Leita í fréttum mbl.is

Dramatík

Við skutluðum Seb á leikskólann í morgun og fórum svo uppí La Cala. Við höfum ekki farið tvö ein í golf síðan 17 hundruð og súrkál. María keyrði golfbílinn og ég spilaði léttar níu holur á Ameríku. Spilaði nokkuð solid en með tveim mistökum sem kostuðu mig tvo skolla og ég var kominn tvo yfir þegar ég átti tvær holur eftir. Ég sagði við Maríu í léttu gríni að ef ég næði fugli á næst síðustu og svo erni á síðustu til að enda hringinn á -1 þá myndi hún skulda mér nudd. Hún hélt það nú, og henti meira að segja heitu baði og almennu relax um kvöldið inní í tilboðið .

Ég setti í gírinn og átti bjútifúl upphafshögg á 17.holunni (við fórum seinni níu) sem skildi 94 metra eftir af stöng. Tók því næst 54° og setti kúluna pin high en sirka 3-4 metra til hægri við pinnann. Skoðaði púttið bak og fyrir og slummaði því oní fyrir fugli. One down, one to go.

Ok, þá var bara að fá örn á síðustu holuna sem er par 5. Tími til að sækja.Í upphafshögginu tók ég Tiger línuna yfir hús til að skera bróðurpartinn af brautinni. Þetta gerði ég til að eiga annað högg með sjö járni í staðinn fyrir að spila seif og eiga annað högg með blendingi eftir. Kúlan Sveif fallega til vinstri í guðdómlegu draw-i og ég hélt í augnablik að kúlan hefði farið of mikið til vinstri og inní garðinn hjá fólkinu en þegar við keyrðum að staðnum kom í ljós að ég var rétt innan marka. Clean shaven, buzz cut.

Fyrir annað höggið átti ég 174 metra að pinna en í extreme niðurhalla. Tók því þetta blessaða sjö járn og dró boltann í fallegt 5% draw inná grín og skildi eftir 5 metra pútt fyrir erni.

Spennan var óbærileg þar sem heitt bað og nudd voru í seilingar fjarlægð. Ég skoðaði línuna upp og niður og komst að því að þetta yrði fallegur bogi frá vinstri til hægri Ég lét vaða en sá strax að kúlan byrjaði línuna talsvert minna til vinstri en ég planaði og þar með hélt ég for sjor að nuddið væri orðinn fjarlægur draumur á þessum tímapunkti. En bíddu, ég setti of mikið heat á kúluna og hún fór því ögn hraðar yfir en ég ætlaði. Þetta gerði það að verkum að kúlan hélt línunni betur en útreikningur minn ráðgerði. Kúlan dansaði á milli þess að vera á línu og af línu þangað til í restina þar sem hægðist töluvert á henni og hún var á leiðinni vinstra megin við holuna. Til allra lukku var hallinn frá vinstri til hægri þannig að hún var að deyja í þá áttina. Á síðustu andartökunum daðraði litla Titleist kúlan mín við holu barminn sögulok þessa mikilvæga pútts endaði með því að það leið yfir kúluna í friggin holuna.

fugl og Örn á síðustu tveim til að enda á -1 voru orðin staðreynd og fagnaðarlátunum ætlaði aldrei að linna. Fólk hljóp inná grínið og bar mig á háhesti alla leiðina upp að klúbbhúsinu þar sem forseti alheimsins tók á móti mér með lykil að óravíddum himingeimsins. Whatever. ég er farinn að leggja mig......leiter


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 153176

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband