Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Æfing

Fór æfingarhring á Skaganum í dag. Spilaði frekar óreglulega. Járnin voru út. Ætla í keili á eftir að koma þeim inn úr kuldanum.

Annars fer ég út á morgun kl 9:20. Þarf að vakna 06:50 og vera mættur þarna 08:20. Snemma að sofa í kvöld, ekkert múður.

Eins og sjá má á myndinni spilaði ég fyrri níu með Erni ævari. Það kom maður frá golf.is og smellti einni af okkur og fékk kvót frá Erni um ástand vallar. Þetta er núna á forsíðu www.golf.is

Kallinn


Bensín

Ég tók bensín um daginn, heyrðu, það kostaði fusking 10.100 kr ......O M G

í öðrum fréttum er það helst að í dag var smá frí dagur, ég fór í keili og æfði frá 10-13 svo ætla ég bara að chilla.

Æfingarsvæðið í Keili er eitt það besta í Evrópu segi ég og skrifa. Allavega á topp 15. Það er allavegana ekkert svæði á Spáni sem er jafn gott. Get ímyndað mér að Ítalía og frakkland séu svipað léleg og spánn, bara túrista orienterað og ekkert lagt í æfingarsvæðin.

Básarnir þar eru snilld, upphitað gólf þannig að ekki frjósi motturnar, upphitarar til að hita rassinn á þér, hurðir sem hægt er að opna og loka að vild til að skýla fyrir vindinum. Svo eru þeir með gras fyrir framan sem slá má af á vissum dögum (mættu vera fleiri dagar).

Vipp og pitch aðstaðan er það sem mér finnst svo bera af. Þarna er hægt að æfa allt að 100 metra högg. Þrjú stór grín til að vippa inná. Það eina sem vantar þarna er að púttgrínið sé í betra ástandi, en það er samt mjög ásættanlegt.

Ég tók þátt í miðvikudagsmótaröðinni í gær og skoraði vel. Kom inn á pari og lækkaði um 0,3. Er núna með 3,4 í fgj. Húrra fyrir mér.


Litlu pungarnir sofandi uppí sófa

pungurMaría vakti litla af síðdegisblundinum og fór með hann uppí sófa. Þar dormaði hann yfir sápuóperunni hennar María.

Skvabbi Makk Skvabbson

Ég fór æfingarhring á Akranesi í morgun og lék þokkalega. 25 pútt sem er flott, einpúttaði fyrstu 6 og samtals 11 einpútt og 7 tvípútt.

Það var ekkert official skor því ég var að prófa að skjóta frá mismunandi stöðum. Kortið sýnir einn undir par en þar má bæta kannski 4-8 höggum við. Það var frekar mikill vindur í dag en vonandi verður skárra veður um helgina. (núna er spáð rigningu)

Á morgun tek ég þátt í miðvikudagsmótaröðinni í GKG. Hvíld á fimmtudaginn svo æfingarhringur á skaganum daginn eftir svo kaupþingsmótaröðin um helgina.

að öðru. ég hef tekið eftir því að það er betra viðhorf til mín frá fólki sem ekki þekkir mig. Áður fyrr þegar ég var Mr. Skvabbi makk skvabbson þá leit fólk á mig sem þennan venjulega búttaða bankamann sem er einn af mörgum á landinu. viðbjóðslega venjulegur og fýldur. Núna þegar ég er mr. hipp og happening, mr. slim jim, mr 23,1 kíló léttari, þá einhvern vegin er viðhorfið skemmtilegra. Fólk hefur meiri áhuga á því sem ég segi. Sem er vel. ég kann því bara stórvel.

óvör n át


EINN UNDIR PARI

Í dag fór ég 18 á GKG með Pétri og Tóta (a.k.a. íslenska draumnum). Ég kom inn á -1 sem er besta skor sem ég hef skilað inn í hús, takk fyrir. Ég var ekkert að brillera né setja löng pútt ofan í, heldur var bara aldrei í veseni og upphafshöggin voru þægileg og auðveld.

Ég byrjaði á fugli og svo skolla. Var inná í tveimur á þriðju brautinni og púttaði fyrir erni en endaði bara á pari (mjög pirrandi). Svo komu þrjú pör í röð og fugl á 7.holu sem er par 5. Fékk skolla á 10. en náði honum til baka á 12. með fugli. Restina paraði ég.

fugl-skolli-par-par-par-par-fugl-par-par=-1

Skolli-par-fugl-par-par-par-par-par-par=E

Þegar fimm brautir voru eftir byrjaði ég að finna smá spennu því þá byrjaði maður að hugsa um hugsanlegt skor. Á 17 átti ég eins og hálf meters pútt fyrir pari sem ég setti í og var mjög ánægður. Svo á 18 átti ég rúmlega meters pútt fyrir pari til að ná þessu skori og var frekar stressaður. Setti það niður eins og að drekka vatn og hef sjaldan liðið jafn vel eftir golfhring.

-1 með 40 punkta og 31 pútt. 50% hittar brautir og 61,1% hitt grín.

ps. takk Sverrir fyrir að hringja í mig þegar ég var í aftursveiflunni í öðru höggi á 12.braut. Takk Perla fyrir að hringja þegar ég var nýbúinn að stilla kúlunni upp til að pútta lokapúttið á 18.gríninu og rétt áður en ég þurfti að taka upphafshöggið á 16.brautinni. hmmmm kannski maður ætti bara ekki að vera með gemsan í vasanum á silent. Allavega frekar óþægilegt að finna titringinn í miðri aftursveiflu.


Dræmur

Mótinu í dag var aflýst sökum dræmrar mætingar. Þannig að ég fór bara að æfa, horfði á spánverja sigra svía og tók svo 18 á GKG.

Er ekkert að spila 100% vel finnst mér. er svona lala og í dag kom ég inn +5 og 31 pútt. Var ekki að einvippa og einpútta mikið og ekkert brill í gangi. Samt aldrei í veseni nema á einni braut þar sem ég fékk dobbúl.

Í gær fór ég 9 í mýrinni með Pepp og Hössa. Spilaði á +3 og í raun sama spilamennskan þar og í dag.

Þarf aðeins að spýta í greinilega. Koma svo......


Nýjar myndir

Nýjar myndir komnar í albúm 16


Meistari annað árið í röð

Meistari annað árið í röð.Ég keppti í móti á Kiðjabergi í gær í miklum vindi (eins og alltaf). Ég fæ 3 í forgjöf þarna en endaði á +5 eftir þrefaldan skolla á 15.holunni. Allt annað á hringnum var mjög flott og geng ég sáttur frá mótinu sem sigurvegari annað árið í röð.

Það sem var athyglisvert voru púttin, eða öllu heldur skortur þar á. bara 24 pútt þar af einungis 11 á seinni níu. Allt hefur sína skýringu þar sem ég hitti bara 39% grína þannig að ein vipp og ein pútt var að virka vel hjá mér. Hitti svo bara 43% brauta sem er ennþá fyrir neðan mitt meðaltal, ég er samt aldrei í neinum vandræðum, bara rétt fyrir utan braut.

Þess má einnig geta að á mótinu á Selfossi var ég á besta skorinu, heilum þrem höggum á undan næsta manni. Sigrar á tveimur mótum í röð, sigurganga the iceman heldur áfram. Ég hangi þó ennþá í þessari sömu forgjöf 3,7. Verð að fara lækka þennan djöful.


update

Haldiði að kallinn sé ekki að skríða upp töfluna....var að kíkja á úrslit kaupþingsmótsins um síðustu helgi og ég bara kominn í 61.sætið. jibbí....Lokaniðurstaða í mótinu hjá mér var sem sagt sæti 60-65 Alltaf að græða.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband