Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2011

Leisure Suit Larry

Þetta er walkthru af leiknum Leisure Suit Larry in the land of the lounge lizzards. 

Ég ólst upp við þessa Larry leiki in da eitís. Ég lærði enskuna svona. Þetta er samt í fyrsta sinn sem ég actually sé lokin á þessum leik. Komst aldrei í gegnum hann, enda frekar ungur á þessum tíma.

Man enn eftir því þegar ég þurfti að fara til mömmu og spurja hvernig maður segði ,,fara upp í rúm til konu" og hún hugsaði sig um og, til að forðast að segja ,,fuck", sagði ,,lay with girl". Man þetta eins og þetta hefði gerst í gær. Ég var svo ungur að mér fannst þetta ekkert issue. Var ekkert farinn að pæla í svona hlutum, sem er skrýtið því leikurinn snýst allur um akkurat þetta! 


Strákur

Fengum að vita kynið í morgun. Barnið byrjar sem sagt með 36 í forgjöf. Það fór ekkert á milli mála.

Annars leit allt bara vel út og allir við hestaheilsu.

þá hefst bara leitin að rétta nafninu....miklu erfiðara að finna strákanöfn.

Datt fyrst í hug Elvis eða Nóvember. Sjáum til.


Kynið

Við fáum að vita kynið í dag. Mjög spenntur. Læt vita hér á eftir. Vona að það verði annað hvort stelpa eða strákur!

Metallica

Ég pikka stundum upp Guitar World blaðið og les spjalda á milli. Gítarperrinn í mér :)

Allavega þá var þetta issue tileinkað Metallica og þeirra lögum.

100 bestu lögunum er raðað upp eftir mikilvægi og það eru nokkrir gæjar innan blaðsins sem dæma.

Maður er nú ekkert sérlega sammála öllu þarna. Þetta er náttúrulega svo einstaklingsbundið.

Þeir segja að topp tíu sé:
1. Creeping Death (Ride the lightning)
2. Master of Puppets (Master of Puppets)
3. Seek and Destroy (Kill´em All)
4. Ride the Lightning (Ride the Lightning)
5. One (...and Justice for Jason)
6. Battery (Master of Puppets)
7. The Four Horsemen (Kill´em All)
8. Welcome Home, Sanitarium (Master of Puppets)
9. All Nightmare Long (Death Magnetic)
10. Fade to Black (Ride the Lightning)

Allt mjög verðugt finnst mér fyrir utan All Nightmare Long. Það finnst mér ætti að vera í kringum 40.

Tíu neðstu er svo.
91. Cyanide (Death Magnetic)
92. Tuesday´s Gone (Garage Inc.)
93. Damage Case (Garage Inc.)
94. Broken, Beat & Scarred (Death Magnetic)
95. Until It Sleeps (Load)
96. The Outlaw Torn (Load)
97. Suicide & Redemption (Death Magnetic)
98. Wasting My Hate (Load)
99. 2 X 4 (Load)
100. Turn The Page (Garage Inc.)

Mjög ósammála. Mér finnst að...
94 ætti að vera nr. 8.
95 ætti að vera í kringum 35.
96 ætti að vera í kringum 40.
99 ætti að vera í kringum 70.
100 ætti að vera í kringum 60

Mér telst til að á öllum breiðskífunum plús aukalög á singlum plús annað stöff þá eru þetta sirka 170-180 lög sem þeir eiga. Kannski svona 6-8% coverlög.

Minn listi væri sirka:
1. Bleeding Me (Load)
2. To Live Is To Die (...And Justice For Jason)
3. My Friend Of Misery
4. The Unforgiven I,II,III
5. The Day That Never Comes (Death Magnetic)
6. Master of Puppets (Master of Puppets)
6. Nothing Else Matters
6. One/Fade to Black/Welcome Home(Sanitarium)
7. Enter Sandman
8. Broken, Beat & Scarred (Death Magnetic)
9. Seek and Destroy og Ride the Lightning
10. No Leaf Clover/I Disappear/Whiskey In The Jar

og neðstu eru sirka:
94. Trapped Under Ice (Ride The Lightning)
95. The Call of Ktulu (Ride The Lightning)
96. Suicide & Redemption (Death Magnetic)
97. Cyanide (Death Magnetic)
98. Ronnie (Load)
99. lög 3 og 5-13 á Reload
100. lög 4-11 á St.Anger

Þetta er allt mjög bundið nostalgíu tilfinningum en líka hugmyndum um gæði og fílíng.

Kalt mat!

hmmmm kannski ég geri þetta líka fyrir Smashing Pumpkins og aðrar nostalgíu sveitir.......hmmmmm


söntag

Guð hvíldi á sjöunda degi.....ekki Siggi og Beta!

Við tæmdum geymslu/þvottaherbergið og tókum allar hillur niður. Beta Málaði herbergið hvítt(eða hvítara en það var) og svo endurskipulögðum við allt þar inni og bættum við þvottagrind.

Ég boraði nokkur göt. Jafnast ekkert á við að bora nokkur göt. Gott fyrir testesteronið.

Ótrúlegt hve stöffið úr þessari litlu geymslu tekur mikið pláss. Eftir að hafa sem sagt tæmt geymsluna þá var okkur litið inn í stofu og hún var full af drasli.

Þessi litla geymsla nær sem sagt að hýsa mun meira drasl en maður hefði grunað.

Anyhú....þá er bara að raða aftur öllu þessu drasli þarna inn.


lördag

Dagurinn í dag var success. Ég komst í gegnum hann án þess að vera líkt við Simma í Idolinu.

Annars þá var þetta bara chill dagur. Kíktum í kringluna og Smáralind. Kíktum á nýju íslensku gítar pedalana. Þeir bjóða upp á einn distort og einn fuzz. 25þ kjéll stykkið. Held ég haldi mig bara við Boss Ds-2 (5þ) og Big Muff (9þ).

Annars mjög ánægður með þetta framtak. Vona að fólk kaupi þetta af þeim.

Ómar í Jagúar ætlar að nota þetta. Hann á að heita eitthvað seleb, en ég veit nú bara ekki rassgat hver þetta er. Örugglega topp náungi.


Big Muff sóló

Það er ekki bara Billy Corgan sem kann að nota Big Muff Pi. Vinur minn John Frusciante er avid fan og notar hann mikið með Boss DS-2 turbo Distortioninu sínu.

Gítar--ds-2--Big muff--mod stöff. 

Gaman að segja frá því að ég er einmitt með sama settöp


Fatman Pedal Co

Ég verð að viðurkenna að ég er frekar spenntur fyrir þessu hér

http://www.facebook.com/FatmanPedalCo

Ætla með Sebas í Smáralindina á eftir að tékka á þessu. Þeir verð þarna frá 16-18 og svo á morgun frá 12-16.

Áfram Ísland


magnþrungið

Nú er ég ekki körfuboltaáhugamaður en þetta er nokkuð gott 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 153136

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband