Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Simmi mættur

Fór í Breiðholtslaug í morgun. Synti í 20 mín. Stóð nakinn inn í klefa og var að fara klæða mig í fötin þegar einhver unglingur sagði við mig:

,,blessaður Simmi"

Ég leit á hann og eiginlega vissi ekki alveg hvað ég átti að gera.

,,nei heyrðu! þú ert ekki Simmi"

Ég bara ,,uuunei ég heiti Siggi"

,,Shit mar, þú ert alveg eins og Simmi í Idolinu"

Einmitt! Takk fyrir það

,,veistu hver það er?" hélt hann áfram

,,uuuu já já"

,,hann var kynnir í Idolinu"

,,já, einmitt"

,,hehe alveg ótrúlega líkur honum"

Svo fór hann inn í sturtuna með bros á vör.

Held að hann hafi eitthvað verið þroskaskertur. Hlýtur eiginlega að vera.

Spurning um að detta inn á Fabrikkuna og þykjast vera Simmi til að fá frían mat!


Gott að eiga gott fólk

Friggin bremsudælan var eitthvað að kvarta í gær á Yarisnum. Bjarni maður Perlu systur reddaði þessu á no time. Fengum bílinn hennar Perlu á meðan ásamt því að labba þaðan út með gefins gítar, part úr bílabraut og nintendo spil!

Það er ekki amalegt að eiga svona gott fólk að.

Við færum þeim bestu þakkir fyrir.


Jin og Jan köller

Ég var drullu stressaður þegar ég vaknaði í morgun. Gærdagurinn var einfaldlega of góður....dúbíjuslí of góður.

Skutlaði Betu í vinnuna......BEM! Bíllinn bilaði.

Hann fór á verkstæði, búið að gera við...

.....nokkrir tugir þúsundkalla í viðgerð. Tékk.

Alheimurinn búinn að rukka tilbaka allt sem ég slapp með í gegnum tollinn í gær.

Svona er lífið.


Ný könnun

Hávísindaleg könnun hér á hægri hönd.

Allt ákjósanlegir valkostir.

Allt í þágu vísindanna.

Kjósið.


Nýjar myndir

Henti inn myndum frá ferðinni á FB. Tókum 173 myndir en bara 53 myndir á FB. Restin er bara fyrir lengra komna.

P to da S

uuuu P.s. kom heim, kveikti á tölvunni og þar biðu mín skilaboð um að einhver vildi kaupa zoom multi effektinn minn.

Var sem sagt rétt í þessu að selja þetta kvekendi með hagnaði.

...og er að fara kveikja á nýja effektinum sem ég keypti úti akkurat núna.

jei


Heimkoma

Komin heim sætindi heim.

Ferðalagið gekk fáránlega vel fyrir sig. Nánast eins og í sögu.

Okkur var skutlað upp á völl í Þýskalandi og við örkuðum með fullt af töskum á vagni upp að Icelandair deskinu.

Viti menn, konan sem var að tékka inn á Saga Class deskinu kallaði á okkur og við þurftum ekkert að bíða.

Fórum yfir hámarkið með þyngd en hún sleppti okkur í gegn og brosti.

Þá fórum við upp á næstu hæð til að gúffa pínu í okkur. Beta settist á borð og fylgdist með Sebas leika sér í leiktækjum á meðan ég verslaði Magnús Dónaldsson.

Var ekki með nógu mikið af evrum til að kaupa allt stöffið en stelpan brosti bara og sagði bara allt í lagi, taktu þetta bara. Já! Nilli! McDonalds að gefa mér mat! eða...þeir gáfu mér 1 evru allavega. Samt! nokkuð gott.

Þegar það var búið þá fórum við loks að security tékkinu þar sem var ágæt biðröð. Nei, nei, allt í einu opnar bara einhver gæji annað hlið við hliðiná okkur og segir okkur að koma í gegn. Nilli! Nánast ekkert að bíða.

Svo löbbuðum við að hliðinu í biðsalinn. Fullt af fólki að bíða. 50% voru strákar í yfirvigt að koma á Eve Online ráðstefnuna.

,,Farþegar með börn og farþegar í Saga Class, vinsamlega gangið fyrst um borð"

Við vorum actually fyrst inn í vélina!

Sebas var hress alla leiðina. Horfði á Sveppa og Villa og Ísöld 3 og almennt bara í góðu skapi.

Fórum úr vélinni, löbbuðum í 2 mín inn í salinn með töskunum og sáum okkar töskur strax. Beint inn í duty free, krem, nammi, rakvélablöð, ÚT!

Röltum framhjá vörðunum með fullt af tollskyldum vörum og vorum komin út 14 mín eftir að vélin lenti!

Létum skutla okkur í Nóatún til að kaupa eitthvað að borða. Fórum beint í kjötborðið til að velja kjúkling. Gæjinn var að láta nýja kjúlla í box

,,Má ekki bjóða ykkur ferskan og nýgrillaðan kjúkling í staðin fyrir þessa þarna?"

,,uuujú takk, en Beta, hvað með franskar?"

,,Viljiði franskar? þær voru að koma úr pottinum!

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta nánast vírd.

Ég tek fram að ég ýkti ekki neitt í þessari frásögn. Ótrúlegt en satt.

Fín heimkoma.


sne

Frábært veður hér í Þ-landi. Sól og blíða á fallegum sunnudegi. Rúntuðum inn í Rínardalinn og sáum kastala og rifum í okkur Bratfurst.

Sebas var vitlaus í þetta.

Nenni ekki að koma heim í snjó. Nennir einhver að redda því fyrir mig!


dagskrá

Hlutir sem ég ætla að gera í dag:

1. Skoða Rínardalinn
2. Borða Bradwurst og Wienerschnitzel
3. Fara í sólbað
4. Skoða kastala


lyklaborð

Prófið að ýtá F13 til að sjá hvað gerist............

.

.

.

.

.

.

.

haha, made u look!!!!! 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 153178

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband