Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
18.4.2008 | 13:51
Bílar
Þegar við snæddum í ráðstefnuhöllinni í gær þá sátum við með yfirsýn yfir hraðbrautina. Þar sem ég er Rúnarsson þá fór ég að mæla bílaflæðið og taldi bílana sem þar fóru um á 10 sek. fresti. Þetta voru um 42 bílar sem gerir 252 bílar á mínútu. Það gerir þá 15.120 bílar á klukkustund sem fara þarna framhjá á ca 120 km hraða.
14 tíma umferð væri þá eitthvað um 212.000 bílar.
Ég er búinn að fara í allar golfbúðir hér á svæðinu í leit að golfskóm. Finn enga svarta þægilega skó. Það selur enginn Puma skó hérna þannig að ég held ég verði að kaupa footjoy því miður. Er í stærð 42 og hálft ef einhver er að pæla
Kannski að maður panti bara Puma af netinu, soldið risky en hvað á maður að gera.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.4.2008 | 17:33
myndir frá ferðalaginu í dag komnir inn í albúm 12
já, mu kusa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 17:06
Ævintýraferð
Þar sem dagurinn bauð uppá rigningu þá kom María mér á óvart með óvissuferð. Við fórum til Palacio de ferias y congreso sem er huge bygging þar sem ráðstefnur og hátíðir eru haldnar. Húsið er í Picasso stíl og þegar maður keyrir framhjá því við innkomu til Málaga kemst maður ekki hjá því að taka eftir skrítnum stílnum sem stendur í stúf við raunveruleikann.
Af hverju fór María með mig þangað? Jú, hún hafði séð auglýst stóra exposición de golf þar sem allt sem viðkemur golfi var á sýningu fyrir gesti og gangandi. Þarna voru flestir golfklúbbar svæðisins með bása að kynna starfsemi sína, grasasérfræðingar að kynna grasarækt, sundlaugar, golfvallahönnuðir, golf útbúnaður og margt fleira.
Við tókum smá golfsprett á einum af mörgum Nintendo Wii stöðvunum sem buðu upp á að fólk prófaði þessa skemmtilegu leiki, og það reyndist stuð.
Svo fórum við í golfhermi þar sem ég tók 18. holuna á St. Andrews í nefið. Tók upphafshögg með einhverjum driver sem ég fann og nelgdi kúlunni 70 metra frá gríni. Svo var það wedge sem endaði 2 metra frá holu og nærstaddir tóku andköf af hrifningu. Fékk svo ekki að pútta þar sem það var ekki hægt í þessum annars miðlungshermi. Þannig að ég lauk holunni á tveim höggum þar sem parið er fjórir og nokkuð sáttur bara með örninn
Við kíktum svo í iðnaðarhverfið eitt þarna rétt hjá til að gá hvort við fyndum puma heildsalan sem segist vera þarna. Það var náttúrulega ómögulegt þar sem um milljón, ég endurtek, milljón heildsalar eru þarna með sínar skemmur. Puma bíður þá bara betri dags, en það sem við höfðum uppúr krafsinu í þessari leit okkar voru hórurnar á hringtorgunum. Við skemmtum okkur konunglega við að fylgjast með köllum í bílum prúttandi verð fyrir það sem hórur gera á annað borð.
Við enduðum leiðangurinn á að fara í búð til að kaupa inn fyrir afmæli Sebastians þann 19.apríl. María keypti heljarinnar tertu með mikka mús og fullt af pulsum í pulsupartíið sem verður hér annað kvöld.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.4.2008 | 08:21
strákurinn
Stundum er maður tímunum saman á einhverju púttgríni eða að vippa einsamall og þá fara skrítnir hlutir að gerast. Ég er ósjálfrátt farinn að tala óþarflega mikið við boltann í höggunum. Eins og þegar hann er á leiðinni að holu en mér finnst hann eigi ekki eftir að ná, kalla ég á eftir honum, go go go go. Ef hann dettur hrópa ég, Sjáiði strákinn! Ef hann dettur ekki í holu segi ég, Drasl, eða Sargasti.
Svo eru ýmsir frasar sem maður hefur tekið upp hér á Spáni á golfhringnum sem sumir [lesist Pétur] eiga eftir að hakka í sig þegar heim kemur.
Þegar boltinn sýnist ferðast of langt í innáhöggum þá hrópar maður, baja, baja, sem þýðir lækka. Ef boltinn sýnist ferðast of stutt þá hrópar maður, vuela, vuela, sem þýðir fljúgðu.
Þegar boltinn virðist ætla hreinlega ofaní en maður er samt sem áður ekki viss þá hrópar maður, que sea el palo, que sea el palo, sem þýðir vertu kylfan, vertu kylfan, eða be the right club.
Svo í pitch eða chippum þá vill maður stundum að boltinn snarstoppi þá hrópar maður muerde, muerde, sem þýðir bíttu, bíttu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
16.4.2008 | 18:21
Range Rover
María og Seb skutluðu mér á range-ið í morgun og tók ég 2 tíma þar. Fór svo niður á La Cala (10 mín labb) og æfði pútt. Skráði mig svo í 18 holur á Evrópu og það vildi svo til að ég spilaði með strák sem ég hef séð milljón sinnum á range-inu. Hann heitir Ian og er írskur og er partur af svokölluðum Elítu hóp hjá David Leadbetter. Við spiluðum af hvítum teigum og ég tók hann í nefið. Hann er með 0 í forgjöf, okey ég tók hann kannski ekki í nefið, en vann hann samt.
Ég var að spila mjög vel, sérstaklega með járnunum. Laser.
Hann var kominn með 0 í forgjöf 14 ára. Veit nú ekki hvað hann hefur verið að gera síðan því hann er enn þar. Hlýtur að hafa misst áhugann eða eitthvað.
María og Seb fóru sem sagt til tengdó til Málaga að versla og slíkt. Það var fjör hjá þeim og María keypti fullt af barnafötum sem honum vantaði fyrir aðeins 35.
Á morgun er frí hjá mér því við ætlum að bardúsa eitthvað hér og þar. Kaupa m.a. nýja golfskó því Adidas skórnir eru úr sér gengnir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.4.2008 | 19:10
Dagurinn í dag
Fór og talaði við framkvæmdarstjórann á Lauro Golf í sambandi við að fá að æfa á svæðinu góða. Hann gúdderaði það ekki, þeir vilja ekki gera neinar undantekningar með það, crap. Þeir vilja ekki að almúgurinn komist uppá lagið með það ef einhver sæi mig þarna þá myndu fleiri vilja æfa þarna á þessu svæði þar sem range-ið mun opna.
En hann gerði mér hins vegar tilboð sem ég gat ekki hafnað.
Hann setti mig á svokallaðan bono gratuito lista þar sem ég er gerður að meðlimi klúbbsins án þess að borga og fæ ég mitt kort með mynd af mér sem gerir mér kleift að spila völlinn fyrir 20 í stað 50-90 eins og almúgurinn. okayyyy, ekki kannski að biðja um það en snilld.
Þannig get ég tekið þátt í vikulegum mótum fyrir aðeins 20 í stað 50 til að lækka mig í forgjöf.
Var þarna í 2 tíma að æfa vipp. Fór svo á La Cala og æfði pútt í 2 tíma. Tók svo 18 á Evrópu með Gabriel. Spiluðum báðir ílla þar sem lítið gékk upp.
There´s always tomorrow, eins og skáldið sagði.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.4.2008 | 21:32
statistik
Hér að neðan er smá tölfræði yfir nokkra hringi sem ég hef dúndrað inn í forritið mitt góða StatDoctor. Þetta eru hringir frá mars og eru ýmist frá Ameríku/Evrópu/Asíu.
Skor - Pútt - Hitt Grín - Hitt Braut
75 - 34 - 66.67% - 76.92%
75 - 31 - 50% - 71.43
77 - 26 - 33.33% - 46.15%
75 - 30 - 55.56% - 84,62%
73 - 31 - 61.11% - 100%
73 - 27 - 44.44% - 69.23%
74 - 31 - 61.11% - 92.31%
73 - 27 - 61.11% - 84.62%
Meðalskor er 74.375 (sem þýðir ca 3.375 eða 4.375 yfir pari)
Meðalfjöldi pútta er 29,625 (44. sætið á evrópska túrnum)
Meðaltal Grína í réttum höggafjölda er 54,2% (þarf að bæta um minnsta kosti 15%)
Meðaltal upphafshögga á braut er 78,16% (myndi skila mér í 2.sætið á evrópska túrnum)
Reyndar eru gæjarnir á túrnum að spila við aðeins erfiðari aðstæður, ehem.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 20:37
Europe
Vaknaði seint útaf því að ég horfði á masterinn til kl 2 í nótt. Kominn á Lauro kl 11 og tók vipp og pútt í 2 tíma. Ætlaði svo að fara á óopnaða range-ið en þar beið mín maður sem sagði mér að ekki mætti nota svæðið ennþá. Dem. Ég ætla á morgun að tala við stjórann og tala hann til. Ætla að spurja hvort ég megi ekki vera þá bara á hinum enda svæðisins þar sem enginn mig sér. Þau hljóta að leyfa mér það, annað er bara rugl.
fór svo á La Cala og tók 18 á Evrópu með Gabriel. Ég hefndi mín eftir ósigurinn um helgina og vann kvikindið.
Ég spilaði ágætlega (+4) og greinilegt að það borgar sig að æfa þessi vipp. Var mjög öruggur þar ásamt því að spila vel með járnum og trjám. Það er samt alltaf eitthvað, er það ekki.... í þetta sinn voru púttin að stríða mér og endaði ég á 34 púttum!!!! 30 pútt eru normal. 27 pútt gott en 34 er hræðilegt. Þrípúttaði tvisvar í röð sem er hlægilegt.
Klikkaði á 5 púttum sem hefðu átt að detta. ýmist bein lína eða mjög einfalt pútt. Þessi 5 pútt enduðu öll eins, á perfect línu en voru 5-15 cm of stutt. ressget
á morgun ætla ég sem sagt aftur í vipp og pútt á Lauro og tékká range-inu.
Gabriel spilaði í gær á Atalaya golf og setti sitt all time besta hringjarmet. Hann endaði á -5 og kom sjálfum sér mjög á óvart. Vanalega er hann að spila á svipuðu skori og ég en þarna datt inn hringur þar sem hann var í engu veseni með neinn þátt í spilamennskunni. Góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 22:14
Trevor Immelman
Varúð! hafið ælufötu og handklæði nálægt áður en þessi færsla er lesin
Ég fór til golf kennara um daginn þar sem ég var tekinn upp á myndband og sveiflan greind í þaula. Kennarar reyna alltaf að finna svipaða sveiflu hjá einhverjum frægum golfara til að bera saman við þína sveifla. Þetta er gert til að sýna manni hvernig fullkomin sveifla lítur út á móti eigin sveiflu.
Kennarinn tók smá tíma í að leita að eins sveiflu og ég er með og fann hana að lokum. Kemur á daginn að sveiflan mín er nauðalík sveiflu Trevor Immelman og var ég ávallt borinn saman við hann það sem eftir var og allt tekið uppá myndband.
Það er skemmtilegt að segja frá því, og mér til ómældar ánægju, að þessi Trevor Immelman frá Suður Afríku er í þessum töluðu orðum að vinna Masterinn í golfi (eitt af 5 stærstu mótunum á ári hverju og er draumur sérhvers golfara að vinna).
Orðið á götunni og það sem er sagt á túrnum er að það séu tvær nánast fullkomnar sveiflur þarna úti í dag. Eigandi þeirrar fyrri er Tiger Woods og þá seinni á Trevor Immelman. Sveiflu Immelman er ávallt líkt við sveiflu Ben Hogan sem er að flestum talinn hafa verið með fallegustu sveiflu allra tíma í golfsögunni.
Nei, mér datt nú bara í hug að deila þessu með ykkur. Er fatan orðin full
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 5
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar