Leita í fréttum mbl.is

2

Fór 18 á Ameríku kl 8.30 í morgun. Var fyrstur og einn þannig að hringurinn tók mig bara 2 tíma og 20 mínútur sem er vel. Ég nýtti tækifærið og spilaði frá hvítum og fór á +4.

Spilaði mjög vel en fékk tvo tvöfalda skolla á par 3 brautum sem eyðilagði skorið. Allt hitt var samt flott og þess má geta að ég hitti allar brautirnar. 100% hittar brautir og 61,11% grín í réttum höggafjölda. Var með 32 pútt sem er ekkert spes en ásættanlegt miðað við fjölda hittra grína.

Ég fór svona snemma út því við ætlum núna að fara til Marbella að ná í jakkafötin mín sem ættu núna að vera tilbúin og renna til Málaga að ná í brúðkaupsgjöfina. Morgundagurinn fer svo í að taka æfingarhring á Alcaidesa golf sem er í klukkutíma fjarlægð og æfa þar allan daginn fyrir mótið um helgina.

Laugard. og sunnud. eru svo mótsdagar þar sem leikið er 2X18 yfir helgina. Þetta er stigamót hérna á Spáni með þátttakendum sem eru með 4-5 í fgj og neðar. Þannig að maður er soldill underdog á þessu móti en verður brilliant reynsla. Þetta verður fyrsta mótið mitt með nýja spænska forgjöf og verður spennandi að sjá hvort ég hækka eða lækka.

Alcaidesa er links völlur við sjóinn rétt hjá Gibraltar. Maður sér klettin þaðan og yfir til Afríku. Það verður pottþétt vindur að hætti alvöru links valla og reyni ég að undirbúa mig fyrir það.

að lokum....bendi fólki að tékká hljómsveitinni Mates of state. Alvöru tónlist fyrir gáfað fólk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hei hver er spænska forgjöfin þín??????

móðir golfarans (IP-tala skráð) 15.5.2008 kl. 16:45

2 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Sú sama og á Íslandi. 3,7

Ég fékk einfaldlega forgjafaskírteinið frá GKG faxað í klúbbin minn hérna og það var svo sent ásamt fleiri gögnum í spænska golfsambandið.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 15.5.2008 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 153220

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband