Færsluflokkur: Bloggar
4.9.2009 | 09:47
smott
Ég og pungurinn erum að dúlla okkur heima í lundinum. Þar sem maður er ekki í sambandi við heiminn í íbúðinni þá er fínt að droppa hér við.
Þurfum að fara í Ikea og tékká þessu rúmi sem ég var að kaupa. Kanna hvort okkur vanti eitthvað stykki. Því þetta meikar ekki sens.
Þurfum lika að kaupa skóhorn og smotterí.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.9.2009 | 20:39
ikea
Allt gengur sem smurð vél. Allir mjög glaðir. María fílar að vera aftur á Íslandi og fílar Vesturborg. Ég er fjall hress með æfinguna í dag hjá Derrick, sem btw er frábær kennari. Sebas er alltaf glaður hvort eð er.
Mjási var ekki að gúddera fyrstu nóttina í nýju íbúðinni. Mjálmaði mikið og var eirðarlaus.
Reyndi við samsetningu á þessu nýja rúmi sem við keyptum en ég get svarið það, það er eins og það vanti eitt mjög mikilvægt stykki og svo gengu uþb 6 skrúfur og ein járnplata af!
Fokkin Ikea.
Ef þetta væri paint by numbers væri ég búinn að lita frekar mikið út fyrir.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.9.2009 | 11:36
ekkert net
Erum flutt inn og erum ekki með netið. Sem er viðurstyggð.
Ætla að fá einhvern pakka frá símanum, net,heimasíma og sjónvarp. Held að það sé enginn munur á þessum fyrirtækjum. Bara einhver titlingaskítur. Þannig að þar sem við erum með gemsana þarna þá bara......síminn.
Fékk tv skáp frá petlernum á spottprís og á heimleiðinni hringdi ég í númer sem ég sá á BL og tékkaði á rúmi. Nennti ekki að pæla meira í þessu og keypti bara rúmið á fimmtíu djííí. Stórfínt. Fór reyndar soldið ílla í flutningunum þar sem ég notaðist við gamla bensann. En hey, who cares.
Gat ekki tjaslað því saman með verkfærin sem ég var með at the time þannig að ég fór í bílskúrinn hans pabba og fékk lánað "skralll". Kann eina góða sögu af mér og fyrstu kynnum af skralli í rarik. Hún kemur síðar.
Vantar s.s. enn sófasett og þvottavél. Og kannski sjónvarp.
Sebastian hafði orð á því hve vel ég ilmaði þar sem ég var að binda hann í barnastólinn. Ég snarhugsaði hve vel mér hafði tekist uppeldið á drengnum. Þá þurfti að hann að loka samræðunni með "ummmmm kúaskítur".......útleggst "el ummmm Caca de la Vaca"
Takk fyrir það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 23:01
sófasett
Okkur vantar soldið af dóti inní íbúðina.
Sófasett
Rúm
Sjónvarp
Þvottavél
Basic stöff. Ef þið viljið losna við eitthvað af slíku þá hafiði samband.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2009 | 22:59
María
Náði í Maríu útá völl í gærnótt. Það var mikið stuð hjá þeim Minervu útá Ítalíu.
Áttum að fá lyklana að íbúðinni í dag og ég hringdi um kl 11. Þá kom í ljós að pakkið sem þarna leigði hafði ekki enn komið sér út. Eigandinn soldið sorrí yfir því og rak þau áfram. Fengum afhent því bara kl 20 um kvöldið.
Viðbjóðsleg aðkoma. Þau sögðust vera búin að þrífa og slíkt en já, ekki gaman að fá íbúð svona afhenda. Þurftum því að byrja á því að taka alsherjar þrif með pabba sem verkstjóra.
Pungurinn orðinn þreyttur og pirraður þannig að ég sendi Maríu heim í lundinn með hann og við gátum ekki sofið þarna í nótt. Ég og pabbi tókum smá þrif skurk.
Á morgun klára ég svo að þrífa.
Eigandinn bauðst til að slá af verðinu þennan mánuðinn útaf þessu. Flott hjá henni að gera það að fyrrabragði. Annars hefði ég sjálfur beðið um það.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 21:05
Skemmari
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 20:31
Til hamingju Alfreð
Alfreð varð í fyrsta sæti stigalistans þetta sumarið sem er frábær árangur.
Til hamingju með það
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 20:31
Númer 37 á íslandi
Síðasta stórmót sumarsins búið og endaleg niðurstaða fengin í stigalistann.
Ég varð í 37.sæti yfir kylfinga Íslands sem er örlítið framar vonum og á undan áætlun.
Ég er heilt yfir sáttur við sumarið en ætla að gera enn betur það næsta.
Skv. áætlun verð ég í 20-25 sæti næsta sumar.
Nú taka við æfingar með afrekshóp gkg í kórnum í vetur. Svo fer ég einnig í Boot Camp til að buffa mig upp og henda þessum manboobs sem eru að bögga mig. Maður ætti að bæta sig eitthvað við það.
Kannski að maður finni eitt eða tvö lítil mót áður en sumarið endar. En það er ekkert möst.
Sjáum til
Svo er óskastaðan sú að finna sér eitthvað þægilegt job í vetur. Og fara líka kannski einu eða tvisvar sinnum til spánar í eina eða tvær vikur til að spila og halda sér við.
Það er óskastaða, en svo tekur maður bara það sem manni býðst.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.8.2009 | 11:35
Saints
Jæja þá er síðasti sóló dagurinn okkar Sebas runninn upp. María kemur um miðnætti. Þetta er búið að vera helvíti góður quality tími hjá okkur pungunum.
Við vöknuðum kl 9:30 og fórum svo í 40 mín sturtu. Hressandi og gaman að busla.
Erum núna bara að chilla. Ekkert svo sem annað að gera í stöðunni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.8.2009 | 20:50
Dagurinn
Vöknuðum og snæddum dýrindis morgunmat með gamla settinu í lundinum. Dekrað við mann bara.
Fórum svo á stúfana.
Kíktum í bása þar sem Póski var með Ping Demo dag. Sebas sló nú á endanum fleiri kúlum en ég.
Fórum svo á Rauða ljónið og sáum seinni hálfleik Everton og Wigan með Pétri.
Fórum svo bara heim með honum þar sem hann bauð okkur í mat.
Búnir að vera á vappi síðan kl 14 og rétt nýskriðnir inn.
Pungurinn tók enga síestu og mun sennilega rotast eftir nokkrar mín þegar ég legg hann útaf.
Nema þá að íssprengjan sem við fengum hjá Hörpu og Pétri haldi honum hyper út kvöldið. Vona ekki. Ef svo verður fær Petlerinn eitt í öxlina næst þegar ég sé hann.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.7.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 153655
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar