Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Lauro

Skutlaði Maríu og Seb til tengdó í morgun og fór á Lauro Golf að æfa stutta spilið. Skyndilega frábær aðstaða þarna, þetta er ekki lengur sveita völlur heldur alvöru 27 holu völlur með frábærri æfingaraðstöðu fyrir stutta spilið. Svo eru þeir að opna nýtt range þarna í sumar og svokallaða golf akademíu fyrir ofan vegin. Á meðan að rangeið er óopnað þá get ég vafrað þar um og slegið mína eigin bolta fram og til baka, sem er einmitt það sem ég var að leita að. Frábært að geta æft þessi 120/100/80 metra högg og niður úr í rólegheitum á opnu svæði þar sem enginn er nema ég. Hef þetta sem sagt svona þar til í sumar.

Er núna að horfa á Man-ars á netinu og seinni helmingur er að byrja....síjú


Arg-en-tína

Var mættur snemma útá völl, Sebastian sá til þess að ég vaknaði klukkan 6 svona til að vera viss um að ég svæfi ekki yfir mig.

Range-ið opnar ekki hjá þeim fyrr en kl 9 og ég átti teig 9:04,,,,sniðugir.

Ég var í fyrsta holli með Gabriel, Nikolas frá Argentínu og Paco frá Spáni. Soldið einkennilega raðað í hollið því allir nema Paco voru lágforgjafarmen. Paco greyið með 19 í forgjöf og var frekar veiklulegur á fyrsta teig. Hann náði samt að komast í ágætan gír þegar leið á.

Gæinn frá Argentínu var með 4 í forgjöf en ætti að vera með 0 því spilamennskan var rosaleg. Þegar hann var yngri, 17 ára þá var hann með 0 en hætti í golfi (why) og byrjaði bara fyrir einu og hálfu ári síðan aftur. Gæinn spilaði ótrúlegt golf, kom inn á -2 en hann klúðraði síðustu brautinni, auðveld par 5 þar sem hann reyndi við grínið í tveim en fór í vatn við hliðiná og fékk skolla), óheppinn.

Gabriel spilaði á +4 og ég á +6. Enn og aftur voru það vippin og púttin sem smullu ekki. Ég var á járnunum og ásnum líkt og Haukur á bráð. Sló ótrúlega vel og er mjög ánægður með allt nema stuttu draslið. Helvítis stutta draslið. Næsta vika mun öll fara í vipp og pútt, ætla að eyða ca 5 tímum á dag í það og restina í spil, ekkert range. Starting tomorrow.

Það er svo auðvelt að tína til högg sem betur hefðu getað farið en á þessum hring voru það 3 vipp sem voru svona lazy vipp sem fóru 4 metra í stað 10. 3 stutt pútt sem ég klikkaði á (meters pútt, rugl) og annað auðvelt þráðbeint pútt fyrir fugli en datt ekki. Svo var eitt högg sem fór of langt sökum vanþekkingar á vellinum. Loks 3-4 100 metra högg sem fóru ekki nógu nálægt. Svo voru að sjálfsögðu öll þessi fugla pútt sem ekki duttu. Og þannig sé ég hringin.

anyways

Nikolas vinnur punktakeppnina pottþétt. Hann var með 5 högg í forgjöf á þessum velli og fór svo á -2 sem gerir bæting um 7 högg. 43 punktar, hann lækkar um ca 1 heilan, sem er HUGE fyrir lágforgjafamann. Mót eru yfirleitt að vinnast á ca 35-38 punktum hérna.

Hann kemur einnig inn á besta skorinu pottþétt. Lean, mean christmas for the dragon family this year. Vonandi verður stutta spilið komið í lag fyrir næsta mót.


Golf

Dagurinn var tekinn snemma og járnin hömruð. 2 tímar í vipp og 2 tímar í pútt um morguninn. Solid.

Eftir hádegi fór ég 18 á Evrópu og mér var alveg hætt að lítast á blikuna á fyrstu holunum. Fékk þrjá fugla á fyrstu fjóru holunum. Hamraði járnin líkt og fiðlari spilar á fiðlu.

Náði reyndar ekki að halda uppi taktinum og voru seinni 9 frekar slappar. Endaði á +5 sem er hræðilegt miðað við rönnið í byrjun. Vippin duttu út á seinni helmingnum sem kom mér frekar á óvart eftir æfingarnar um morguninn.

Fór að sjálfsögðu í vippin eftir hringin og æfði í 2 tíma í viðbót.

Á morgun fer ég í mót á Lauro Golf og á teig kl 09:04 og sökum úber tilviljunar þá er ég í holli með Gabriel. Sjáum hvernig gengur. Takmarkið er að vinna Gabriel.


Verkamenn

Það vakti kátínu mína þegar ég spilaði Alhaurin Golf hversu óheflaðir meðspilarar mínar voru. Ég spilaði með Jose, Guillermo og Romero (jón, Karl og Rúnar). Jose var verkamaður og vann í byggingarvinnu á sínum árum og vegna þess þóttist hann vera sérfræðingur í að lesa púttlínur. Aldrei klikkaði hann á að skoða allar línurnar fyrir mig og benda á staðinn þar sem kúlan mín átti að fara. Þegar ég klikkaði á púttum þá benti hann aftur á staðinn (kannski allt annar staður) og sagði, ,,ég sagði hingað, ekki þangað. Hefðir átt að gera eins og ég sagði þér". Eða ,, af hverju fórstu þangað? af hverju púttaðiru ekki hingað?"

Ekkert óþolandi neitt...neiiiiii.

Svo voru þeir félagarnir alltaf á hreyfingu þegar maður var að slá og oftar en ekki kjaftandi um fólkið fyrir framan okkur, blótandi því í sand og ösku.

Sem betur fer snérust þeir á punktinum og fóru heim nákvæmlega þegar klukkan sló 13. Matur. Ekkert má raska rútínunni, alltaf matur kl 13. Bara hættu á 12 holu eins og ekkert var.

Þrátt fyrir að vera frekar óheflaðir og lítið lærðir í listinni að vera golfari þá björguðu þeir eiginlega deginum. Það var bara gaman að fylgjast með þeim og hlæja í laumi að Nonna, kalla og rúnna.


Hraði

Það er aftur vont veður í dag. Það rofaði til um hádegisbil og dreif ég mig út á range og sló nokkrum boltum. Skaust svo uppá völl og dreif mig 18 holur á Asía vellinum. Spilaði einn og tók fram úr 6 hollum. Hringurinn tók mig 2 tíma enda var ég stöðugt að horfa upp í loftið og sá skýin ógna rigningu. Í upphafshögginu á 18.brautinni byrjaði að dropa og þegar ég setti settið inn í bíl og ræsti hann byrjaði að helli rigna. Djöfull var ég sáttur þá. Náði að skvísa þessum 18 holum inn á milli skúra. Það var náttúrulega hífandi rok allan hringin en það var bara gaman.

Ég spilaði líkt og vindurinn.

Spilaði sem hanski.

Kom inn á +3 og með 31 pútt sem segir ekki alla söguna. Grínin hafa greinilega ekki verið slegin í 2-3 daga vegna veðurs og var ég að pútta í frumskóg að virtist. Ímynda mér að það hafi verið ca 3-5 pútt sem áttu að vera í en skoppuðu og boppuðu fram hjá sökum lélegs gríns. Þannig að ég er mjög sáttur.

Núna er bara að chilla og bíða eftir masters sem byrjar kl 22 í kvöld á netinu. Útsendingin er til 3 í nótt. Sjáum til hvað ég duga. Á morgun á hann að haldast þurr en mikill vindur (sem hentar mér ágætlega) þannig að ég ætla að reyna að henda inn góðum æfingardegi. sjáum til.

 


4 nýjar myndir

4 nýjar myndir í myndir 12 af litla púng

Verkstæði

Loksins gengur eitthvað eins og smurt brauð í þessu landi. Fórum á Ford verkstæðið og var vísað beint inn um hurðina með bílinn án þess að bíða. Gæjinn leit á húddið, opnaði það með herkjum, sá að apparatið sem er opnarinn á húddinu hafði dottið úr. Fann það aðeins neðar. Festi það aftur í. Hamraði aðeins beygluna þannig að hún sléttist út. Málið dautt á 3 mínútum. Og í þokkabót rukkaði hann ekkert fyrir þetta. Gratis.

Kannski spilaði það aðeins inní að hann vissi að María er dóttir Antonio Varón sem er þekktur þarna og þokkalegur virtur.

Rifjuðum aðeins upp okkar 4 mánuði hérna á Spáni og kemur á daginn að við höfum lent í ansi mörgu hérna á stuttum tíma.

Höfum verið rænd.

Lent í bílárekstri.

Telefonica sagðist rukka okkur 16€ en rukkuðu okkur 123€ fyrir línuna.

Kellingarnar í heilbrigðiskerfinu að bögga okkur og vildu fyrst ekki taka við okkur (sem var bara bull, rasistar).

Vilja ekki meta námið hennar Maríu sem gilt hérna á Spáni (erum samt enn að vinna í því, bara bull, sættum okkur ekki við það).

Sjónvarpið brann yfir.

Rafmagnið kostar ekki 20€ heldur 240€ fyrir tvo mánuði.

Borguðum inná bílinn okkar, ætluðum að pikka hann upp þá var búið að selja hann öðrum, þurftum að velja okkur annan.

Ætluðu að rukka okkur þrisvar sinnum 70€ fyrir einhverja barnasprautu. rukkaðu þetta ###

Samt bara gaman að þessu. Við erum ótrúlega sátt hérna þrátt fyrir allt og finnst okkur við vera að lifa drauminn.


Kóngurinn á Anfield

Þvílík spenna, þvílíkt drama.

Liverpool vann arsenal 4-2 og eru komnir í undanúrslit champions league.

Þegar Arsenal jafnaði 2-2 þegar um 6 mínútur voru eftir (og þannig komnir áfram) þá slökkti ég á sjónvarpinu. Settist við tölvuna í 30 sek þangað til að það rann upp fyrir mér að mínir þurftu bara eitt mark í viðbót. Kveikti á sjónvarpinu og sá Gerrard stilla boltanum upp á vítapunktinum. Þegar hann skoraði ætlaði allt um koll að keyra.

Hef sjaldan verið svona nervus, var hugsað til leiksins 89 þegar ég var á steiná í sveit og horfði á liverpool tapa fyrir arsenal og grenjaði eins og lítil stelpa.

Það er talað um að Kóngurinn sé snúinn til baka á Anfield. El Nino.

Ekkert fallegra en að upplifa það þegar liðið þitt skorar til að komast áfram og spænski þulurinn öskrar

GOOOOOOoooooooooooooooooooooooooooooooool Torrrrrrrrreeeees, 

el rey ha vueltooooooooooooooo,,,,,,,,,,,,,,,eeeeeel Rey del Anfield


Mjási

Humorous Pictures
see more crazy cat pics

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband