Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
11.6.2008 | 22:36
redemption
Ég fór í leiruna í gær til að spila í móti. Skemmst er frá því að segja að ég spilaði vægast sagt ílla. Búkurinn var greinilega þreyttur eftir allt sem áður hafði gengið á. Það sannaðist best á því að ég hvíldi mig vel í morgun í staðinn fyrir að fara í ræktina og svo í æfingar. Fór svo í mót á Selfossi og spilaði á forgjöfinni sem var 4 yfir par á þessum velli.
Ég var svo lúin í leirunni að ég var mikið að pæla að hætta eftir fyrri níu, fann soldið til í bakinu eftir ræktina og var með strengi hér og þar. Sveiflan var ekki til staðar í gær, enginn rythmi. En ég kláraði dæmið.
Þannig að mánudagurinn +1, þriðjudagurinn +11, miðvikudagurinn +4.
Ég spilaði með Sebastian Alexandersyni þeim gamalkunna handboltamarkmanni. Hann spilaði af 26,5 í f.gj og lækkaði sig umtalsvert í þessu móti. Hann sagðist aldrei hafa spilaði jafn vel og með mér. Við erum búnir að plana að spila aftur saman í næstu viku í sama móti (þetta er mótaröð).
Þegar við komum inn í skálann var klukkan orðin nánast átta og margir bílar fyrir utan. Ég sá blæjubíl með blæjuna niðri, bmw, bens og eitthvað meira sem ég kann ekki að nefna. Ég hugsaði með mér, vó, hvað er í gangi. Gékk inn og sá fullt af hnökkum vera að snæða pitsur og hamborgara. Allir saurbrúnir og hnakkaklipptir, helmingurinn í hlýrabolum og allir með goodfellas look á andlitinu.
Ég hélt að þetta væri bara urban legend, myth, að selfyssingar, (fyssingar!!!!!) væru svona eins og sagt er. En nei, nei, þetta er í alvöru svona þarna. Annar kúltúr.
Á morgun fer ég í mót á Kiðjabergi. Þetta mót er á vegum Rarik og höfum við mamma bikar og titla að verja síðan í fyrra. Sjáum til, það er spáð hörku veðri.
Ég ætla að sleppa þessari helv...rækt á morgnanna. Hún hefur ekkert gert nema eyðileggja einn golfhring fyrir mér. Maður kannski joggar smá úti í staðinn við og við. Í fyrramálið ætla ég bara að æfa golf í ca 2-3 tíma og svo er það bara mótið. bem.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.6.2008 | 21:33
GKG hringur
Jæja, fyrsti normal dagurinn minn hérna á Íslandi að líða undir lok. Dagurinn byrjaði snemma þar sem ég og mamma fórum í ræktina til að auka þolið og styrkja nokkra vöðvahópa. Svo var morgunmatur kl 10 og beint útá reinge með mömmu og Birni Degi. Við fórum í Keili í Hafnarfirði sem er langt um betri aðstaða en básar. Frábær sláttur aðstaða en að vísu bara á mottum. Frábær aðstaða fyrir vipp og chipp en púttgrínið var ekkert spes.
Hádegismatur kl 13 og svo var farinn fyrsti hringurinn á GKG síðan ég veit ekki hvenær. Það tók mig eina braut að læra á grínin því á Keili spíttist boltinn grunsamlega langt í vippum en á GKG voru grínin frekar mjúk og hæg, þannig að skolli á fyrstu en svo gekk betur.
Þetta var mjög stabíll hringur þar sem fram til 16.holu var ég búinn að para allt nema þrír skollar. Svo á 16.holunni sem er par 5 kom fyrsti fuglinn (það voru mörg fuglapútt sem vildu ekki í). Svo kom par og loks bjútifúl fugl á lokaholunni.
Fór hringinn sem sagt á +1 sem væri lækkun uppá 0,2. En það er ekki það sama að spila svona æfingarhring og svo að spila í móti. Tvennt ólíkt, miklu afslappaðara, allt samkvæmt reglunum en bara engin spenna né annað sem truflar hausinn á manni. Samt....ánægður með hringinn.
Þrátt fyrir gott skor hitti ég bara 46% brautir, hitti bara 55,5% grín (sem er sæmó) og 29 pútt.
Ég er búinn að raða niður mótum og það fyrsta er á morgun í Leirunni. Svo daginn eftir á Selfossi. Svo á fimmtudaginn í Kiðjabergi. Svo pása á föstudaginn og loks Þorlákshöfn á Laugardaginn. Allt eru þetta mót þar sem ég get lækkað/hækkað mig í forgjöf, til þess er leikurinn gerður.
Næsta vika fer svo í að undirbúa skagann þar sem ég ætla að fara þrjá æfingarhringi fyrir mótið um þá helgi. Þannig að ég tek fimm hringi á skaganum og tvö aukamót inná milli, eitt í GKG og annað í Hveragerði. Full vika það!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2008 | 23:07
á forgjöf
Spilaði seinni daginn svona lala. Hitti eitt gott upphafshögg og í heildina bara 5 brautir sem eru ca 27%. Meðaltalið hjá mér er í kringum 70% þannig að það má segja að ásinn hafi verið minn akkilerasarhæll í dag. Fyrir vikið var ég mjög oft utan brautar í þykku röffi að reyna að redda mér.
Endaði á +6 í dag með einn tvöfaldan skolla þar sem ég fór í bergvíkina Ætlaði að vera sniðugur og fade-a boltann til hægri á móti vindinum með fimm járni. Sneiddi of mikið á boltann sem rændi mig allri fjarlægð og kom upp ca 30 metrum short, beint í víkina. Tók því þriðja höggið aftur af teig með sömu kylfu en nú bara beint högg og endaði á gríni með tvípútt fyrir dobbúl.
Jákvætt:
- Engin misst pútt af stuttu færi, (meterspúttin svínvirkuðu)
- 100% upp and down úr glompu (setti boltann ávallt ca 50cm frá holu)
- vippin voru frábær, mjög oft upp og niður þegar á þurfti að halda
- Járnin voru ágæt
- Spilaði á forgjöfinni minni
Neikvætt:
- Ásinn var svellkaldur
- Járnin voru bara ágæt, ekki góð
- Þarf að betrumbæta innáhöggin (120m og niður)
Ég endaði jafn í 63-69 sæti, þeir röðuðu mér samt í 65 sæti sem er alveg á gráa svæðinu í sambandi við markmiðasetningu mína. Tæknilega séð vann ég þá 2 betri spilara því ég var með 67. bestu forgjöfina, jeiiiiii,,,,húrra fyrir mér. CRAP.
Smá vonbrigði en ok, I´ll take it. Bæting um 35 sæti síðan í fyrra. Það er vonandi að þegar ásinn dettur aftur inn að ég nái betri árangri. Næsta Kaupþings mót er á Akranesi þann 21-22 júní. Á meðan ætla ég að vera duglegur að þræða eins mörg mót og ég get.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
7.6.2008 | 21:40
hold the phone
Spilaði á +13 í dag. Hefði verið sáttur með +8 en þarna inni voru ca 5 högg þar sem einbeitingin var ekki í lagi. Restin af töpuðum höggum er útaf veðurskilyrðum.
Er í 61-65 sæti þar sem besta skor er +3.
Það var rigning allan tímann og á tíma hélt boltinn sér ekki á grínunum, hann fauk úr kyrrstöðu. Þetta var náttúrulega bara rugl veður og ég skil ekkert í mótstjórn að fresta ekki þessum degi. Þegar heimamaður sem er með -2 í forgjöf er að koma inn á +10 þá er það góð vísbending um að fresta eigi fussking mótinu.
Örn ævar +10, Haraldur Heimis (stigameistari síðasta árs á +10, sissó (landliðsmaður með -2 í f.gj) kom inná +9, Stefán Már +9, Björgvin Sigurbergs +8, Otto á +8. Bara rugl.
Morgundagurinn á að vera helmingi rólegri segja menn. Helmingi minni vindur og helmingi minni rigning. kannski að maður geti leikið smá golf þá.
Ég á teig 09:30
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2008 | 21:18
Fyrsti dagurinn veruleiki
jæja, ég lenti í gærkveldi eftir örstutt flug. Sleppti tollinum og fór rakleiðis að töskunum. Ferðataskan kom fljótlega en ekkert sást til golfkylfnanna. Ég var nánast orðinn einn eftir og fáar töskur á bandinu. Ég var orðinn virkilega stressaður yfir þvi að kylfurnar hefðu farið til írlands eða finlands. Svo í blálokin opnuðust dyr útí horni þar sem sérstakur farangur kemur út og þar var settið. hjúkkit.
Ég vaknaði kl 06:30 í morgun og var að golfast meira og minna í allan dag til að venjast íslenskum skilyrðum. Tók æfingarhring í leirunni í stífum vindi og kulda. Þetta var frekar erfið ganga þar sem ég er vanur vindi, en mildum og ilvolgum, og í buggy.
Ég var leeeengi útá velli að spila nokkrum boltum frá mörgum hugsanlegum aðstæðum. Tjékkaði mikið á grínunum og hvernig landslagið var á þeim.
Það sem er öðruvísi hérna á Íslandi er að grínin eru rosalega hæðótt. Á Spáni er maður kannski að sjá tvær til þrjár bungur og restin nánast flöt. Hérna er þetta bara rússíbanaferð. Það sem gerir þetta auðveldara er að grínin eru svo loðin að boltinn breikar frekar lítið í þessum bungum. Sjáum til á morgun.
Morgundagurinn verður mjög vindasamur, 12-16 metrar á sekúndu og rigning. Sennilega eitt versta golfveður sem hægt er að hugsa sér. En það góða við þetta er að allir sitja við sama borð. Skorið verður ekki gott en sá besti á morgun verður sá sem nær að stjórna boltanum í vindinum og hefur jákvætt hugarfar gagnvart þessum rugl skilyrðum.
Soldið skrýtið að hafa ekki Maríu og Sebastian hérna hjá sér. Við tölumst við á skype og er það vel.
pís
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.6.2008 | 19:17
Nýjar myndir
nokkrar nýjar myndir komnar inn.
Mín síðasta blogg færsla á Spáni í 2 mánuði þar sem ég flýg á morgun til Íslands. Mun að sjálfsögðu halda áfram við færslurnar á Íslandi.
Það eru allir frekar sorgmæddir hér, það verður mjög erfitt að vera svona lengi í burtu frá uppáhalds fólkinu mínum í þessu lífi. Þau koma reyndar til Íslands þann 26 júní, þannig að við erum að tala um 21 dag. Við höfum þó alltaf Skype-ið. (biðst fyrirfram afsökunar á því ef færslurnar byrja að verða væmnari og væmnari eftir því sem ég er lengur í burtu frá mínum heittelskuðu)
Ég á æfingarhring á föstudaginn kl 14. Svo hefur verið raðað í holl á laugardaginn og ég fer út kl 14:30. Skorið verður sennilega uppfært á þriggja holu fresti og ég hvet fólk til að fylgjast með á golf.is.
Farið inná golf.is, svo er farið í mótaskrá og fundið mótið sem heitir Kaupþings mótaröðin (2) þann 07.06.08, smellt á núverandi staða og mitt nafn fundið. Svo er bara að refressha(F5)
Fyrstu tölur hjá mér ættu að detta í hús kl ca 15:10
Yfir og út
Eilíft stríð og hvergi friður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.6.2008 | 19:25
Maurar
Fór í kennslu í dag og er kominn í nokkurs konar gír aftur.
Ótrúlegt hvað hendurnar á mér ætla ekki að láta sér segjast. Ég hélt að það væri kominn skilningur á milli mín og puttana um að vera vel siggi grónir og ekkert til trafala. 2 vikur án golfs og sagan endurtekur sig þar sem ég er strax kominn inn að kjöti eftir aðeins tvo daga af golfi. bara rugl.
Heyrðu, það eru til svona litlir maurar, svo hef ég séð aðeins stærri maura og svo risastóra maura. Þar með hélt ég að ég væri útlærður um maurategundir hérna á svölunum hjá mér. Nei, nei, þar eru komnir maurar MEÐ VÆNGI, ég segi það satt. Ótrúlegt.
Morgundagurinn fer í reinsið og smá pútt. Ætla ekkert að spila til að hvíla puttana. Næsti hringur verður æfingahringur í Leirunni á Íslandi.
Fór aftur Evrópu frá hvítum í, ótrúlegt en satt, LOGNI. Sullandi hiti og ég bara með 1,5 lítra af vatni, ég var uppskrælnaður þegar ég kom heim. Fór hringinn á +6 þar sem ég fékk einn tvöfaldann skolla og einn þrefaldan. Þetta voru tvö léleg upphafshögg (með ás og 7 járn) sem fóru í víti, þessi högg kostuðu mig sem sagt 5 högg en restin af hringnum var bara ágæt sigling.
85% hittar brautir, 66,7% hitt grín, 33 ömurleg pútt og 36 punktur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 10:57
Dómur nr. 2 er hér
Þetta er snilldar skífa hjá þeim strákunum. Sigur fyrir tónlistarheiminn. Heimurinn verður ekki eins eftir þetta. Eftir 100 ár verður talað um ,, fyrir Með suð...." og ,, eftir Með suð....", alveg eins og eftir og fyrir krist. Svona í alvöru talað þá er fyrsta lagið ágætt, minnir soldið á Led Zeppelin.
þess má geta að ég hef ekki heyrt plötuna en er samt alveg viss um að þetta er rétt.
Fyrsti dómurinn um væntanlega breiðskífu Sigur Rósar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.6.2008 | 20:45
Niðurskrifuð Markmið
Þá er búið að loka fyrir skráningu á annað kaupþingsmótaraðamótið þar sem 113 menn hafa skráð sig til leiks ásamt 20 konum. Mér sýnist flestir sem skipta máli vera mættir til leiks á þessu móti, fyrir utan Bigga Leif og Heiðar Davíð.
Ef allir spiluðu samkvæmt forgjöf myndi ég lenda í 66. sæti.
Það eru 35-40 menn með svo lága forgjöf að ég ætti ekki fræðilega að vinna þá nema eitthvað hræðilegt komi fyrir hjá þeim.
ÞANNIG AÐ.....
yfirlýst markmið fyrir fyrsta mótið í sumar hjá mér er að vera í kringum 40-60 sæti.
Allt betra en 40.sæti væri draumi líkast eftir aðeins tæplega 5 mánuði við æfingar. Allt verra en 66.sætið verður veðrinu/pressunni og dómaranum að kenna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar