Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

ryderinn í hnotskurn

Harrington er búinn að vera mjög sterkur í púttunum. Westwood búinn að vera góður. Furyk búinn að vera afleitur, sérstaklega í púttunum.

Sergio er búinn að spila ágætlega,ekkert brilliant en samt góður. Nick Faldo ákvað að hvíla hann í morgun og Westwood!!!!!!!

djö....er hann vangefinn. Eins og ég sagði, ef eu tapar þá er það BARA honum að kenna.

Það sárvantar Darren Clarke og ollie (aka. chema, aka Olazábal)


Leiðrétting!!!

Hann var á pre Q móti sem þýðir að með því að komast þar áfram er hann einungis kominn inn á fyrsta stig úrtökumóts PGA mótaraðarinnar. Hann er ekki kominn á annað stigið.

Þetta er svo vinsæl íþrótt þarna úti að það þarf úrtökumót til að komast á úrtökumót.

 

Ég sé að það er búið að leiðrétta fréttina, degi siðar.

til hamingju mbl með að ná þessu rétt í þetta sinn.


mbl.is Sigmundur áfram, Örn ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múkki

Síðasta nótt var ein sú versta í sögu lífs míns. Ég vakti mest alla nóttina og ældi og ræ...aði rúmlega einu kílói. Við teljum að þetta sé útaf djúsglasi sem ég fékk mér eftir sigurinn í gær, það voru klakar í glasinu sem gætu hafa verið eitthvað dúbious.

Allavega þá er ég hættur að æla núna en skitan heldur áfram og almenn vanlíðan er í hávegum höfð. Líður viðbjóðslega ílla.

dísus hvað ég ældi miklu í nótt.....svo þegar allt var búið þá var það bara gall og loft, sem að sjálfsögðu var verra.

Ég kemst mjög líklega ekki í síðasta daginn í Ryder cup á morgun. Missi af singles og hef látið vita núþegar. En þar sem það er enginn varamaður þá verður þetta annaðhvort auðveldur sigur fyrir usa eða þá mér líði betur um morguninn og ég mæti sökum hve harður ég er.

Allavega þá er ég rúmlega einu kílói léttari og er á lyfjum svo ég geti horft á alvöru Ryderinn á netinu.


1-1-0

Spilaði annan daginn í Ryder cup í morgun og var on fire. Ég og Eddy yfirspiluðum kanana og enduðum 4 up þegar 3 holu voru eftir. Eddy setti þrjú risapútt fyrir fugli í holuna og ég sá um rest. Þannig að Ryder Cup ferill minn er núna 1-1-0, einn sigur og eitt tap.

Þetta leit samt ekki vel út fyrir Evrópu þegar ég kíkti á blaðið hjá skipuleggjandum. Ég taldi 5 vinninga hjá usa og aðeins 2 hjá Eu þegar fimm leikir áttu eftir að koma í hús. Staðan því 11-8 í augnablikinu en það sést á morgun hvernig þetta lítur út fyrir lokadaginn.

Það verður leikið á Laugardaginn og þá verður það singles, eða, ég á móti einhverjum frá usa og sá sem vinnur flestar holur af 18 holum vinnur.

Við lékum Ameríku völlin og byrjuðum á par 5 þar sem ég vippaði í fyrir fugli. Það setti strax tóninn í leiknum og mótherjarnir urðu hræddir. Það var vel tekið á því í trash talki en þar eru bretarnir meistarar. Ég átti einu sinni frábært upphafshögg og var nokkuð sáttur, þá vindur Danny (usa) sér að mér hvíslar "heyrðu, ertu í einhverju veseni með upphafshöggin í dag, þú ert ekki alveg jafn langur og áður". Ég þurfti 2 sekúndur til að átta mig á því að þetta var náttúrulega bara gamesmanship (trash talk) og ég leit upp og sá skítaglottið á honum.

Ég borgaði honum til baka á fimmtándu sem er par 5. Þar var hann að fara taka sitt annað högg og hélt á blending kylfu, ég tók eftir því að grúppan fyrir framan okkur var enn á gríninu en Danny var að munda kylfuna til að fara að slá. Þá minnti ég hann á að þau væru enn á gríninu, (þegar ég vissi að hann myndi aldrei ná í öðru inná). Hann leit á mig alvarlega og sagðist ekki vera "bit hitter" eins og ég. Hann tók svo auðvitað allt of mikið á því í högginu fyrir vikið og ýtti boltanum of langt til hægri og um 50 metrum styttri en vanalega, í þykku röffi.

Þeir töpuðu holunni og leiknum fyrir vikið.


Nýjar myndir

RasmussenVek athygli á nýjum myndum. Ég fór hring áðan og kom við í klúbbhúsinu, rak þá augun í listann fyrir mótið á morgun og viti menn!!!! Ég heiti skyndilega Siggy Rasmussen!!!!!!

Á mínum menntaskóla árum var vinsælt að kalla mig Sigurð því ég er kallaður siggi. Fyrir þá sem ekki vita þá heiti ég Sigursteinn. anyways....núna hafa þeir gengið of langt.

R A S M U S S E N ! ! ! ! ! ! !

Tók mynd af listanum til að eiga þetta. Allavega þá fór ég á -1 í dag og spilaði líkt og vindurinn.

Á morgun á ég teig kl 9:50, eins og sjá má á myndinni, og leikið verður Bestball. Ég og Eddy repreísentum Evrópu, me n eddy man....jeeee

NJÝAR MYNDIR í albúmi 5


Likkan

Ég get bara ekki orðabundist og lofsamað þessa nýju skífu frá Metallica. Þrátt fyrir að það sé ekki kúl að fíla Likkuna þá opinbera ég hér með aðdáun á þessa hulka.

Djö...er maður mikill Hulkur. Alltaf með likkuna í botni,keyrandi um hverfið og syngjandi með. Get nefnilega ekki hlustað á þetta neins staðar annars staðar. Ekki í golfinu og ALLS ekki heima við.

Aulahrollurinn hríslast um líkamann þegar rímur sem þessar þjóta um bílinn þar sem ég þeysist um hverfið

Bow down
Sell your soul to me
I will set you free
Pacify your demons

Claustrophobic
Crawl out of this skin
Hard explosive
Reaching for that pin

Through black days
Through black nights
Through pitch black insights

Gerist ekki meira Hulk en þetta......


Hrikalegt

ægilegtVar að skoða myndirnar síðan í sumar og rakst á eyjarferðina. Þetta voru náttúrulega ekki eðlilegar aðstæður þarna til golfiðkunar. Brjálað rok,rigning og almennur suddi.

Ps. takið eftir stráunum bakvið mig. Þvílíkur vindkraftur, ég átti erfitt með að halda mér kjurrum á teignum sökum vindhviða.


Veikaleikur

Sebastian er veikur, með hósta,hor og sýkingu í augum. Allur pakkinn. Helv...leikskólinn, sýklabæli.

Hann gat ekki opnað augun í morgun og þurftum við að fara í operation rescue og setja vökva í bómul og hreinsa þau fyrst.

Hann er mjög lítill í sér núna. María þurfti að fara til Málaga í morgun og erum við því einir hér að dunda okkur. Ég er með Starálf á repeat og pungurinn sofnaði, enda erfið nótt nýafstaðin. Ætla leyfa honum að kúra aðeins því hann á tíma á eftir hjá lækni. Þarf að vera vel upplagður.

Það verður eitthvað lítið um golf í dag. Enda dropar líka aðeins niður, þannig að hann valdi ágætan dag í þetta.


Buffet rokkar

Þessi gæji er flottur. Ótrúlega raunsær og skýr.

Það er alveg deginum ljósara að það verður aldrei hlustað á hann. Ef einhver getur grætt pening á einhvern máta þá verður það gert. punktur.

En Warren verður sennilega minnst sem einn af þessum stórum þegar hann fer.

Ég var að vinna við þessar gerðir vaxtaskiptasamninga (swap,futures og slíkt) í ónefndum banka sem rímar við flitnir áður en ég fór að eltast við drauminn. Ég get sagt ykkur að þessar upphæðir sem maður var að sýsla með á hverjum degi voru stjarnfræðilegar. Fyrir venjulegt fólk sem fer útí búð og kaupir mjólk þá hefði ekki verið slæmt að geta fengið svo sem 0.0001% af einum af þessum nokkur hundruðum samninga sem fóru þarna um daglega. Maður hefði geta elt fleiri en einn eða tvo drauma með þannig fjárhæðir í vasanum.


mbl.is Fréttaskýring: Afleiðurnar undirrót bankahrunsins?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tiger

Ég kláraði fyrsta daginn í rydernum með stæl. Tapaði 4&2. Europe 1 down.

Ég spilaði með konu sem er með 13 í forgjöf og samanlögð forgjöf okkar var 8. Við spiluðum á móti gæja með 5 í fgj. og konu með 34! Samanlögð fgj þeirra var því sky high og þau fengu total 12 högg á okkur. Á 12 erfiðustu holunum fengu þau aukahögg og var því á brattan að sækja. Við byrjuðum vel og komust í 2 up en svo fóru þessi aukahögg að telja og við töpuðum á endanum gracefully.

Ég spilaði vel og setti m.a. 4 monster löng pútt niður sem voru mjög mikilvæg.

Highlights.....Á tólftu fór gæjinn næstum holu í höggi og við gáfum því púttið fyrir fugli. Ég þurfti því að setja 6 metra pútt oní bara til að jafna holuna. Bem, nelgdi kúlunni í og þau voru frekar svekkt.

Allt í allt er ég frekar ánægður með daginn og sérstaklega púttin. Vill ekki vera að afsaka mig EN þetta var eins og að spila við gæja með 5 í forgjöf og hann á 12 högg á þig. Bæði lið völdu stundum styttra upphafshöggið sem var þá bolti konunar, til að ég og gæjinn gætum reynt við innáhöggið. Ég var með strategíuna á hreinu en þau pældu lítið í þessu. Smátt og smátt sáu þau út hvernig þetta virkaði og fóru að herma. bloddy kanar.

Veit ekki hvernig staðan er, en þegar ég fór var staðan 2-1 usa í hag.

Spila á Ameríku vellinum á fimmtudaginn, og formatið verður best ball. Hlakka til. Meanwhile ætla ég að skjótast hring núna og svo örugglega hring á morgun og æfing.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.8.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband