Færsluflokkur: Bloggar
14.4.2008 | 21:32
statistik
Hér að neðan er smá tölfræði yfir nokkra hringi sem ég hef dúndrað inn í forritið mitt góða StatDoctor. Þetta eru hringir frá mars og eru ýmist frá Ameríku/Evrópu/Asíu.
Skor - Pútt - Hitt Grín - Hitt Braut
75 - 34 - 66.67% - 76.92%
75 - 31 - 50% - 71.43
77 - 26 - 33.33% - 46.15%
75 - 30 - 55.56% - 84,62%
73 - 31 - 61.11% - 100%
73 - 27 - 44.44% - 69.23%
74 - 31 - 61.11% - 92.31%
73 - 27 - 61.11% - 84.62%
Meðalskor er 74.375 (sem þýðir ca 3.375 eða 4.375 yfir pari)
Meðalfjöldi pútta er 29,625 (44. sætið á evrópska túrnum)
Meðaltal Grína í réttum höggafjölda er 54,2% (þarf að bæta um minnsta kosti 15%)
Meðaltal upphafshögga á braut er 78,16% (myndi skila mér í 2.sætið á evrópska túrnum)
Reyndar eru gæjarnir á túrnum að spila við aðeins erfiðari aðstæður, ehem.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2008 | 20:37
Europe
Vaknaði seint útaf því að ég horfði á masterinn til kl 2 í nótt. Kominn á Lauro kl 11 og tók vipp og pútt í 2 tíma. Ætlaði svo að fara á óopnaða range-ið en þar beið mín maður sem sagði mér að ekki mætti nota svæðið ennþá. Dem. Ég ætla á morgun að tala við stjórann og tala hann til. Ætla að spurja hvort ég megi ekki vera þá bara á hinum enda svæðisins þar sem enginn mig sér. Þau hljóta að leyfa mér það, annað er bara rugl.
fór svo á La Cala og tók 18 á Evrópu með Gabriel. Ég hefndi mín eftir ósigurinn um helgina og vann kvikindið.
Ég spilaði ágætlega (+4) og greinilegt að það borgar sig að æfa þessi vipp. Var mjög öruggur þar ásamt því að spila vel með járnum og trjám. Það er samt alltaf eitthvað, er það ekki.... í þetta sinn voru púttin að stríða mér og endaði ég á 34 púttum!!!! 30 pútt eru normal. 27 pútt gott en 34 er hræðilegt. Þrípúttaði tvisvar í röð sem er hlægilegt.
Klikkaði á 5 púttum sem hefðu átt að detta. ýmist bein lína eða mjög einfalt pútt. Þessi 5 pútt enduðu öll eins, á perfect línu en voru 5-15 cm of stutt. ressget
á morgun ætla ég sem sagt aftur í vipp og pútt á Lauro og tékká range-inu.
Gabriel spilaði í gær á Atalaya golf og setti sitt all time besta hringjarmet. Hann endaði á -5 og kom sjálfum sér mjög á óvart. Vanalega er hann að spila á svipuðu skori og ég en þarna datt inn hringur þar sem hann var í engu veseni með neinn þátt í spilamennskunni. Góður.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.4.2008 | 22:14
Trevor Immelman
Varúð! hafið ælufötu og handklæði nálægt áður en þessi færsla er lesin
Ég fór til golf kennara um daginn þar sem ég var tekinn upp á myndband og sveiflan greind í þaula. Kennarar reyna alltaf að finna svipaða sveiflu hjá einhverjum frægum golfara til að bera saman við þína sveifla. Þetta er gert til að sýna manni hvernig fullkomin sveifla lítur út á móti eigin sveiflu.
Kennarinn tók smá tíma í að leita að eins sveiflu og ég er með og fann hana að lokum. Kemur á daginn að sveiflan mín er nauðalík sveiflu Trevor Immelman og var ég ávallt borinn saman við hann það sem eftir var og allt tekið uppá myndband.
Það er skemmtilegt að segja frá því, og mér til ómældar ánægju, að þessi Trevor Immelman frá Suður Afríku er í þessum töluðu orðum að vinna Masterinn í golfi (eitt af 5 stærstu mótunum á ári hverju og er draumur sérhvers golfara að vinna).
Orðið á götunni og það sem er sagt á túrnum er að það séu tvær nánast fullkomnar sveiflur þarna úti í dag. Eigandi þeirrar fyrri er Tiger Woods og þá seinni á Trevor Immelman. Sveiflu Immelman er ávallt líkt við sveiflu Ben Hogan sem er að flestum talinn hafa verið með fallegustu sveiflu allra tíma í golfsögunni.
Nei, mér datt nú bara í hug að deila þessu með ykkur. Er fatan orðin full
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
13.4.2008 | 16:06
Lauro
Skutlaði Maríu og Seb til tengdó í morgun og fór á Lauro Golf að æfa stutta spilið. Skyndilega frábær aðstaða þarna, þetta er ekki lengur sveita völlur heldur alvöru 27 holu völlur með frábærri æfingaraðstöðu fyrir stutta spilið. Svo eru þeir að opna nýtt range þarna í sumar og svokallaða golf akademíu fyrir ofan vegin. Á meðan að rangeið er óopnað þá get ég vafrað þar um og slegið mína eigin bolta fram og til baka, sem er einmitt það sem ég var að leita að. Frábært að geta æft þessi 120/100/80 metra högg og niður úr í rólegheitum á opnu svæði þar sem enginn er nema ég. Hef þetta sem sagt svona þar til í sumar.
Er núna að horfa á Man-ars á netinu og seinni helmingur er að byrja....síjú
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.4.2008 | 16:12
Arg-en-tína
Var mættur snemma útá völl, Sebastian sá til þess að ég vaknaði klukkan 6 svona til að vera viss um að ég svæfi ekki yfir mig.
Range-ið opnar ekki hjá þeim fyrr en kl 9 og ég átti teig 9:04,,,,sniðugir.
Ég var í fyrsta holli með Gabriel, Nikolas frá Argentínu og Paco frá Spáni. Soldið einkennilega raðað í hollið því allir nema Paco voru lágforgjafarmen. Paco greyið með 19 í forgjöf og var frekar veiklulegur á fyrsta teig. Hann náði samt að komast í ágætan gír þegar leið á.
Gæinn frá Argentínu var með 4 í forgjöf en ætti að vera með 0 því spilamennskan var rosaleg. Þegar hann var yngri, 17 ára þá var hann með 0 en hætti í golfi (why) og byrjaði bara fyrir einu og hálfu ári síðan aftur. Gæinn spilaði ótrúlegt golf, kom inn á -2 en hann klúðraði síðustu brautinni, auðveld par 5 þar sem hann reyndi við grínið í tveim en fór í vatn við hliðiná og fékk skolla), óheppinn.
Gabriel spilaði á +4 og ég á +6. Enn og aftur voru það vippin og púttin sem smullu ekki. Ég var á járnunum og ásnum líkt og Haukur á bráð. Sló ótrúlega vel og er mjög ánægður með allt nema stuttu draslið. Helvítis stutta draslið. Næsta vika mun öll fara í vipp og pútt, ætla að eyða ca 5 tímum á dag í það og restina í spil, ekkert range. Starting tomorrow.
Það er svo auðvelt að tína til högg sem betur hefðu getað farið en á þessum hring voru það 3 vipp sem voru svona lazy vipp sem fóru 4 metra í stað 10. 3 stutt pútt sem ég klikkaði á (meters pútt, rugl) og annað auðvelt þráðbeint pútt fyrir fugli en datt ekki. Svo var eitt högg sem fór of langt sökum vanþekkingar á vellinum. Loks 3-4 100 metra högg sem fóru ekki nógu nálægt. Svo voru að sjálfsögðu öll þessi fugla pútt sem ekki duttu. Og þannig sé ég hringin.
anyways
Nikolas vinnur punktakeppnina pottþétt. Hann var með 5 högg í forgjöf á þessum velli og fór svo á -2 sem gerir bæting um 7 högg. 43 punktar, hann lækkar um ca 1 heilan, sem er HUGE fyrir lágforgjafamann. Mót eru yfirleitt að vinnast á ca 35-38 punktum hérna.
Hann kemur einnig inn á besta skorinu pottþétt. Lean, mean christmas for the dragon family this year. Vonandi verður stutta spilið komið í lag fyrir næsta mót.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.4.2008 | 18:16
Golf
Dagurinn var tekinn snemma og járnin hömruð. 2 tímar í vipp og 2 tímar í pútt um morguninn. Solid.
Eftir hádegi fór ég 18 á Evrópu og mér var alveg hætt að lítast á blikuna á fyrstu holunum. Fékk þrjá fugla á fyrstu fjóru holunum. Hamraði járnin líkt og fiðlari spilar á fiðlu.
Náði reyndar ekki að halda uppi taktinum og voru seinni 9 frekar slappar. Endaði á +5 sem er hræðilegt miðað við rönnið í byrjun. Vippin duttu út á seinni helmingnum sem kom mér frekar á óvart eftir æfingarnar um morguninn.
Fór að sjálfsögðu í vippin eftir hringin og æfði í 2 tíma í viðbót.
Á morgun fer ég í mót á Lauro Golf og á teig kl 09:04 og sökum úber tilviljunar þá er ég í holli með Gabriel. Sjáum hvernig gengur. Takmarkið er að vinna Gabriel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2008 | 18:09
Verkamenn
Það vakti kátínu mína þegar ég spilaði Alhaurin Golf hversu óheflaðir meðspilarar mínar voru. Ég spilaði með Jose, Guillermo og Romero (jón, Karl og Rúnar). Jose var verkamaður og vann í byggingarvinnu á sínum árum og vegna þess þóttist hann vera sérfræðingur í að lesa púttlínur. Aldrei klikkaði hann á að skoða allar línurnar fyrir mig og benda á staðinn þar sem kúlan mín átti að fara. Þegar ég klikkaði á púttum þá benti hann aftur á staðinn (kannski allt annar staður) og sagði, ,,ég sagði hingað, ekki þangað. Hefðir átt að gera eins og ég sagði þér". Eða ,, af hverju fórstu þangað? af hverju púttaðiru ekki hingað?"
Ekkert óþolandi neitt...neiiiiii.
Svo voru þeir félagarnir alltaf á hreyfingu þegar maður var að slá og oftar en ekki kjaftandi um fólkið fyrir framan okkur, blótandi því í sand og ösku.
Sem betur fer snérust þeir á punktinum og fóru heim nákvæmlega þegar klukkan sló 13. Matur. Ekkert má raska rútínunni, alltaf matur kl 13. Bara hættu á 12 holu eins og ekkert var.
Þrátt fyrir að vera frekar óheflaðir og lítið lærðir í listinni að vera golfari þá björguðu þeir eiginlega deginum. Það var bara gaman að fylgjast með þeim og hlæja í laumi að Nonna, kalla og rúnna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2008 | 16:00
Hraði
Það er aftur vont veður í dag. Það rofaði til um hádegisbil og dreif ég mig út á range og sló nokkrum boltum. Skaust svo uppá völl og dreif mig 18 holur á Asía vellinum. Spilaði einn og tók fram úr 6 hollum. Hringurinn tók mig 2 tíma enda var ég stöðugt að horfa upp í loftið og sá skýin ógna rigningu. Í upphafshögginu á 18.brautinni byrjaði að dropa og þegar ég setti settið inn í bíl og ræsti hann byrjaði að helli rigna. Djöfull var ég sáttur þá. Náði að skvísa þessum 18 holum inn á milli skúra. Það var náttúrulega hífandi rok allan hringin en það var bara gaman.
Ég spilaði líkt og vindurinn.
Spilaði sem hanski.
Kom inn á +3 og með 31 pútt sem segir ekki alla söguna. Grínin hafa greinilega ekki verið slegin í 2-3 daga vegna veðurs og var ég að pútta í frumskóg að virtist. Ímynda mér að það hafi verið ca 3-5 pútt sem áttu að vera í en skoppuðu og boppuðu fram hjá sökum lélegs gríns. Þannig að ég er mjög sáttur.
Núna er bara að chilla og bíða eftir masters sem byrjar kl 22 í kvöld á netinu. Útsendingin er til 3 í nótt. Sjáum til hvað ég duga. Á morgun á hann að haldast þurr en mikill vindur (sem hentar mér ágætlega) þannig að ég ætla að reyna að henda inn góðum æfingardegi. sjáum til.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.4.2008 | 20:50
4 nýjar myndir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar