Leita í fréttum mbl.is

Hringur í sólinni

Núna er tíðin góð á Spáni. Frábært veður og ég tek litinn sem indjáni væri.

Ég fór á range-ið í morgun og tók svo 18 holur á Asía með Gabriel.

Ég var kominn 2 undir eftir 3 holur en endaði 3 yfir eftir 9, eins og Gabriel. Fékk asnalegan tvöfaldan skolla á 6. holu sem átti sér enga stoð í raunveruleikanum. Það er svo einfalt að fá skollana, átti snilldar upphafshögg en var of stuttur í 90 metra innáhöggi. 3. höggið var stutt vipp en sökum skorts á einbeitingu þá fór ég of mikið í jörðina. 4. höggið var því aftur vipp sem skildi eftir ca 2 metra í holu. 5. höggið pútt sem mistókst sökum lélegs ástands gríns. 6.höggið fór svo ofan í. bem.

Það er náttúrulega aldrei mín mistök sem kosta mig höggin. Það eru alltaf annað hvort kylfurnar eða ástand vallar. Að sjálfsögðu.

restin var par-par-skolli-par-dobbúl-dobbúl-par-skolli-par

Þessir dobbúllar eru ekki mjög vingjarnlegir. Skýringin á þeim er eitt OB og svo annað OB strax á næstu braut. Bæði vegna þess að ég stóð í halla í öðru höggi og náði ekki að framkalla þá breytingu á sveiflunni sem þurfti til að ná góðu höggi. Það má segja að ég hafi náð pari á seinni boltanum í báðum tilfellum. Svona er þetta, 2 léleg högg sem kosta 4 auka högg.

Ég endaði sem sagt á +9 með 31 pútt en Gabriel +5 með 31 pútt.

Járnin voru lala í dag og pútterinn heitur. Ásinn var svo kaldur að ég fékk kul í hvert sinn sem ég snerti hann.

Morgundagurinn verður tilhelgaður Ásnum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband