Leita í fréttum mbl.is

Trevor Immelman

Varúð! hafið ælufötu og handklæði nálægt áður en þessi færsla er lesin

Ég fór til golf kennara um daginn þar sem ég var tekinn upp á myndband og sveiflan greind í þaula. Kennarar reyna alltaf að finna svipaða sveiflu hjá einhverjum frægum golfara til að bera saman við þína sveifla. Þetta er gert til að sýna manni hvernig fullkomin sveifla lítur út á móti eigin sveiflu.

Kennarinn tók smá tíma í að leita að eins sveiflu og ég er með og fann hana að lokum. Kemur á daginn að sveiflan mín er nauðalík sveiflu Trevor Immelman og var ég ávallt borinn saman við hann það sem eftir var og allt tekið uppá myndband.

Það er skemmtilegt að segja frá því, og mér til ómældar ánægju, að þessi Trevor Immelman frá Suður Afríku er í þessum töluðu orðum að vinna Masterinn í golfi (eitt af 5 stærstu mótunum á ári hverju og er draumur sérhvers golfara að vinna).

Orðið á götunni og það sem er sagt á túrnum er að það séu tvær nánast fullkomnar sveiflur þarna úti í dag. Eigandi þeirrar fyrri er Tiger Woods og þá seinni á Trevor Immelman. Sveiflu Immelman er ávallt líkt við sveiflu Ben Hogan sem er að flestum talinn hafa verið með fallegustu sveiflu allra tíma í golfsögunni.

Nei, mér datt nú bara í hug að deila þessu með ykkur. Er fatan orðin full Devil


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Úhúúú.... bara flottur.  það verður gaman að fylgajst með þér á túrnum hér heima í sumar!!!!!!!

Móðir golfarans (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 08:53

2 identicon

Cooool    

Kata (IP-tala skráð) 14.4.2008 kl. 22:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband