Leita í fréttum mbl.is

Update

Sebastian bablar alveg útí eitt. Stundum heyrir maður ýmis orð eða frasa sem er honum óskiljanlegt en hljómar kunnuglega í okkar eyrum. Eitt stakk í stúf í dag þegar hann var röltandi um íbúðina og kom við á baðinu þar sem ég var. Hann stoppar eitt augnablik og segir við mig "megi guð vera með þér", svo fór hann bara sína leið og ég eitt spurningamerki í framan.

Hann er hins vegar farinn að geta tjáð sig með öðrum frösum eins og "hvað er þetta" og "mamma klæða". Svo veit hann um leið hvað er að gerast þegar við segjum "eigum við að fara út" þá segir hann "út, út" og fer að útidyrahurðinni.

Hann segir "ulla" þegar hann finnur eitthvað á gólfinu sem hann veit að er ullabjakk. Þá kemur hann með ullað með útrétta hendi og réttir okkur.

Svo er hann með alla þessa klassísku frasa og orð eins og "burri", "bí,bí".

Talandi um orð, englendingurinn sem ég spilaði með í gær hafði orð á því hve útsýnið á La Cala væri frábært og sagði við það tækifæri "you can actually see the med from here". Það tók mig 5 mín. að átta mig á því að þessi tímalausi töffari átti þá við the mediterranean Sea. jeeee....the med....Töffari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hann guðsonur minn er greinilega að ná því sem guðmóðir hans kenndi honum á íslandi,

kv Kata guðmóðir,

megi guð vera með ykkur.

Kata guðmóðir (IP-tala skráð) 15.8.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband