Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Hitinn liðast sem lækur

Eins og skáldið sagði:

Þú liðast eins og lækur í lófa mér

Ég þarf að vera í handklæði með þér

Þessi væta er opinber

Kemur á ferðinni í fangið á mér.

 

Svona líður mér. Maður getur ekki hreyft sig án þess að svitna. Ég þarf að vera í handklæði til að haldast þurr. Reyndar er Björn Jörundur að tala hér um konu en ég tala um Spán og hitann sem allt umlykur og liðast um lófa mér.

Aldrei hafa orð skáldsins átt betur við en einmitt núna.


Par

Fór hring á Ameríku í morgun í steikjandi hita. Spilaði nokkuð solid en drævin voru samt öll út til hægri eins og uppá síðkastið. Ég náði samt að redda mér og spilaði á Pari vallar og er nokkuð sáttur við það.

paraði fyrstu 5 og setti svo örugglega í fyrir dobbúl bógí á sjöttu. Svo par-par og Fugl. +1 á fyrri níu og nokkuð fín spilamennska fyrir utan sjöttu brautina.

Fugl-skolli-skolli-par á næstu fjórar og svo fugl-fugl. -1 á seinni níu og par vallar staðreynd.

Spilamennskan datt aðeins niður þarna á 11,12,13,14 braut en ég kom svo sterkur inn til baka. Púttaði m.a. fyrir erni á síðustu en skildi eftir tveggja metra pútt fyrir fugli. Óþarflega mikil spenna í lokin en keeellinn setti fuglinn niður. Enda snæði ég svona pútt í morgunmat alla jöfnu. (wink,wink)

Það voru fáir á vellinum en þeir sem voru, snigluðust allir fyrir framan mitt holl. guð minn almáttugur, hvernig getur fólk verið svona lengi að spila golf. Þetta tók okkur um 5 tíma, var ég búinn að minnast á að það var steikjandi hiti. Mér leið eins og risar himnanna væru að baka mig lifandi. Ég drakk 3 lítra af vatni sem er einum of lítið, tvö orkubör og eina djúsí samloku.

Núna skellir maður sér bara í laugina til að kæla sig niður. Viðbjóðslega heitt.

Ég sem ætlaði að fara að æfa seinni partinn, ræt, that´s gonna happen.


Vanagangurinn

Fór 18 á Evrópu í dag og spilaði mjög vel. ehem....þangað til að mig byrjaði að vanta vatn og mat. Var á +1 fyrir fjórar síðustu og í raun óheppinn að vera ekki enn betri. Endaði þetta á skolla-skolla-dobbúl-skolli. Það var kominn ágætur hiti og molla á síðari níu og hafði það mikið að segja með úthald og einbeitingu.

Fyrstu brautirnar fóru soldið í að venjast grínunum aftur þar sem þau eru rennislétt og gríðarlega falleg. Samt eru þau frekar hæg miðað við hve vel þau líta út. Soldið vírd. kannski svona 6-8 á stimp.

Þetta er ló síson þannig að maður mátti valsa um á golfbílnum um allar brautir í staðinn fyrir að halda sig bara á þar til gerðum stígum.

Það sem var best voru innáhöggin og járnahöggin yfir höfuð þar sem ég var að smyrja boltann við pinnann. Upphafshöggin voru svona lala þangað til á síðari hlutanum þegar mig skorti vatn, þá fóru þau í svona letistíl þar sem ég missti þau frekar til hægri.

Allt í allt er ég mjög ánægður með þennan fyrsta hring á Spáni eftir heimkomu. Er í ágætisformi en þarf að drekka meira og næra mig betur til að passa úthaldið. OMG það er svo heitt hérna.

Var að kíkja á stigalistan yfir mótaröðina hérna á spáni og það kom mér á óvart að eftir eitt mót sem ég tók þátt í þá er ég í 51 sæti hér á landi. Þetta er nokkurkonar Kaupþingsmótaröð með 6 mótum.

Gabriel er í 18.sæti eftir að hafa tekið þátt í þrem mótum af fimm. Lokamótið er 27.september í RCG Sevilla sem er einn af bestu völlum Spánar og ætlum við Gabriel að kíkja á það. Tveggja daga mót og læti.

Við fórum svo seinnipartinn í heimsókn til tengdó og fengum okkur ís. jeiiiiiii


Rólegt

Ég nýt þess núna að vera með fjölskyldunni og erum við í almennu alsherjar chilli.

Fórum með Sebastian í sprautu í morgun og tókum rúnt til Fuengirola (fúnkiróla) í leiðinni.

Er að vinna í að láta myndir inn.

Held að ég byrji bara aftur í golfinu á mánudaginn.


Kominn

Núna er ég kominn heim til Spánar í drulluhitann sem umlykur allt. Þvílík molla. Maður svífur um í hitamóki og reynir að hreyfa sig sem minnst.

Það var frábært að knúsa Maríu og Sebastian loksins eftir margra vikna fjarveru. Hann er orðinn ótrúlega stór og kann ýmsar nýjar kúnstir.

Bloggið datt niður og sörverinn bilaði þannig að allar myndir eru dottnar út. Ég set inn nýjar og ferskar í staðinn þegar maður er kominn í smá ró.


mótið búið

Mótinu er lokið og ég endaði í 61.sæti og er ekki sáttur við frammistöðuna. Spilaði vel nema hvað ég fékk sprengjur á hverjum hring og eyðilagði skorið þannig.

annan daginn fékk ég fjórbúl á 17. Þriðja daginn fjórbúl á 17. fjórða daginn tribbúl á 15. Þarna eru komin 11 högg sem er nokkurn vegin sá munur sem að skilur frá ásættanlegum árangri og þar sem ég endaði. Hefði endað í 30 sæti ef þessar sprengjur hefðu ekki litið dagsins ljós, en svona er golfið, maður tekur því.

Ef við skoðum punktana þá endaði ég í 18 sæti af 101. Topp tuttugu....keeellllinn

nokkuð merkilegt með þá kristján sem vann mótið og hann Heiðar sem var í umspili og bráðabana við kristján. Þegar ég mætti til eyja heilum 4 dögum fyrir mót þá var enginn á vellinum nema ég,kristján og heiðar. Það var ekki fyrr en tveim dögum síðar sem menn byrjuðu að láta sjá sig og svo daginn fyrir var allt kröggt.

Þannig að þessir tveir menn voru greinilega vel undirbúnir fyrir völlinn. Ásamt mér.....


19.sætið

19.sætið staðreynd!!!!!!!!!!!!!

ég kíkti að gamni á stöðu manna ef litið er á punktafjölda og haldiði ekki að kelllllinn sé í nítjánda sæti, einu sæti verri en Örn ævar.

Er ekki alltaf verið að leggja svo mikla áherslu á þessa blessuðu punkta.......punktaðu þá þetta.


3.dagur

náði köttinu í gær og spilaði þriðja hringin í dag. Í dag spilaði ég vel fyrir utan eina holu. 17 holan sem er par þrír er ekki sú vinsælasta hjá mér. Á tveim dögum hef ég farið hana á 8 yfir pari. 7 báða dagana OG EKKI EINN BOLTI Í SJÓINN. Þetta var bara vesen með grínið þar sem ég fjórpúttaði báða dagana. Soldið erfitt grín í þessum vindi.

Ég er ánægður með spilamennskuna í dag, plús 7 með þessum fjórbúl á sautjándu. Nokkur löng fuglapútt cm frá og vildu ekki detta.

Er 26 yfir pari eftir þrjá daga sem er mikið mun meira en ég hélt fyrir mótið. Hefði verið sáttari við 18 yfir (8 höggum minna). Það væri 36.sæti í staðin fyrir 59 sætið. Svona er lífið.

Það var sýnt beint frá mótinu á sýn í dag kl 15 og verður aftur sýnt á morgun.  

Tek þetta með einari á morgun.


1.dagur

kom inn á +8 og spilaði ílla í dag. Alveg ótrúlegt hve maður hrekkur úr gír við að vera í móti. Maður er ekkert stressaður það er bara einhver önnur tilfinningin í sveiflunni og maður er meira var við fólk í kringum sig og þ.a.l. minna einbeittur. Ég veit það ekki. Ég reyni að ströggla í gegnum þetta á morgun.

tók skolla á fyrstu þar sem upphafshöggið misheppnaðist. Á annari setti ég 10 metra fuglapútt oní. Skolli á þriðju vegna lélegs innáhöggs. Par-par svo skolli á sjötti eftir þrípútt. Skolli á sjöundu. Par-par.

+3 eftir fyrri níu.

Svo komu 6 skollar í röð. Skolli á tíundu vegna þrípútts. Á elleftu missti ég 2 metra pútt fyrir pari. Tólfta í bönker og náði ekki að bjarga. Þrettánda innáhögg með blending (erfiðasta brautin) tókst ekki alveg. Fjórtánda þrípútt. Fimmtánda of stutt innáhögg.

Svo loks rofaði til og ég rétt missti fuglinn á sextándu. Rétt missti fuglinn á sautjándu. Reyndi við grínið á átjándu sem er par fimm og rétt dreif yfir vatnið, vippaði meter fyrir ofan pinnan (sem er algert nó nó á þessu gríni), rétt andaði á boltann og það leið yfir hann í holuna og fugl á síðustu holu dagsins.

+5 á seinni níu.

Er í 49-56.sæti af 101. Köttið er 10 yfir.

Það er á hreinu að ég þarf að gefa aðeins í á morgun. Fer út kl 13:30 og ætla að vera einbeittur.


Markmið

Markmiðið fyrir mótið er að ná köttinu. Eftir tvo daga er sem sagt klippt á mannskapinn þannig að u.þ.b. 70 manns haldi áfram. Í fyrra var köttið um 15-18 högg yfir par og í ár verður það eitthvað svipað.

Ég yrði mjög ánægður með að vera 10 yfir eftir tvo daga. kannski 5+5 eða eitthvað þannig.

Ég yrði sem sagt svekktur með að vera verri en 15 högg yfir par.

Fyrsta markmið: 10-15 yfir par eftir tvo daga.

Svo er reyndar veðrið sem gæti sveigt þessi markmið aðeins....ef þetta verður rugl veður þá verður maður bara sáttur með að ná köttinu púnktur.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband