Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Finnar

Veislan í gær var nýbúin þegar við heyrðum fréttirnar með finnana sem fórust í rútuslysinu. Þetta gerðist nokkrum tímum eftir að við höfðum keyrt þennan sama veg í vægast sagt hræðilegum aðstæðum. Það segir nokkuð þegar ég, siggi speed, keyrði á 70-80 á vegi þar sem hámarkshraði er 120. Rosa rigning og rosa vindur. Vegurinn var háll sem áll.

Fyrir þá sem ekki hafa séð fréttirnar þá fórust sem sagt 9 finnar í rútuslysi hérna rétt hjá okkur á veginum okkar sem við keyrum vanalega til að komast til Málaga. Það var fullur ökumaður á jeppa sem reyndi að taka fram úr rútunni en mistókst einhvern veginn sem orsakaði slysið. Ekki ökumaður rútunnar eins og mbl heldur fram. Finnarnir voru á leiðinni útá flugvöll á leiðinni heim til Finnlands eftir velheppnað frí.

Vegurinn var lokaður af í fjölda klukkustunda, þvílík biðröð sem hefur myndast örugglega, omg.


Myndir af afmælinu komnar í hús

AfmælisbarnLitla fjölskyldan á Spáni

 

Fleiri myndir í albúmi


Sebastian Sigursteinsson Varón

Litli pungur er 1.árs í dag. Fyrsta afmælið hans fór fram með ágætum og mikil skemmtun þar á ferð.

Við fórum á hótel að borða með tengdó þar sem hann var hrókur alls fagnaðar. Komum síðan heim í eftirrétt þar sem kaka og læti voru á boðstólnum.

Hann var baðaður í gjöfum og er núna í fanginu á mömmu sinni að framlengja lúrinn sem hann tók eftir að amma hans og afi yfirgáfu svæðið.

Í öðrum fréttum er það helst að hér er skítaveður með roki og rigningu. Veðurguðirnir heiðruðu Sebastian með alvöru íslensku veðri sem er frábært því ávallt er gott að kúra heima í inniveru á slíkum degi.


Bílar

Þegar við snæddum í ráðstefnuhöllinni í gær þá sátum við með yfirsýn yfir hraðbrautina. Þar sem ég er Rúnarsson þá fór ég að mæla bílaflæðið og taldi bílana sem þar fóru um á 10 sek. fresti. Þetta voru um 42 bílar sem gerir 252 bílar á mínútu. Það gerir þá 15.120 bílar á klukkustund sem fara þarna framhjá á ca 120 km hraða.

14 tíma umferð væri þá eitthvað um 212.000 bílar.

Ég er búinn að fara í allar golfbúðir hér á svæðinu í leit að golfskóm. Finn enga svarta þægilega skó. Það selur enginn Puma skó hérna þannig að ég held ég verði að kaupa footjoy því miður. Er í stærð 42 og hálft ef einhver er að pæla Wink 

Kannski að maður panti bara Puma af netinu, soldið risky en hvað á maður að gera.


Ævintýraferð

Þar sem dagurinn bauð uppá rigningu þá kom María mér á óvart með óvissuferð. Við fórum til Palacio de ferias y congreso sem er huge bygging þar sem ráðstefnur og hátíðir eru haldnar. Húsið er í Picasso stíl og þegar maður keyrir framhjá því við innkomu til Málaga kemst maður ekki hjá því að taka eftir skrítnum stílnum sem stendur í stúf við raunveruleikann.

Af hverju fór María með mig þangað? Jú, hún hafði séð auglýst stóra exposición de golf þar sem allt sem viðkemur golfi var á sýningu fyrir gesti og gangandi. Þarna voru flestir golfklúbbar svæðisins með bása að kynna starfsemi sína, grasasérfræðingar að kynna grasarækt, sundlaugar, golfvallahönnuðir, golf útbúnaður og margt fleira.

Við tókum smá golfsprett á einum af mörgum Nintendo Wii stöðvunum sem buðu upp á að fólk prófaði þessa skemmtilegu leiki, og það reyndist stuð.

Svo fórum við í golfhermi þar sem ég tók 18. holuna á St. Andrews í nefið. Tók upphafshögg með einhverjum driver sem ég fann og nelgdi kúlunni 70 metra frá gríni. Svo var það wedge sem endaði 2 metra frá holu og nærstaddir tóku andköf af hrifningu. Fékk svo ekki að pútta þar sem það var ekki hægt í þessum annars miðlungshermi. Þannig að ég lauk holunni á tveim höggum þar sem parið er fjórir og nokkuð sáttur bara með örninn Wink

Við kíktum svo í iðnaðarhverfið eitt þarna rétt hjá til að gá hvort við fyndum puma heildsalan sem segist vera þarna. Það var náttúrulega ómögulegt þar sem um milljón, ég endurtek, milljón heildsalar eru þarna með sínar skemmur. Puma bíður þá bara betri dags, en það sem við höfðum uppúr krafsinu í þessari leit okkar voru hórurnar á hringtorgunum. Við skemmtum okkur konunglega við að fylgjast með köllum í bílum prúttandi verð fyrir það sem hórur gera á annað borð.

Við enduðum leiðangurinn á að fara í búð til að kaupa inn fyrir afmæli Sebastians þann 19.apríl. María keypti heljarinnar tertu með mikka mús og fullt af pulsum í pulsupartíið sem verður hér annað kvöld.


strákurinn

Stundum er maður tímunum saman á einhverju púttgríni eða að vippa einsamall og þá fara skrítnir hlutir að gerast. Ég er ósjálfrátt farinn að tala óþarflega mikið við boltann í höggunum. Eins og þegar hann er á leiðinni að holu en mér finnst hann eigi ekki eftir að ná, kalla ég á eftir honum, go go go go. Ef hann dettur hrópa ég, Sjáiði strákinn! Ef hann dettur ekki í holu segi ég, Drasl, eða Sargasti.

Svo eru ýmsir frasar sem maður hefur tekið upp hér á Spáni á golfhringnum sem sumir [lesist Pétur] eiga eftir að hakka í sig þegar heim kemur.

Þegar boltinn sýnist ferðast of langt í innáhöggum þá hrópar maður, baja, baja, sem þýðir lækka. Ef boltinn sýnist ferðast of stutt þá hrópar maður, vuela, vuela, sem þýðir fljúgðu.

Þegar boltinn virðist ætla hreinlega ofaní en maður er samt sem áður ekki viss þá hrópar maður, que sea el palo, que sea el palo, sem þýðir vertu kylfan, vertu kylfan, eða be the right club.

Svo í pitch eða chippum þá vill maður stundum að boltinn snarstoppi þá hrópar maður muerde, muerde, sem þýðir bíttu, bíttu.


Range Rover

María og Seb skutluðu mér á range-ið í morgun og tók ég 2 tíma þar. Fór svo niður á La Cala (10 mín labb) og æfði pútt. Skráði mig svo í 18 holur á Evrópu og það vildi svo til að ég spilaði með strák sem ég hef séð milljón sinnum á range-inu. Hann heitir Ian og er írskur og er partur af svokölluðum Elítu hóp hjá David Leadbetter. Við spiluðum af hvítum teigum og ég tók hann í nefið. Hann er með 0 í forgjöf, okey ég tók hann kannski ekki í nefið, en vann hann samt.

Ég var að spila mjög vel, sérstaklega með járnunum. Laser.

Hann var kominn með 0 í forgjöf 14 ára. Shocking Veit nú ekki hvað hann hefur verið að gera síðan því hann er enn þar. Hlýtur að hafa misst áhugann eða eitthvað.

María og Seb fóru sem sagt til tengdó til Málaga að versla og slíkt. Það var fjör hjá þeim og María keypti fullt af barnafötum sem honum vantaði fyrir aðeins 35€.

Á morgun er frí hjá mér því við ætlum að bardúsa eitthvað hér og þar. Kaupa m.a. nýja golfskó því Adidas skórnir eru úr sér gengnir.


Dagurinn í dag

Fór og talaði við framkvæmdarstjórann á Lauro Golf í sambandi við að fá að æfa á svæðinu góða. Hann gúdderaði það ekki, þeir vilja ekki gera neinar undantekningar með það, crap. Þeir vilja ekki að almúgurinn komist uppá lagið með það ef einhver sæi mig þarna þá myndu fleiri vilja æfa þarna á þessu svæði þar sem range-ið mun opna.

En hann gerði mér hins vegar tilboð sem ég gat ekki hafnað.

Hann setti mig á svokallaðan bono gratuito lista þar sem ég er gerður að meðlimi klúbbsins án þess að borga og fæ ég mitt kort með mynd af mér sem gerir mér kleift að spila völlinn fyrir 20€ í stað 50-90€ eins og almúgurinn. okayyyy, ekki kannski að biðja um það en snilld.

Þannig get ég tekið þátt í vikulegum mótum fyrir aðeins 20€ í stað 50€ til að lækka mig í forgjöf.

Var þarna í 2 tíma að æfa vipp. Fór svo á La Cala og æfði pútt í 2 tíma. Tók svo 18 á Evrópu með Gabriel. Spiluðum báðir ílla þar sem lítið gékk upp.

There´s always tomorrow, eins og skáldið sagði.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.9.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 153724

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband