Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008

Zohan

Horfðum á kvikmyndina Zohan með Adam Sandler og var hún hin ágætasta skemmtun. Þetta kennir manni að lesa aldrei gagnrýni frá atvinnugagnrýnendum. Hún fékk hræðilega dóma sem ég skil ekki. Þessi mynd átti að vera úber sillí og vitleysis húmor alsráðandi með söguþræði sem átti ekki að meika sens. Myndinni tókst það fullkomlega og ætti því að fá mjög háa einkunn hjá gagnrýnendum. En nei.....þeir virðast vera svo velgefnir að vilja bera allar kvikmyndir við meistarastykki sem fá óskara og aðrar myndir sem eiga ekki við í þessu tilfelli.

Þegar maður vill vitleysis rugl til afþreyingar þá er þetta gott dæmi um góðan valkost. Allavega höfðum ég og frúin mjög gaman af þessari mynd, og það er ekki eins og ég hafi mjög einfaldan smekk. bíats


Golf

Æfði í allan dag og fór svo hring á Asíu með Wayne hollywood og Carl sem er starfsmaður La Cala. Við lögðum smá undir og keppinn kom heilum 5€ ríkari heim. Fékk 36 punkta með 2 DOBBÚL skollum. Spilaði bara nokkuð vel og drævin eru þokkalega að koma sterk inn núna, einmitt þegar ég á tíma á miðvikudaginn hjá Leadbetter akademíunni til að laga þau. Læt þá bara laga eitthvað annað þá.

Fer í mót á morgun kl 9:30 á Evrópu og leggst það ágætlega í mig.


Óli er Morpheus

Þetta er rosalegt viðtal við Óla Stef eftir spánarleikinn. Þessi maður er ekki á sömu plánetu og við. Sem er bara fínt, leiðinlegt ef allir hugsuðu eins.

Smellið á linkinn hér að neðan til að sjá viðtalið

http://www.kvikmynd.is/video.asp?land=&offset=0&id=7020

 

Horfðum á úrslitaleikinn og erum nokkuð sátt með 5 marka tap. Hey, við töpuðum þó ekki með 6 marka mun eins og spánverjar á móti okkur.hehehehe lúsers.

Við erum á leiðinni á ströndina og ætlum að taka íslenska fánann með okkur og flagga honum duglega því VIÐ ERUM STOLT AF ÞVÍ AÐ VERA ÍSLENDINGAR.


Mót

Fór í mót í morgun á Lauro Golf sem er ágætis völlur hérna rétt hjá. Fékk 35 punkta og lék á +3.

Fyrri níu var ég ávallt í fuglafæri en var að réttmissa marga. Svo á seinni níu var ég bara að redda parinu í stað þess að vera í fuglafærum.

Í heildina spilaði ég nokkuð solid en með tveim lélegum púttum sem áttu að fara ofan í og nokkur lengri pútt sem ekki duttu. Högg hér og þar sem hefði mátt fara betur en aldrei nein stórkostleg vandræði.

Fór svo til La Cala eftir mótið til að tékka á hvort ég hafði unnið þarna um daginn. Kemur á daginn að ég lenti í 2. sæti og fékk líka peningaverðlaun fyrir fuglinn á par 3 holunni. Ég nennti ekki að bíða eftir athöfninni og þeir ætla bara að láta mig fá þetta næst þegar ég hitti þá. Ef ég fæ aftur rauðvín þá ætla ég að gefa það einhverjum á staðnum því við drekkum þennan viðbjóð ekki. Gef sennilega Wayne "hollywood" þetta þar sem við erum vinir.

Horfði á Liverpool vinna sinn annan leik í röð í deildinni sem er vel. Mænan í liðinu að redda þessu, carra og Gerrard. Leiðinlegt að sjá Arse tapa, en hey, það verður einhver að vera lélegur.


Ólýsanlegt

Það er nefnilega það!!!!!!!!!!!!!!!!!

Það var sem ég sagði, fórum létt með þess drjóla.

ÓTRÚLEGUR SIGURVILJI

Á ekki orð, hér erum við á spáni og getum ekki einu sinni öskrað af gleði því litli er að lúlla siestu.

Er að fara núna á Lauro golf að spila æfingarhring fyrir mótið á morgun og ég veit ekki hvernig einbeitingin mun verða. Fróðlegt.

ps. spænsku þularnir voru allan fyrri hálfleikinn að segja að þeirra menn væru betri og ísl. varnarmennirnir væru lélegir því þeir voru alltaf að fá brottvísanir. Svo voru þetta ótrúleg heppnismörk sem rötuðu inn hjá Íslendingum, nánast sama hvar þeir stukku upp, allt inn sökum heppni. Þeir þreyttust ekki á að minnast á að spánverjar hafa unnið ísl. 4-5 sinnum á síðustu þrem mánuðum.

Svo kom síðari hálfleikur og þeir fóru aðeins að tala um að nú þyrftu þeirra menn aðeins að herða sig. Svo bara á síðustu 10 mín. fóru þeir að viðurkenna að íslendingar væru betri í dag, en þá bara sökum þess að spánverjar mættu ekki í leikinn með sigurvilja.

Tippikal spánverjar. Svona hegðu fer svo í taugarnar á okkur að meira að segja María hélt með Íslandi bara til að þeir féngu þetta í fésið á sér.

 


Örn á par 4

Örn á par 4Á fyrstu braut Evrópu smellti ég upphafshögginu meter frá holu sem er ekki frásögufærandi nema hvað að þetta er par 4 og ég setti svo arnarpúttið niður. kabúúmmmm.

örn á par 4 dos


Nýjar myndir í albúmi 2

Við fórum til Málaga í morgun að kíkja á Feríuna, sem er hátíð sem stendur yfir í ca viku. Þar hittum við fyrir tengdó og röltum um allar trissur og enduðum á því að borða ravioli í miðbænum rétt hjá Calle Larios.

Við tókum nokkrar myndir og skelltum þeim inn á myndabloggið. Þeir sem ekki hafa lykilorðið eða eitthvað virkar ekki, endilega sendið mér meil og ég redda því. Sendið á

g o l f g u s (hjá) g m a i l . c o m


Ísland og Spánn

Þetta verður rosalegt...............

Spænsku þularnir eru núþegar farnir að sjá Spán í úrslitum. Þeir tala um að Spánn séu superiores gegn Íslandi og að þetta verði rosalegur úrslitaleikur gegn Frökkum á sunnudaginn.

mutha fössking......Davíð....hvar keyptiru aftur þetta öl þarna um árið.......Ef við vinnum þennan spánarleik þá skal ég lofa því að minnast á það við verðlaunaafhendinguna á Laugardaginn þegar ég tek við rauðvínsflöskunum fyrir 1.sætið. Bara verst að það verður meirihlutinn breskur viðstaddur og þeir hafa ekki guðmund um hvað handbolti er. En það sem mun verða þess virði verður svipurinn á fýlupúkanum sem er spænskur og mikill íþróttamaður,,,,,,in yo face.

Talandi um hann, kemur á daginn að hann er rosa tenniskappi, svo mikill að hann keppir enn á einhverri spænskri senior tennismótaröð. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband