Leita í fréttum mbl.is

Deeper meaning of liff

Douglas Adams sendi frá sér ofangreinda bók á meðan hann lifði. Þarna er farið yfir allskonar hluti sem ekki hafa nöfn og þeim gefið viðeigandi heiti.

Dæmi:

Ranfurly(ran-FER-lee) = Fashion of tying ties so that the long thin end dangles below the short fat end.

Foindle(FOYN-dul) = To cut ahead in line very discreetly by working one´s way up the line without being spotted.

Yarmouth(YAR-muth) = To shout at foreigners in the belief that the louder you speak, the better they´ll understand you.

Swaffham Bulbeck(SWAF-um-BUL-bek) = An entire picnic lunch spent fighting off wasps.

Laxobigging(LAKS-oh-BIG-ing) = Struggling to extrude an exremely large turd.

Jawf(JAWF) = Conversation between two soccer hooligans on a train.

Grobister(GROH-bis-ter) = One who continually and publicly rearranges the position of his genitals.

og mitt personal fav

Caarnduncan(KARN-DUNK´n) = The high-pitched and insistent cry of a young male human urging one of its peers to do something dangerous on a cliff edge.


mundaneness

Tókum náttfatachill á þetta í morgun til 12. Fórum þá í skógarlundinn og tékkuðum á pjakki. Gleyptum í okkur tvær skyrdollur, tvö ristabrauð og 0.5ltr af kakómjólk.

Hann er óður í skyr drengurinn.

Núna er bara netchill á youtube hjá pungnum og mér leiðist sem aldrei fyrr.

María kemur svo um kl 19 þá fer ég í golf.


action packed

Dagurinn í dag var action packed hjá okkur feðgunum. Fórum á stúfana um kl 12 og tókum pulsu á þetta.

Svo var rúntað í um einn og hálfan tíma um hverfi sem ég hef aldrei komið í. Músík í botn og þetta nýja stöff kannað með gluggana niðri.

Pungurinn svaf þar í stólnum sínum í sirka einn tíma.

Fórum svo í nauthálsvík þar sem bílastæðið var pakkað. Hef aldrei séð jafn mikið af fólki þarna. Then again, þá hef ég aldrei farið þarna á góðum degi.

Sebas var reyndar í úlpu á meðan fólk var þarna nánast bert. Spánverjinn vanur öðru og betra veðri.

Þaðan fórum við til Sigrúnar systur og tókum nokkra klovn þætti á þetta.

Skyndilega var klukkan orðin 19. BEM. dagurinn búinn.

Náðum í mömmuna og ég gat loks farið að æfa golf. Session frá 20 til 22. Og það nokkuð gott bara.


nuttin much

Ég og sebas bara í chillinu. Ætlum að kíkja á rúntin og smella nokkrum nýskrifuðum diskum á fóninn og rokka miðbæinn. Stoppuð á BB og fáum okkur eina með öllu nema hráum í hádegismat.

Svo bara extreme chill.

Ekkert annað hægt að gera svo sem með svona pung í eftirdragi. Bara mismunandi level of chillness.

Einhver með uppástungur?

árbæjarsafn er off,
húsdýragarðuinn er been that done that

kannski sund


Tónlist

Er að fíla ýmislegt þessa dagana. Er að hlusta soldið á White Lies, þessir sem eiga farewell to the fairground lagið sem ljósvakar hafa nauðgað í sumar.

Skífan heitir To Lose my life. Mæli með ofangreindu lagi að sjálfsögðu. Svo lagi sem heitir E.S.T.

Svo er ég að kanna hljómsveit sem heitir Metric. Skífa sem heitir Fantasies. Tékkið á lagi sem heitir Sick muse. Það kikkar inn á 53 sek....wait for it.

La Roux er önnur sveit. Hún gerði in for the kill vinsælt í sumar. Skífan er bara skítsæmileg verð ég að segja. Hress. Upbeat. Flest lögin í stíl við in for the kill, en samt ekki jafn gífurlega skemmtileg. Samt mjög góð.

Bulletproof er eitt lag á þessari skífu sem verður eða er orðið vinsælt með þeim.

Phoenix er skemmtileg hljómsveit. Þeir sendu frá sér skífu sem ber það skemmtilega heiti "Wolfgang Amadeus Phoenix"

Stand out lög þar eru Lisztomania, Fences og countdown(Sick for the big sun).


Mýrin Cup

Gkg sveitin tók æfingu á mýrinni í dag. Vorum 6 á móti 6 gæjum sem ekki komust í sveitina. Tókum foursome á þetta þar sem tveir eru í liði og skiptast á að taka högg þangað til kúlan er komin í holuna.

Ég og simmi spiluðum á móti Guðjóni og Hauk. Við unnum leikinn á níunda gríninu. Mjög spennandi allt saman.

Ég spilaði hins vegar sem byrjandi enda átti ég slæmt session í hraunkoti rétt fyrir hringinn. Sveiflan var öll út að aka. Veit ekki af hverju. Mig grunar að ég sé bara búinn að spila aðeins of mikið undanfarið. Þreyttur.

Þetta voru sem sagt þrjú tveggja manna lið skipuð gkg sveitinni á móti sama fjölda ósveitarinnar. Sveitin vann alla þrjá leikina.

Ég átti nú samt alveg pínu þátt í okkar sigri þó simmi hafi nú verið driffjöðurin í þessu. Setti niður fugla pútt á fimmtu fyrir sigri. Átti flott pútt á sjöundu til að jafna. Átti svo krúsjal lobb á níundu sem ég setti hálfan meter frá stöng sem setti pressu á hitt liðið.

Bara gaman að vera kominn í svona dæmi. Partur af liði.

ÁFRAM GKG!


passa

Núna er María á fullu að vinna í Karen Millen og hjólin hafa snúist soldið við. Núna er ég með punginn sýnkt og heilagt. Sem er fín tilbreyting. Get samt ekkert verið að æfa jafn mikið.

Erum búin að sækja um leikskóla fyrir hann og fáum vonandi fljótt þar inn.

Fínt að geta farið í skógarlundinn og dúllað þar hjá afa hans og ömmu.

Er núna á eftir að fara útá völl þar sem sveitin mun spila 9 holur gegn þeim sem ekki komust í sveitina. Smá holukeppnis stemming. Bara verst að ég er ekki kominn með boltakort né neitt þarna í gkg þannig að ég þarf enn að fara útí hraunkot að æfa og hita upp.


BÍÓ

Fórum sem sagt í bíó í gærkveldi, sem er ekki frásögu færandi nema hvað ég er sækó þegar kemur að biðröðum.

Við mættum tímanlega og aldrei þessu vant þá bara var ég fyrstur í röðinni. Svei mér þá.

Svo ég var fyrstur inn til að láta rífa af miðanum mínum. Samt einhvern vegin tók ég eftir því að ég var kominn á hlaupahraða á leiðinni inn. Ég leit til baka og sá Maríu í fjarlægð, brosandi.

Ég varð fyrstur inn, valdi mér besta sætið og viti menn. Ekkert vesen. Reyndar var lítil stelpa fyrir aftan mig sem sparkaði í stólbakið alla myndina. En við því var að búast.

PS. ég stútaði tveim Toffee Crisp börum, einu Lion bar(king size), einni kókómjólk, powerade og hálfum popppoka.


Í sveit

Það eru ár og aldir síðan ég var síðast í sveit. Var í tvö sumur (sumör)í svartárdal á bæ sem heitir Steiná þegar ég var strákpjakkur. Lærði ýmislegt.

Núna er ég kominn aftur í sveit. Öðruvísi sveit.

Var valinn í sveit GKG í dag.

Við tökum þátt á vegum klúbbsins í sveitakeppninni sem fer fram á Akureyri dagana 7-9 ágúst.

Ég var valinn í átta manna sveit úrvala kylfinga.

ÉG
Birgir Leifur
Úlfar Jónsson
Sigmundur Már
Alfreð Brynjar
Guðjón Henning
Starkaður
Kjartan Dór

Þetta verður lærdómsríkt og jafnframt viðbjóðslega gaman.


Parry Hotter

Sáum Harry potter myndina í kvöld. Hún var mjög skemmtileg þangað til að hún kláraðist. Bara allt í einu búin. Það vantaði endinn. Hún fær bara 2 stjörnur því okkur finnst eins og það vanti aftan á hana. Við skildum punginn eftir hjá mömmu og pabba. Hann...

Brandur

Talandi um brandara, einn sá ofnotaðasti í bransanum er sennilega sá er María kom með þegar við biðum eftir hamborgaranum hennar í Aktu Taktu áðan. "hva, er bara verið að slátra kúnni?" Hilarity ensues...... Hversu oft hefur maður heyrt þessa chísí one...

Brandara Ari

Heyrði brandara í Home James í kvöld sem mér fannst fyndinn. How many surrealist painters does it take to change a lightbulb? . . . . . . . . . The Fish!

koluheppni

Tók átján með Binna Bjarka í dag. Tókum holukeppni á þetta uppá grínið og spennan gífurleg. Ég tók fljótt forystu á þetta og leikurinn aldrei í hættu. Sæll Hvað gerir Binni! Hann tekur eitt stykki Óla Lofts á þetta og tók seinni í gö!"#$ Hann var kominn...

gæti nefnt nokkra

see more Lolcats and funny pictures

María Millen

María sá auglýsingu í blaði og setti inn umsókn. Sendi bara póst á netfangið. Þetta var í gærkveldi og við bara að chilla fyrir framan sjónvarpið. Eftir að um 20 mín höfðu liðið frá því að hún ýtti á send fékk hún símtal. Mæta í viðtal um morguninn...

Æfingar

Mér var boðið að koma á æfingar hjá afrekshóp GKG sem er vel. Fínt að sjá hvað þessir strákar eru að gera af sér.

Logn

Leiðinlegt að þetta mót skuli vera búið. Þetta var nokkurs konar hápunktur sumarsins golflega séð. Núna er bara eins og stormur sé yfirstaðinn og logn sé skollið á. Það eru þó þrjú verkefni eftir í sumar. 1.Sveitakeppnin 7-9 ágúst þar sem 8 menn innan...

Mixalot

Sir Mixalot strikes again. Gerði mix af Pastichio Medley, 23 mín laginu sem billy gerði af öllum þessum riffum sem hann hafði sankað að sér og nennti ekki að gera lag úr. Strippaði það niður í 3 mín bút með nokkrum riffum og einu miðjusólói frá 1:13-1:53...

34.sæti

Ég lenti í 34.sæti af 126 í Íslandsmeistaramótinu. Ég er mjög ánægður með það. Sáttur við stabíla spilamennsku alla dagana. Samkvæmt plani mínu þá á ég að vera á top 40 á íslandi og þetta sannar það. par,fugl,par,par,skolli,par,skolli,par,par = +1...

« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.7.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 153633

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband