Leita í fréttum mbl.is

Heimkoma

Komin heim sætindi heim.

Ferðalagið gekk fáránlega vel fyrir sig. Nánast eins og í sögu.

Okkur var skutlað upp á völl í Þýskalandi og við örkuðum með fullt af töskum á vagni upp að Icelandair deskinu.

Viti menn, konan sem var að tékka inn á Saga Class deskinu kallaði á okkur og við þurftum ekkert að bíða.

Fórum yfir hámarkið með þyngd en hún sleppti okkur í gegn og brosti.

Þá fórum við upp á næstu hæð til að gúffa pínu í okkur. Beta settist á borð og fylgdist með Sebas leika sér í leiktækjum á meðan ég verslaði Magnús Dónaldsson.

Var ekki með nógu mikið af evrum til að kaupa allt stöffið en stelpan brosti bara og sagði bara allt í lagi, taktu þetta bara. Já! Nilli! McDonalds að gefa mér mat! eða...þeir gáfu mér 1 evru allavega. Samt! nokkuð gott.

Þegar það var búið þá fórum við loks að security tékkinu þar sem var ágæt biðröð. Nei, nei, allt í einu opnar bara einhver gæji annað hlið við hliðiná okkur og segir okkur að koma í gegn. Nilli! Nánast ekkert að bíða.

Svo löbbuðum við að hliðinu í biðsalinn. Fullt af fólki að bíða. 50% voru strákar í yfirvigt að koma á Eve Online ráðstefnuna.

,,Farþegar með börn og farþegar í Saga Class, vinsamlega gangið fyrst um borð"

Við vorum actually fyrst inn í vélina!

Sebas var hress alla leiðina. Horfði á Sveppa og Villa og Ísöld 3 og almennt bara í góðu skapi.

Fórum úr vélinni, löbbuðum í 2 mín inn í salinn með töskunum og sáum okkar töskur strax. Beint inn í duty free, krem, nammi, rakvélablöð, ÚT!

Röltum framhjá vörðunum með fullt af tollskyldum vörum og vorum komin út 14 mín eftir að vélin lenti!

Létum skutla okkur í Nóatún til að kaupa eitthvað að borða. Fórum beint í kjötborðið til að velja kjúkling. Gæjinn var að láta nýja kjúlla í box

,,Má ekki bjóða ykkur ferskan og nýgrillaðan kjúkling í staðin fyrir þessa þarna?"

,,uuujú takk, en Beta, hvað með franskar?"

,,Viljiði franskar? þær voru að koma úr pottinum!

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst þetta nánast vírd.

Ég tek fram að ég ýkti ekki neitt í þessari frásögn. Ótrúlegt en satt.

Fín heimkoma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fullt af almennilegheitum og góðri þjónustu og þú ákveður samt að borga ekki þinn hlut í sjúkrahúsum landsins.  Það er vírd!

Davíð (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 21:29

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

hmmm var ekki búinn að sjá þetta frá þessari hlið. Reyndar var þetta ekki mikið af stöffi en skulum bara láta alheiminn borga þetta tilbaka seinna.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 21.3.2011 kl. 21:34

3 identicon

Keyptu þið ekki örugglega lottó eða happaþrennu þennan dag? Þú hlýtur að hafa tippað á Lengjunni?

kristján (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 12:52

4 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

klikkað allsvakalega á því

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 22.3.2011 kl. 13:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband