Leita í fréttum mbl.is

Dr Pepper

Fór í verslun í gær til að kaupa hitt og þetta. Rak augun í Dr. Pepper drykk sem segist vera einn sá sterkasti á markaðnum. Var búinn að taka eftir honum nokkrum sinnum áður og ávallt forvitinn og langað að smakka hann. Lét verða að því og tók fyrsta sopann. Rótsterkt helvíti með ginger eitthvað og sykurhúðað eftirbragð. Ég þorði ekki að súpa nema þrjá litla sopa af þessu því ég var einfaldlega hræddur um að fá í magann.

Ég fékk í magann.

Þrír litlir sopar ullu því að kvöldið mitt fór að mestu leyti fram á klósettinu. Ótrúleg áhrif sem þessi rótsterki Elixir hafði.

Fór svo í morgun minn fyrsta hring eftir nokkra daga pásu frá golfi og spilaði salla fínt golf. Mjög ánægður og back on track. Á leiðinni útá völl fann ég ennþá fyrir smá undarleg heitum í maganum útaf þessum þrem litlu sopum af Dr. Pepper daginn áður. En það hvarf fljótlega og ég byrjaði hringinn á fugli-skolla-fugli-fugli og þóttist nokkuð brattur á þeim tímapunkti. ehem, framar vonum.

Ég endaði á +3 þar sem ég fæ 0 högg en er samt mjög sáttur, sérstaklega við ásinn þar sem ég var að draga boltan flott í upphafshöggunum. Það sem var að voru innáhöggin með 8-9 og PW sem auðvelt er að laga, og svo stuttu vippin sem voru ekki alveg að gera sig.

Á leiðinni í bílnum setti ég likkuna á fóninn og hækkaði verulega í græjunum. Ó-Em-Gí þvílík unun.

Það er að sjálfsögðu þessi ömurlega klisja um að gefa þessu nokkrar hlustanir og málið er dautt. Það á við í þessu tilfelli. Það er fátt sem jafnast á við að upplifa aftur þennan þykka gítarvegg a la hedfíld og hammet. Density. Thikkness.

Gæsahúð og læti þegar maður rennir í gegnum nostalgíu riffin sem eru ótrúlega sambærileg og gamla góða stöffið frá Likkunni. Ekki bara þéttur andskoti heldur með flottri melódíu og kick-ass trommurússíbana a la úlrikk.

KJ, það er þess virði að hlusta nokkrum sinnum á þetta...

Vel þess virði, mæli með lagi nr.3 og hækkað í háa oddatölu í bílnum. Tékká kafla frá mínútu 3:00 til 3:50 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband