Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Ísland

Við vöknuðum í morgun og horfðum á Ísland sigra Pólland. Mikil spenna ríkti á heimilinu þar sem Sebastian lærði á ögurstundu að hvetja Ísland með "áfram Ísland". Annars hefðum við tapað.

Spænsku þularnir vildu greinilega fá Pólland áfram og voru stöðugt að bulla eitthvað gegn Íslandi sem meikaði ekkert sens. Augljóst að þeim finnst Ísland vera sterkari aðili því sigurvegarinn mætir sigurvegaranum í leik Spánar og suður kóreu.

ÁFRAM ÍSLAND


Sebastian Woods

Ég er búinn að kenna Sebastian golfsveifluna. Þegar ég geri æfingarsveiflu þá hermir hann og sveiflan hans lítur nokkuð vel út. Stundum stilli ég honum upp með rétta fótastöðu og legg lófana hans saman, stend fyrir aftan hann og læt hann sveifla alvöru sveiflu. Honum finnst ekkert jafn skemmtilegt.


Par vallar

Tók þátt í móti á Asía og paraði völlinn. Spilaði ágætlega en engar þrumur og eldingar. Þrjú af 6-7 löngum púttum duttu, tvö fyrir fugli og eitt fyrir pari. 

par-par-par-skolli-par-par-fugl-par-skolli=+1

par-par-skolli-par-par-fugl-fugl-skolli-fugl=-1

Samtals par og ágætlega sáttur sérstaklega við lokasprettinn.

Fékk 37 punkta sem er lækkun um 0.1 hæ hó og jibbí jei.

Fæ að vita á laugardaginn hvort þetta nægði til verðlauna eður ei. Verð pottþétt í topp þrír en spurningin er hvort ég vinn tvennupottinn líka. Það eru tvær par 3 brautir á seinni níu á Asíu og sá sem fær flesta fugla þar (1 eða 2) fær dinerillos (penining). Ég fékk einn þannig að líkurnar eru að ég splitti pottinum með einhverjum, efast um að einhver hafi fengið fugl á báðar brautirnar. Maður kannski fær uppí kostnað á 2-3 mótum.

Næsta mót er á laugardaginn á Lauro golf.

 


seim ól

Í dag var bara annar dagur, ekkert merkilegt að ske. Æfði og spilaði hring á Asíu þar sem ekkert gékk upp og allt úti. Kom samt inn á +4 en vona að þetta detti inn á morgun þar sem ég á teig kl 10:10 í mótinum.

ps. hér er mynd sem er svipuð fýlupúkanum. Soldið eins og gamall indjáni

Fýla


Budda Páls

María hefur verið með verk í bakinu í tvo daga og við ákváðum að láta kíkja á þetta í morgun þegar hún vaknaði öll stíf. Nú gengur hún með hálsspelku og einhver vöðvi er of spenntur eða eitthvað og hún þarf að taka einhver vöðvaslakandi lyf og taka það rólega. Þannig að ég geri allt á heimilinu til tilbreytingar og er í fríi frá golfinu.

Ég keypti Ben & Jerry´s fyrir hana til að chilla sig niður og nýt ég óspart ágóða af því.

Núna ætlum við að fara rölta úti með Seb því hann verður órólegur á að hanga svona inni allan daginn. Ætlum að fara á Miðaldar markaðinn hjá Kastalanum í Fuengirola (fúnkíróla), í dag er lokadagurinn og Maríu langaði svo að kíkja.

Er búinn að skrá mig í mót næstu þriðjudagana og næstu laugardagana til að hafa eitthvað til að stefna að.


Promotur

Tók þátt í móti á vegum Promotur.es og gékk ágætlega. Fékk 36 punkta á +4 og lenti í 4.sæti af sirka 70 manns. Ég rústaði náttúrulega höggleiknum en nei,nei, það myntist enginn á það í serimóníunni. Takk.

Sigurvegarinn fékk 38 punkta og naga ég mig í handabökin því ég hefði svo átt að vinna þetta. Á tveim par 5 brautum sem ég er vanur að sækja fullt af punktum klikkaði ég á upphafshögginu og fór í vesen. allavegana 3 högg þar farin ef ekki 4 ef ég hefði krækt í fugl á einni af tveim. EF,EF,EF.

Handabökin mín eru svo nöguð inn að beini útaf því að sá sem vann fær að keppa á Valderama í desember í lokamótinu. Sargasti durgur frá gröf í surgasta dargi!!!!!

Ég hef reyndar um 7 mót í viðbót á þessum promotur til að vinna eitt mót og koma mér á einn besta golfvöll Evrópu. Sjáum til hvort ég keppi á fleiri mótum á þessum túr. Aldrei að vita.

anyways....ég mætti ferskur kl 8:30 til að skrá mig inn og tékka með hverjum ég spilaði. Ta ta ta dam. Haldiði ekki að herra fýlusvipur sé með mér í holli Í ÞRIÐJA SINN Á ÞREMUR MÓTUM. Hverjar eru líkurnar. Á mínum heimabæ kallast þetta nú bara einelti. Honum finnst kannski skemmtilegt að spila með mér og togar í spotta til að nálgast mig, hann var nú einu sinni forseti klúbbsins.

Jæja, hann allavegana hélt áfram að vera ömurlega leiðinlegur á skoplegan máta. Eitt sinn átti hann teiginn og við þurftum að bíða smá. Svo var leiðin greið en kallinn eitthvað utan við sig og var ekki að fylgjast með þannig að ég segi, "jæja það er í lagi að gera núna". Hann bregst svona ílla við og segir, "gera, ég geri bara þegar mér sýnist". Ég og hinn strákurinn sem spilaði með okkur litum á hvorn annan og sögðum ekki orð. Halló. wassap.

Hann vissi greinilega að þessi viðbrögð hans voru óeðlileg því hann var augljóslega að hugsa um þetta þegar hann skellti tíinu upp þar sem hann stóð og ætlaði að slá þaðan. Ég varaði hann við og benti honum vinsamlega á að hann var sirka 7 metrum frá tíboxinu og hefði fengið 1-2 högg í víti ef ég hefði þagað og látið hann slá. Hann þakkaði ekki einu sinni fyrir hugulsemina.

Svo var það rúsínan í pulsuendanum þegar við vorum á leiðinni að klúbbhúsinu og hann sagði að ég hefði fengið 37 punkta. Ég vissi að ég var á +4 sem þýddi bara 36 punkta og sagði ég honum að ég héldi að svo væri. Þá snýr hann sér að mér í golfbílnum og segir, "helduru að ég hafi rangt fyrir mér"(en með svona hroka og yfirlætistóni). Hann hélt áfram og yfirlýsti, "ég hef rangt fyrir mér á sirka 25 ára fresti og það gerðist síðast fyrir 2-3 árum, þannig að....."

Ég bara horfði beint áfram og hélt pókerfési. Það er best að segja bara sem minnst við svona kalla. Ég beið bara eftir að fá skorkortið í hendurnar til að fara yfir það og benti honum svo kurteisislega á villuna sem hann gerði og þakkaði pent fyrir mig. Hasta luego Cabrón

Ég hefði náttúrulega átt að segja, bless,sjáumst eftir 25 ár þegar þú hefur næst rangt fyrir þér.

 


Sprengjusérfræðingur

cat
more cat pictures

Harold

cat
more cat pictures

Update

Sebastian bablar alveg útí eitt. Stundum heyrir maður ýmis orð eða frasa sem er honum óskiljanlegt en hljómar kunnuglega í okkar eyrum. Eitt stakk í stúf í dag þegar hann var röltandi um íbúðina og kom við á baðinu þar sem ég var. Hann stoppar eitt augnablik og segir við mig "megi guð vera með þér", svo fór hann bara sína leið og ég eitt spurningamerki í framan.

Hann er hins vegar farinn að geta tjáð sig með öðrum frösum eins og "hvað er þetta" og "mamma klæða". Svo veit hann um leið hvað er að gerast þegar við segjum "eigum við að fara út" þá segir hann "út, út" og fer að útidyrahurðinni.

Hann segir "ulla" þegar hann finnur eitthvað á gólfinu sem hann veit að er ullabjakk. Þá kemur hann með ullað með útrétta hendi og réttir okkur.

Svo er hann með alla þessa klassísku frasa og orð eins og "burri", "bí,bí".

Talandi um orð, englendingurinn sem ég spilaði með í gær hafði orð á því hve útsýnið á La Cala væri frábært og sagði við það tækifæri "you can actually see the med from here". Það tók mig 5 mín. að átta mig á því að þessi tímalausi töffari átti þá við the mediterranean Sea. jeeee....the med....Töffari.

 


-1

æfði í morgun og fór svo hring á Evrópu. Spilaði vel og kom inn á einum undir pari -1. Það er á hreinu að það hentar mér best að spila einn (gee wiz) og hratt. Fór hringinn á 1 klst og 50 mín.

Fór framúr 5 hollum, fyrsta hollið sem ég át upp voru að klára níu þegar ég var á leiðinni heim að klúbbhúsi eftir átján og höfðu orð á því hve snöggur ég var. phil.

Réttara skor væri sennilega -4 því ég var stöðugt að taka framúr og tvisvar gat ég lítið pælt í höggunum og fannst ég ekki vera tilbúin þegar ég sló sökum pressu frá fólkinu sem var að hleypa mér framúr. Eitt upphafshögg fór OB og kostaði mig tvö högg, leið ekki vel yfir boltanum sökum flýtimeðferðar og hefði átt að standa upp frá því. Svo kostaði það mig eitt högg næst þegar ég tók framúr vegna svipaðs atviks. Auðvitað á ég bara að slaka á og þetta er náttúrulega bara mín sök en samt soldið pirr.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband