Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Bloggar

holukeppni

Keppti í dag í íslmótinu í holukeppni. Komst beint úr 64 manna úrslitum í 32 manna en tapaði þar fyrir mér betri manni.

Sá maður er í gr sveitinni og lenti í þriðja sæti á síðasta stigamóti.

Hann spilaði solid en ég ekki vel.

Kom heim og horfði á man-ars með Pétri og BB.

Ekkert annað markvert hefur gerst í dag.


kiðjaberg

Fór æfingarhring á Kiðjabergi í dag. Frábær völlur með fínum grínum. Spilaði í miklum vindi og er frekar þreyttur. Sem er allt í lagi því mótherji minn á morgun mætir ekki í leikinn og ég þarf því bara að mæta í 32 manna úrslitin kl 13. Er sem sagt kominn sjálfkrafa áfram. Jibbí fyrir því.

Fórum í hádeginu og kíktum á Bjarna Bjarna í bakaríinu www.kaka.is

Djöfull bakar drengurinn góðar kökur.

Pétur var þarna líka og sá snigill hefur svo góða nærveru að það er fáránlegt. Sebastian sogaðist að honum og lét ekki í friði. Pét-HÚR, pét-HÚR, koddu,koddu.

Ég sagði Pétri að reyna að fara í bissness með þetta. Láta nærveru í krukkur og selja. Fá einkaleyfi og græða milljónir.

Hann segir mér að flest börn laðist svona að honum. Það er svona að eiga góða nærveru.

Annars skildi ég Punginn eftir hjá afa sínum í vinnunni og fór svo að spila. Þeir héngu saman í allan dag og þegar ég kom heim kl 21:30 sá ég duracell kanínu hoppandi útum allt og mjög þreyttan afa í eftirdragi. Hann sagði að drengurinn hætti ekki að tala.

Pjakkur, köttur mömmu og pabba, boxaði Sebastian til blóðs í andlitinu. Hann er með sár báðum megin á kinnunum og líka á eyranu. Ég heyrði hljóðin í kettinum hvæsa og stökk upp. Hljóp að honum og nelgdi í hann. Ég varð brjálaður. Ég elti hann útum allt hús og náði að koma honum í skilning um að svona gerir maður ekki. Hann er núna skíthræddur við mig og hélt sig undir rúmi í 40 mín á eftir þetta.


komment svar

Fékk gott komment á síðustu færslu sem er svaraverð í færsluformi. 

"Sagði hann þetta á íslensku? Er hann alveg orðinn alveg jafnvígur í íslenskunni?"

Harpa (IP-tala skráð) 28.8.2009 kl. 10:41 

 

Svar mitt er eftirfarandi: 

góð athugasemd.

Nei, hann sagði þetta á spænsku. Ég nennti bara ekki að útskýra það og ákvað að hafa þetta eins einfalt og ég gat til að þjóna söguþræðinum betur.

Hann sagði, "papá, a los nuves" sem útleggst "pappi, til skýjanna" og benti upp þar sem ég gerði mig kláran við að henda upp í loft.

Ég er búinn að kenna honum ýmislegt á íslensku. Segi bara "mamma segir avion, og pabbi segir flugvél" hann gúdderar það alveg. Er orðinn bara mjög ágætur í íslensku. Mellufær myndi einhver segja jafnvel. Notar spænska orðið við mömmu sína og það íslenska við mig og afa og ömmu.

Nýja orðið hans í gær var Glæsilegt, svo er ég nýbúinn að kenna honum jibbí-kajei-moðafokka. Ásamt Bújakassha.

Svo sér hann gröfur tvist og bast þar sem miklar framkvæmdir eru í r.vík allstaðar. Þannig að orðið grafa er heitt um þessar mundir. Svo bættist orðið sláttuvél í safnið líka í gær.

Þetta er allt að koma.

Núna þurfum við hins vegar að fara að einblína á að varðveita spænskuna. Þar sem við ætlum að vera hérna á fróni.

Eilíft stríð og hvergi friður, eins og skáldið sagði.


kröfur

Vorum úti í boltaleik í garðinum í lundinum. Vorum búnir að sparka soldið á milli. Svo fór ég að kasta aðeins til hans sem var stuð.

Hann segir svo, "papa, kastaðu upp í skýin"

Ég bara....uuu okey. Kastaði eins langt upp og ég gat.

Sem betur fer var það fullnægjandi. Allavega brosti hann og gerði enga athugasemd um að mig hafi skeikað um aðeins 99,99999% af vegalengdinni.

Engar smá kröfur sem pungurinn gerir til pabba síns.


draumur um Pétur

Held að mér hafi sjaldan liðið jafn ílla í einum draumi sem ekki var martröð. Tja, þetta var nú samt hálfgerð martröð.

Mig dreymdi Pétur.

Ég var staddur á heiðarbrautinni og var í heimsókn. En Pétur var ekki að finna. Heldur einhver skinní bitch ass veikluleg stelpa. Þá hafði Pétur látið breyta sér í stelpu.

Ég trúði honum ekki fyrst og ég man að það fyrsta sem ég gagnrýndi var að það væri no way að ná kálfunum svona mikið niður í stærð.

Jú jú, svaraði Pétur (petrína), ekkert mál. Calf reduction!

Svo bara snérist draumurinn um það að vera bara hneykslaður yfir ákvörðun Péturs um að breyta sér. Ég man hvað ég var leiður fyrir hans hönd.

Að sjálfsögðu er ég löngu búinn að ráða þennan draum.

Þetta snýst um að mér finnst Pétur vera búinn að væla svo mikið uppá síðskastið að undirmeðvitundin hefur breytt honum í TJELLLINGU.

hint,

wink, wink


fluttir

Feðgarnir fluttir inn til Mömmu og pabba í garðabæinn.

Eigum bara eftir að þrífa sæbólið. Og flytja Mjása yfir.

Fékk hringingu rétt í þessu og tjáð að íbúð sem við skoðuðum væri okkar ef við vildum. Ég jánkaði því og við getum flutt þar inn 1.sept.

Vona að það standist. Ekkert í hendi enn því þetta er ungur gæji sem virðist ekki vera sá traustasti. Fáum lykla 1.sept að sögn.

85þ kell og 75fm2 pleis. Engin trygging, bara borga mánuð fyrirfram. Mjási velkominn og íbúðin sæmilega skipulögð. Þetta eru plúsarnir.

Mínusarnir eru að þetta er í Garðabæ. Ósamþykkt íbúð sem þýðir að þetta er svart og engar leigubætur. Ekki stærsta íbúð í heimi en hún dugar.

Og þar sem það verður enginn samningur okkar á milli þá er þetta fínt til að byrja með þangað til að við finnum okkur betra pleis.


Steve

ég sé að enginn er að fatta fyrsta valkostinn í könnuninni.

Love-e-lí veþer vír hafing.

Þetta er sem sagt það sem steve martin sagði í bleika pardusnum.

that´s all.


Siggi í dag

Spurningin í Ísland í dag er HÉR, smellið á þennan texta til að tékka á keppanum. Kem á mín 8:55

Takið eftir hve stressaður ég er. Nasirnar útþandar eins og ættin er fræg fyrir.


KJ´s theme song

My eyes are getting weary
My back is getting tight
I'm sitting here in traffic on the Queensborough bridge tonight
But, I don't care 'cause all I want to do...
is cash my check and drive right home to you
'cause Baby, all my life
I will be driving home to you

Jimbo

Er að endurlesa ævisögu Jim Morrison og þar kemur fram að uppáhaldslitur hans hafi verið.........wait for it..............Torquise.

Í öðrum fréttum er það helst að okkar dagur var eftirfarandi:
Vöknuðum seint og dormuðum fram eftir.
Hentum í töskur og fluttum aðeins.
Settum myndir á digital.
Komum í Ísland í dag.
Átum Makki dí.
Fórum í hjólreiðartúr í rigningunni.
Fórum í sturtu saman.
Horfðum á Family guy.
Fengum okkur kókómjólk fyrir svefninn.

Uppskrift af hamingjusömu lífi ef þú spyrð mig


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband