Færsluflokkur: Bloggar
27.4.2008 | 19:50
Frí í Exfiliana
Erum nýkomin heim úr þriggja daga fríi þar sem við heimsóttum fjölskyldu Maríu úr ætt pabba hennar. Exfiliana er þorp sem er í 3 mín fjarlægð frá Guadix sem er bær og er skammt frá Granada. Amma hennar Maríu býr í þessu þorpi og sváfum við þar.
Við ákváðum að taka helgina snemma og fórum héðan kl 10 á föstudagsmorgni. Ég skildi þau tvö eftir í Exfiliana og keyrði sjálfur 2 klst lengra í austur til að spila 18 holur á velli sem er engum líkur í allri Evrópu. Hann heitir Desert Springs og er eini völlurinn í Evrópu sem er í eyðimörk í stíl við nokkra velli í Ameríku. Hann var ótrúlegur, meira um hann síðar.
Ég kom til baka kl 21 og borðaði með stórfjölskyldu Maríu sem þetta kvöldið samanstóð af mér, Maríu, Sebastian,tengdapabba Antonio, tengdamömmu Gabrielu, tengdaömmu Antoniu, bróðir Antonio Torcuato, konu Torcuatos Iluminada, bróður Antonios Pepe, konu hans Leticia.
Við horfðum svo á flugelda seinna um kvöldið þar sem um helgina var árleg hátíð þorpsins.
Á laugardeginum fórum við á markaðinn og keyptum sokka. Tjékkuðum á hátíðarhöldunum og um kvöldið var haldin eitt alsherjar grill að hætti Torcuatos. Þar voru um 20 manns.
Í dag fórum við með skrúðgöngu upp í fjall þar sem farið var með Meyjuna (la Virgen de la cabeza) í kirkjuna. Fólk frá öðrum bæ kom svo með sína Meyju á hestum og héldu til uppí hlíðinni. Fólkið tekur þetta allt mjög alvarlega og maður var eiginlega snortinn að sjá fólkið hamast við að fá að snerta Meyjuna og kyssa líkneskið. Þrátt fyrir að maður trúir ekki vitund á þetta þá ber maður virðingu fyrir svona hefðum sem gengið hafa áfram í aldanna rásir. Þessi skrúðganga hefur t.d. verið haldin síðustu 800 ár.
Eftir þetta þá var aftur grillað og nú voru mun fleiri mættir en bara fjölskyldan og það var mikið étið og mikið hamast í samræðum á milli spánverja sem nota hendurnar mjög mikið við að tjá sig.
Við komum svo heim kl 19 að spænskum tíma, öll frekar dösuð og fegin að komast til Mjása (sem btw er enn ekki búinn að fyrirgefa okkur fjarveruna).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.4.2008 | 18:01
Sumardagurinn fyrsti
Það var sannkallaður sumardagur á spáni einnig. Byrjaði daginn á pútti og vippi á El Chaparal að vana því grínin á La Cala eru léleg. Var frá 9-13 fór svo 9 á evrópu og 9 á ameríku.
Spilamennskan var ekkert sérstök fyrri partinn þar sem 6 pör litu dagsins ljós, 2 skollar og 1 tvöfaldur skolli. Byrjaði hins vegar seinni 9 með krafti. Fékk örn á 1. og var kominn á tvo yfir. Fékk svo skolla en paraði næstu 4. Fugl á 16. og par á 17.
Ég var því á 2 yfir pari þegar ein par 5 hola var eftir. Ég stóð á teignum og hugsaði, set örn hérna þá næ ég loksins að fara hring á pari vallar. Tek tré þristinn og smelli kúlunni aðeins út fyrir brautina en í lagi. Á þvínæst 190 metra eftir í smá röffi og tek upp járn þristinn. Flengi kúlunni yfir vatnið,bönkerana og tréin og smyr hana 3 metrum frá pinna. Vó....
Staðan var því orðin þannig að ég átti þriggja metra pútt fyrir erni á síðustu holunni til að leika á pari vallar. Smá pressa. Þar sem ég var að spila einn enn einu sinni þá hringdi ég í Maríu og útskýrði fyrir henni hvað var í gangi, svona til að hafa einhvern áheyranda og til að auka á spennuna. Lagði símann á jörðina með Maríu enn á línunni og mundaði pútterinn. Smellti kúlunni 2 cm hægra megin við holuna og ekki sáttur. Ce la vie
Lauk sem sagt hringnum á +1 með 1 örn, 2 fugla, 11 pör, 3 skolla og 1 tvöfaldan skolla. 28 pútt með eitt chipp in. 11 högg á braut (ásinn er ekki heitur sem stendur) og 10 hitt grín.
Hitti tvær íslenskar konur sem voru að spila á La Cala í dag. Gaman að því. Auðvitað þekkti ein þeirra mömmu (týpískt) þar sem hún var í sveit fyrir norðan. Magdalena Sirrý biður kærlega að heilsa þér mamma.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.4.2008 | 20:48
Lögga
heyrðu, var að sjá slagsmálin útaf mótmælunum á youtube. Bíddu, ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á Íslandi áður.
Maður skilur báða aðila. Mótmælendur að mótmæla, ok, ekkert mál.
En löggan vill að sjálfsögðu dreifa mannskapnum því mótmælendur voru að blokka bensínstöð og komu í veg fyrir að ég og þú hefðum getað tekið bensín. Skil lögguna líka.
Svo byrja mótmælendur að ógna löggunni og þeir bregðast þá við og handtaka þannig aðila (skiljanlega), þá byrja fleiri að væla og fleiri handteknir í kjölfarið.
Ég held að ég verði nú bara að standa á bakvið lögguna eftir að hafa hugsað þetta aðeins.
Niðurstaða: Mótmælendur mega mótmæla, en ekki svo að þeir skerði frelsi mitt og ógni lögreglu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 17:49
Sól
Þvílíkur sólar dagur,,,,omg.
Það var sizzlandi, bullandi, glimrandi sól í dag og ég með brett upp ermar til að reyna að jafna bóndabrúnku dauðans út.
Fór að pútta í morgun og hvíldi puttana. Fór svo á range-ið eftir hádegi og það gékk ágætlega þrátt fyrir sviðasársverki í kjötinu á puttunum. Fór svo eftir á að pútta aftur og vippa.
Er núna á leiðinni í saltbað og svo er það leikurinn.
FIN.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2008 | 21:27
ekkert röfl hér á þessari síðu, bara fjör
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.4.2008 | 14:50
Puttar
Er með rokkna svöðulsár á puttum beggja handa sem orsakar það að ég get ekkert slegið. Fór því að pútta í morgun og var þar dágóða stund.
Reyndar fórum við fjölskyldan fyrst uppá range í morgun til að tékka á hvort ég gæti sveiflað og tókum vídeó af sveiflunum í leiðinni. Frábært að geta séð sjálfan sig og sína sveiflu án þess að borga morðfjár fyrir það. Ég skellti þessu inn í forrit sem ég á sem heitir V1 Home 2.0 og get greint sveiflurnar fram og til baka og teiknað inná myndina til að rannsaka þetta nánar. Ég set mína sveiflu upp og við hliðiná set ég t.d. Tiger eða Adam Scott og ber sveiflurnar saman til að sjá hvar ég stend.
niðurstöður: ég byrja of snemma að taka vinstri hönd inn fyrir búkinn í aftursveiflu (í staðinn fyrir að færa hendurnar beint aftur og bíða aðeins lengur) og fer því á of mikinn baseball feril. Það orsakar að í upphaf niðursveiflu á ég það enn til að færa hendurnar út sem aftur orsakar það að í framsveiflu fara hendurnar allt of bratt upp.
Lausn: Aðeins minni baseball ferill (fara meira beint aftur og upp) og fara þá loks í upphafi niðursveiflu niður á við (niður-sveifluferillinn fari aftar/neðar en aftur-sveifluferillinn). Þannig sveifla ég meira í kringum búkinn.
Það lítur út fyrir að ég hafi of-leiðrétt fyrri villu sem var einmitt að ég sveiflaði ekki nógu mikið á baseball.
Slæmu höggin áður fyrr fóru alltaf til hægri, svokallað fade. Núna fara þessi högg til vinstri, svokallað draw.
Hvernig væri nú bara að fara beint.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.4.2008 | 21:08
Sólbruni
Ég tók nettan túrista á þetta í dag og var í stuttbuxum í golfi. Ég á buxur sem hægt er að renna skálmunum af. Enda er ég líka kafbrunninn á kálfunum fyrir vikið. Mission accomplished.
Ég er með svo svaðalega bóndabrúnku að ég verð að reyna að dreifa brúnkunni aðeins betur út um líkamann. Hausinn og hendurnar eru tanaðar og núna eru kálfarnir í átaki.
Er að horfa á all star leik þar sem í sama liðinu eru Zidane/Cantona/Raúl/karembeu/Lizarazu/Cruyf og fleiri á móti Ravanelli/sonny Anderson og fleirum. Stuð
Ég er búinn að láta panta fyrir mig Footjoy Athletics Alsvarta golfskó. Þeir gerðu það fyrir mig í Proshoppinu í La Cala. Kemur á fimmtu/föstudaginn. Skórinn sést á linkinum að neðan, nema hvað minn mun vera alsvartur sökum leti við að þrífa og hirða skó yfir höfuð.
http://www.onlygolfapparel.com/ProductImages/foot_joy_mens/2008_us_56763.jpg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2008 | 17:58
Sebastian labbar
Sebastian labbaði sín fyrstu þrjú skref í lífinu án hjálpar.
Hann var byrjaður að standa án stuðnings en núna virðist hann hafa ákveðið að tími sé kominn til að kanna heiminn óstuddur. Enda er hann orðinn eins árs og dags gamall, ekki seinna vænna.
7, rétt í þessu labbaði hann 7 skref. þvílík framför.
7 er góð tala.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.4.2008 | 17:52
Eurovision winner
Lag Bosnia & Herzigovina er öruggur sigurvegari í keppninni. Þetta lag er magnað. Fyrsta júróvisjón lagið sem keppnin hefur alið af sér sem telst gott og eðlilegt og fyrir venjulegt fólk til að hlusta á.
http://www.eurovision.tv/event/artistdetail?song=24492&event=1468
smellið á ofangreindan link og ýtið á play til að horfa á vídeóið af laginu góða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.8.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar