Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

Nýjar myndir

Vek athygli á nýjum myndum þar sem sjá má mig og Sebastian í froðubaði. ú la la

Svo er seba málaður sem kisa og að lokum histería í stokkhólmi. Fleiri myndir á leiðinni um leið og gemsinn minn kemur úr hleðslu.


Ryder Cup

Jæja þá er Ryderinn að fara að byrja. Ég spái USA óvæntum sigri þetta árið. Ástæðan er einföld. Nick Faldo.

Nick er ílla liðinn í golfheiminum og hann sem kapteinn Evrópuliðsins á ekki eftir að gera góða hluti. Hann er strax orðinn umdeildur fyrir að velja ekki sjóðheitann reynslubolta, Darren Clarke í liðið. Hann valdi Poulter í staðinn sem á erfitt með að meika köttið á mótum núna undanfarið. Fáránleg ákvörðun að velja ískaldann kylfing í stað reynslubolta sem er on fire undanfarið.

Kannski verður hann heppinn með þessa ákvörðun og poulter mun skína en öll lógík segir annað. Sjáum til.

Nick Faldo er sagður vera með prik uppí rassinum. Nokkrir sem ég þekki sem hafa hitt hann og umgengist segja allir sömu söguna. Upthight prick sem skeytir aðeins um sjálfan sig.

Sem sagt ég spái USA sigri og staðan verður sirka 15 og hálft - 12 og hálft

Ég er sjálfur að fara taka þátt í Ryder cup. Örlítið minni í sniðum en ofangreind keppni en að öllu leyti nákvæmlega eins. Ég keppi fyrir hönd Evrópu og á rástíma kl 9:40 á morgun. Ég byrja á Asíu vellinum þar sem við spilum með Greensome fyrirkomulagi. Þá eru tveir í liði á móti öðru tveggja manna liði. Báðir liðsfélagar taka upphafshögg og valinn er betri boltinn. Með þessum eina bolta er holan leikin og liðsfélagarnir skiptast á að taka högg. Sá sem átti valda upphafshöggið slær þá ávallt oddatölu höggið og hinn jafnatölu. Það lið vinnur keppnina sem vinnur sem flestar holur.


Dramatík

Við skutluðum Seb á leikskólann í morgun og fórum svo uppí La Cala. Við höfum ekki farið tvö ein í golf síðan 17 hundruð og súrkál. María keyrði golfbílinn og ég spilaði léttar níu holur á Ameríku. Spilaði nokkuð solid en með tveim mistökum sem kostuðu mig tvo skolla og ég var kominn tvo yfir þegar ég átti tvær holur eftir. Ég sagði við Maríu í léttu gríni að ef ég næði fugli á næst síðustu og svo erni á síðustu til að enda hringinn á -1 þá myndi hún skulda mér nudd. Hún hélt það nú, og henti meira að segja heitu baði og almennu relax um kvöldið inní í tilboðið .

Ég setti í gírinn og átti bjútifúl upphafshögg á 17.holunni (við fórum seinni níu) sem skildi 94 metra eftir af stöng. Tók því næst 54° og setti kúluna pin high en sirka 3-4 metra til hægri við pinnann. Skoðaði púttið bak og fyrir og slummaði því oní fyrir fugli. One down, one to go.

Ok, þá var bara að fá örn á síðustu holuna sem er par 5. Tími til að sækja.Í upphafshögginu tók ég Tiger línuna yfir hús til að skera bróðurpartinn af brautinni. Þetta gerði ég til að eiga annað högg með sjö járni í staðinn fyrir að spila seif og eiga annað högg með blendingi eftir. Kúlan Sveif fallega til vinstri í guðdómlegu draw-i og ég hélt í augnablik að kúlan hefði farið of mikið til vinstri og inní garðinn hjá fólkinu en þegar við keyrðum að staðnum kom í ljós að ég var rétt innan marka. Clean shaven, buzz cut.

Fyrir annað höggið átti ég 174 metra að pinna en í extreme niðurhalla. Tók því þetta blessaða sjö járn og dró boltann í fallegt 5% draw inná grín og skildi eftir 5 metra pútt fyrir erni.

Spennan var óbærileg þar sem heitt bað og nudd voru í seilingar fjarlægð. Ég skoðaði línuna upp og niður og komst að því að þetta yrði fallegur bogi frá vinstri til hægri Ég lét vaða en sá strax að kúlan byrjaði línuna talsvert minna til vinstri en ég planaði og þar með hélt ég for sjor að nuddið væri orðinn fjarlægur draumur á þessum tímapunkti. En bíddu, ég setti of mikið heat á kúluna og hún fór því ögn hraðar yfir en ég ætlaði. Þetta gerði það að verkum að kúlan hélt línunni betur en útreikningur minn ráðgerði. Kúlan dansaði á milli þess að vera á línu og af línu þangað til í restina þar sem hægðist töluvert á henni og hún var á leiðinni vinstra megin við holuna. Til allra lukku var hallinn frá vinstri til hægri þannig að hún var að deyja í þá áttina. Á síðustu andartökunum daðraði litla Titleist kúlan mín við holu barminn sögulok þessa mikilvæga pútts endaði með því að það leið yfir kúluna í friggin holuna.

fugl og Örn á síðustu tveim til að enda á -1 voru orðin staðreynd og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Fólk hljóp inná grínið og bar mig á háhesti alla leiðina upp að klúbbhúsinu þar sem forseti alheimsins tók á móti mér með lykil að óravíddum himingeimsins. Whatever. ég er farinn að leggja mig......leiter


Stóra stundin okkar

Hvað er málið með sum lögin á þessum dvd söngvadiskum fyrir börn. Sebastian situr límdur fyrir framan þessa diska sem Kata lánaði okkur og hefur mikla skemmtun af. En ef maður hlustar á textan á sumum af þessum lögum þá kemur ýmislegt í ljós.

Eitt lagið fjallar um tölvuleik og heitir drepum og drepum. Textinn er m.a. "Þetta var leikurinn drepum og drepum, drepum án miskunar" ég meina kommón, er þetta það sem manni langar að kenna barninu sínu. Jú að sjálfsögðu er því komið til skila alveg í blálokin að það er ekkert sniðugt að vera í tölvunni allan tímann, en ég held að það sé ekki eitthvað sem barnið grípur.

Svo er annað lag sem sveppi syngur og er um flóka trúð eða eitthvað álíka. Textinn segir frá því er trúðurinn er í vinnunni við að tralla og grínast en segir svo frá því að þegar trúðurinn kemur heim úr vinnunni þá LEMUR hann börnin sín og semur döpur ljóð. Haaalllúúú.

Að öðru leyti finnst okkur þetta bara helv. fínir diskar sem eru annars skemmtilegir.

Fór hring á Lauro á meðan maría fór í mat til tengdó. Spilaði nokkuð solid hring með 17 pör og einn skolla. Það vildi bara ekkert pútt oní hjá mér. En ég var nú bara sáttur með öll þessi pör. Á góðum degi hefðu nú allavegana 3-5 fuglapútt dottið, en ekki í dag.

ps. minni fólk á að í gær vann Liverpool sigur á Manuver. bara sona.....


K-röðin

Er brjálað veður þarna á fróni?

Ein stelpan var á -2 á fyrri níu og svo á +19 á seinni...!!!!!! talandi um sviptingar.

Sem sagt....sjötta og síðasta kaupþingsmótið fer fram núna á urriðavelli oddverja. Það segir sitt þegar nýkrýndur ísl.meistari kemur inn á skori sem er 12 eða 13 yfir pari. Hlýtur að vera mjög hvasst og rigning. ræt?

Gæjinn sem skoraði best í dag, var á pari en fékk frávísum fyrir að koma of seint. Hann bætti ekki tveim vítishöggum við skorið sitt fyrir að koma of seint og skrifaði því undir vitlaust skor og fékk frávísun. Hann lærir af þessu.


Upphafið af endinum hjá Manuver?

Í dag er góður dagur. Liverpool sigraði Manuver 2-1 og hreinlega rústaði þeim í gæðum og lipurð. Sjaldan hef ég séð jafn ójafnan leik hjá toppliðum ensku deildarinnar.

Ég blótaði Rafa fyrir að taka Riera útaf og setja Babel inná. Tók hann svo í guðatölu þegar Babel skoraði sigurmarkið. Svona er boltinn, Rafa veit greinilega meira um fótbolta en ég, það sést líka best á skorinu mínu í fantasý deildinni. ehem.

Berbatov sást fyrstu 3 mínúturnar en svo ekkert meir. Rúní var fjarverandi og miðjan hjá Manuver þurfti nánast að borga sig inn.


mbl.is Ferguson hundóánægður með leik sinna manna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dr Pepper

Fór í verslun í gær til að kaupa hitt og þetta. Rak augun í Dr. Pepper drykk sem segist vera einn sá sterkasti á markaðnum. Var búinn að taka eftir honum nokkrum sinnum áður og ávallt forvitinn og langað að smakka hann. Lét verða að því og tók fyrsta sopann. Rótsterkt helvíti með ginger eitthvað og sykurhúðað eftirbragð. Ég þorði ekki að súpa nema þrjá litla sopa af þessu því ég var einfaldlega hræddur um að fá í magann.

Ég fékk í magann.

Þrír litlir sopar ullu því að kvöldið mitt fór að mestu leyti fram á klósettinu. Ótrúleg áhrif sem þessi rótsterki Elixir hafði.

Fór svo í morgun minn fyrsta hring eftir nokkra daga pásu frá golfi og spilaði salla fínt golf. Mjög ánægður og back on track. Á leiðinni útá völl fann ég ennþá fyrir smá undarleg heitum í maganum útaf þessum þrem litlu sopum af Dr. Pepper daginn áður. En það hvarf fljótlega og ég byrjaði hringinn á fugli-skolla-fugli-fugli og þóttist nokkuð brattur á þeim tímapunkti. ehem, framar vonum.

Ég endaði á +3 þar sem ég fæ 0 högg en er samt mjög sáttur, sérstaklega við ásinn þar sem ég var að draga boltan flott í upphafshöggunum. Það sem var að voru innáhöggin með 8-9 og PW sem auðvelt er að laga, og svo stuttu vippin sem voru ekki alveg að gera sig.

Á leiðinni í bílnum setti ég likkuna á fóninn og hækkaði verulega í græjunum. Ó-Em-Gí þvílík unun.

Það er að sjálfsögðu þessi ömurlega klisja um að gefa þessu nokkrar hlustanir og málið er dautt. Það á við í þessu tilfelli. Það er fátt sem jafnast á við að upplifa aftur þennan þykka gítarvegg a la hedfíld og hammet. Density. Thikkness.

Gæsahúð og læti þegar maður rennir í gegnum nostalgíu riffin sem eru ótrúlega sambærileg og gamla góða stöffið frá Likkunni. Ekki bara þéttur andskoti heldur með flottri melódíu og kick-ass trommurússíbana a la úlrikk.

KJ, það er þess virði að hlusta nokkrum sinnum á þetta...

Vel þess virði, mæli með lagi nr.3 og hækkað í háa oddatölu í bílnum. Tékká kafla frá mínútu 3:00 til 3:50 


Sammála Karli

Ég dreg þetta einnig í efa. Fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá Bolt valhoppa síðustu metrana í mark eins og hann væri að leika sér var að vonandi fer þessi gæji beint í þrjú til fjögur lyfjapróf í röð.

Gæjinn vann þetta svo rosalega að málið lyktar.


mbl.is Carl Lewis: Heimskulegt að draga ekki árangur Bolt í efa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nefnilega það

3 íslensku strákana komust ekki í gegnum köttið á 1.stigi úrtökumóts Evrópumótaraðarinnar. Hinir tveir eru Heiðar og Siggi Palli, þeir fengu að spila fjórða hringinn og skitu á sig. Þeir eru úr leik og komust ekki af fyrsta stigi.

Það sem Siggi Palli segir er frekar athyglisvert. Neðangreinda ástæðu nefnir hann sem hindrun íslensku kylfinganna til árangurs. Ég er sammála honum.

Hér er gripið í viðtal við hann sem birtist á kylfingur.is fyrr í dag.

"'Eg er auðvitað hundsvekktur með þessa niðurstöðu. Það er  ljóst að ég verð að ná úr mér ákveðnum atriðum í sveiflunni. Eins hefur það komið vel í ljós í þessu móti að aðrir keppendur eru að pútta mun betur en við gerum. Þeir eru kannski að setja niður 4-5 pútt af 6 metra færi í holu á hverjum hring á meðan við náum kannski einu svoleiðis pútti. Flatirnar eru bara allt öðruvísi en við eigum að venjast. Það þýðir ekkert að koma hingað út í fimm til sex daga og finna rétta tempóið á flötunum, það nægir ekki. Þeir bestu hér hafa æfa í heilt ár við bestu aðstæður á Spáni og í Flórída og þekkja þessar aðstæður vel og það er stóri munurinn á okkur og þeim. Ef við Íslendingar ætlum að ná að komast inn á Evrópumótaröðina þarf að æfa allt árið erlendis við bestu  aðstæður. Það er einhver ástæða fyrir því að þessir strákar hér eru miklu betri en við," sagði Sigurpáll.

Það eina sem ég get sagt er,,,,,,,,ÉG ER HJARTANLEGA SAMMÁLA HONUM Wink


Y

cat
more animals

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 153713

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband