndabankann og gerði eins og í myndunum. Setti hægri á hnúfan og þá vinstri sveiflandi í hringi til að halda jafnvægi. Rústaði nautinu.
Fór allt í allt í gegnum þrjá styrkleika áður en nautið lippaðist niður og hætti. Það má segja að ég hafi sett met þá og þar. Því engum hefur tekist að ríða nautinu lengur en ég (enda ekki hægt).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar