Færsluflokkur: Bloggar
9.4.2008 | 12:10
Verkstæði
Loksins gengur eitthvað eins og smurt brauð í þessu landi. Fórum á Ford verkstæðið og var vísað beint inn um hurðina með bílinn án þess að bíða. Gæjinn leit á húddið, opnaði það með herkjum, sá að apparatið sem er opnarinn á húddinu hafði dottið úr. Fann það aðeins neðar. Festi það aftur í. Hamraði aðeins beygluna þannig að hún sléttist út. Málið dautt á 3 mínútum. Og í þokkabót rukkaði hann ekkert fyrir þetta. Gratis.
Kannski spilaði það aðeins inní að hann vissi að María er dóttir Antonio Varón sem er þekktur þarna og þokkalegur virtur.
Rifjuðum aðeins upp okkar 4 mánuði hérna á Spáni og kemur á daginn að við höfum lent í ansi mörgu hérna á stuttum tíma.
Höfum verið rænd.
Lent í bílárekstri.
Telefonica sagðist rukka okkur 16 en rukkuðu okkur 123 fyrir línuna.
Kellingarnar í heilbrigðiskerfinu að bögga okkur og vildu fyrst ekki taka við okkur (sem var bara bull, rasistar).
Vilja ekki meta námið hennar Maríu sem gilt hérna á Spáni (erum samt enn að vinna í því, bara bull, sættum okkur ekki við það).
Sjónvarpið brann yfir.
Rafmagnið kostar ekki 20 heldur 240 fyrir tvo mánuði.
Borguðum inná bílinn okkar, ætluðum að pikka hann upp þá var búið að selja hann öðrum, þurftum að velja okkur annan.
Ætluðu að rukka okkur þrisvar sinnum 70 fyrir einhverja barnasprautu. rukkaðu þetta ###
Samt bara gaman að þessu. Við erum ótrúlega sátt hérna þrátt fyrir allt og finnst okkur við vera að lifa drauminn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 21:01
Kóngurinn á Anfield
Þvílík spenna, þvílíkt drama.
Liverpool vann arsenal 4-2 og eru komnir í undanúrslit champions league.
Þegar Arsenal jafnaði 2-2 þegar um 6 mínútur voru eftir (og þannig komnir áfram) þá slökkti ég á sjónvarpinu. Settist við tölvuna í 30 sek þangað til að það rann upp fyrir mér að mínir þurftu bara eitt mark í viðbót. Kveikti á sjónvarpinu og sá Gerrard stilla boltanum upp á vítapunktinum. Þegar hann skoraði ætlaði allt um koll að keyra.
Hef sjaldan verið svona nervus, var hugsað til leiksins 89 þegar ég var á steiná í sveit og horfði á liverpool tapa fyrir arsenal og grenjaði eins og lítil stelpa.
Það er talað um að Kóngurinn sé snúinn til baka á Anfield. El Nino.
Ekkert fallegra en að upplifa það þegar liðið þitt skorar til að komast áfram og spænski þulurinn öskrar
GOOOOOOoooooooooooooooooooooooooooooooool Torrrrrrrrreeeees,
el rey ha vueltooooooooooooooo,,,,,,,,,,,,,,,eeeeeel Rey del Anfield
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.4.2008 | 17:19
Árekstur
Ætlaði að vera hetja og fara í grenjandi rigningu á range sem hérna við hliðiná okkur og er yfirbyggt til að slá nokkra bolta.
Hefði betur sleppt því. Var kominn 200metra frá húsinu þegar ég keyri upp blindhæð og sé skyndilega bíl á miðjum veginum sem var að beygja til vinstri í áttina að mér. Ég náði ekki að bremsa í tæka tíð, eða tja....ég náði alveg að bremsa en hjólin læstust á bílnum og hann skautaði í rigningunni beint á þennan helvítis bíl. Það var ekkert sem ég gat gert, ég var á ca 50 km hraða og að fara upp blindhæð, sá bílinn seint og það var rigning.
Ég var einn í bílnum og er í fínu lagi. Í hinum bílnum var stelpa með mömmu sína og bróðir sem farþega. Það kom ekkert fyrir neinn. Allir í góðu lagi. Bíllinn þeirra er ekkert skemmdur en okkar er með beyglu á húddinu og beyglu á bílnúmerinu. Þar sem ég var í brekku á leið upp en hún efst í brekku þá klessti ég á stað á hennar bíl sem er betur varin en okkar.
Þetta er fólk frá Kúbu og allt var frekar dramatískt við þetta. Mér var ekkert farið að lítast á blikuna þegar maður stelpunar kom mínútu síðar og fór að gera athugasemdir við að það væri skrýtið að ekkert sæist á þeirra bíl en minn væri beyglaður. Hann var að ýja að því að þessar beyglur hafi verið til staðar. Greit. Þegar aðstæðurnar voru komnar í þann farveg hringdi ég bara á lögguna því ég nennti ekki þrasa eitthvað um þetta lengur. Móðirin klikkaðist og var með hróp og köll að mér þegar ég var á línunni við lögguna.
Ég hringdi svo í mína Latínó skvísu til að vera ekki einn þarna og kom hún strax, enda bara 200 metrar, og þá róuðust allir því María er ekkert lamb að leika sér við í svona aðstæðum. Hún er algjör hetja í svona málum og tók fljótt yfirhöndina og maðurinn fór með skottið á milli lappana á sínum bíl. Kellingin fór inní bílinn og maría og stelpan fylltu út blaðið og málið dautt.
Löggan kom en virtust ekki nenna neinu og spurðu hvort einhver væri meiddur. Spurðu því næst hvort allir væru með öll skjöl og skilríki á hreinu sem við svöruðum játandi. Þeir sögðust því næst ekkert hafa að gera hérna þá og fóru. óókeiiiii.
Svo kom á daginn að stelpan var með útrunnið ökuskírteini og útrunna tryggingu. Nice.
anyways....við ætlum sennilega ekkert að gera í þessu því í raun er allt í góðu með bílinn. Svo voru engin skilti þarna þannig að hún verður sennilega dæmd í rétti útaf hægri reglunni. Held að stelpan verði bara fegin að sleppa úr þessu með sín útrunnu skjöl og skilríki.
Það sem stendur eftir er að María er hetja og að húddið opnast ekki (reddum því)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 12:48
Building
Why is it called a building when it is already been built?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2008 | 10:49
lónahóm í rigganiggingu
hérna erum við fjölskyldan. María eitthvað að brasa, Sebastian í draumalandinu og ég að dánlóda lögum og sörfandi á netinu. Lítið hægt að gera í golfinu þegar það hellir svona niður eins og í dag og næstu daga. Gæti kannski farið í ræktina en ég nenni því ekki. Er hvort sem er að grennast of hratt eins og er. Hef sneidd af mér 16 kíló og er 20 kílóa múrinn ekki langt í burtu. Það var alltaf takmarkið að koma heim í júní með 20 kalíós farin.
María fór og keypti inn fyrir kökusmíðagerðina sem hún ætlar að leggjast í fyrir afmælið hans Seba. Súkkulaði flan, marensterta og súkkulaði terta dauðans.
Liverpool tekur á móti Arsenal í kvöld í síðari leiknum í tsíjampíóns í dag. Spennó. Ég spái 1-1 og Liverpool tekur þetta í vító.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.4.2008 | 15:08
Rigganigg
Fór í morgun á rangeið og tók 2 tíma þar í járnahögg. Fékk svo símtal frá Gabriel og sannfærði hann mig um að rigningin myndi koma seinna en spáð var. Við lögðum því af stað á Ameríku og vorum að spila mjög vel, fékk m.a. örn á 9. holunni.
Á 6. braut byrjaði aðeins að dropa en það hætti fljótt. Svo á 15. brautinni var ég á +3 og hann á +1 þá byrjaði að dempa niður. Við náðum að klára 16. báðir á pari, svo tókum við upphafshöggið á 17. holdvotir og gátum ekki meira. Algjör synd því við vorum báðir heitir og áttum eftir auðvelda par 4 (upphafshöggin okkar voru á besta stað) og svo 18.braut sem er auðveld par 5.
anyways......var að slá mjög vel en aftur voru það vippin sem slátruðu mér. Um leið og það styttir upp þá einbeiti ég mér að því að bæta það.
Þeir segja að það eigi eftir að stytta upp á fimmtudaginn. Rigningin hefði mátt byrja á fimmtudaginn og vera í 4 daga þar sem masterinn er akkurat þá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.4.2008 | 19:08
Alhaurin Golf
Fór 18 á Alhaurin Golf í morgun og mun ekki snúa þangað aftur í bráð. Spilaði ágætlega en aðstæðurnar þarna eru fyrir neðan allar hellur. Grínin eru eins og svampar með innbyggðum rússíbönum og stökkpöllum. Ef maður stígur á grínin þá myndast heljarins skófar. Þegar maður er með slétt og beint pútt, skoppar boltinn og boppar.
Brautirnar eru flestar blautar og í lélegu ásigkomulagi. Buggy bílarnir eru eins og traktorar. Allt fullt af meðlimum sem eru yfir 70 ára og taka 2 mínútur í hvert högg í stað 15 sek.
anyways....fór svo í mat til tengdó og komum loks heim kl 17. Skildi Maríu og Seb eftir heima og tók 3 tíma í vipp og pútt á La Cala.
Birgir Leifur klúðraði ágætu tækifæri og fór lokahringin á +6. Endaði því á -2 og er í kringum 60.sætið.
Masterinn byrjar á fimmtudaginn.....jeeee
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.9.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar