Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Identity crisis

Sebas stendur alltaf á krossgötum þegar hann vaknar. Þá fær hann oft spurningar eins og

,,viltu vera yoda eða svarthöfði í dag?"

eða

,,viltu vera liverpool eða barcelona í dag?"

eða

,,viltu vera Jim Morrison eða Pirates of the caribbean í dag?"

eða

,,viltu vera Spiderman eða Batman í dag?"

Þá erum við að sjálfsögðu að spurja hvaða bol hann vilji fara í

Ps.......hann er yoda í dag


EM

Núna er EM í HANDBOLTA!

Nor-Ís

DÓMARARNIR eru frá Dan

Finnst það FRÁBÆRT

Held við VINNUM þennan leik og þetta mót verði FOKKIN BRILLIANT!!!!

Bless


Brennó

Núna er EM í brennó!

Nor-Ís

Flautuleikararnir eru frá Dan

Finnst það skrýtið

Held við töpum þessum leik og þetta mót verði týpískt vonbrigðamót

Bless


bestur

Sá lista yfir 10 bestu gítarleikara á einhverri síðu.

Fór að pæla hverjir mér fyndust höfða mest til mín. Þá meina ég stíllinn, ekki getan.

Ætli þetta sé ekki nokkuð solid listi

1. Billy Corgan

2. John Frusciante

3. Jack White

4. Matt Bellamy

BC af augljósum ástæðum. Ég meina....maður fílar svo mikið sem þessi gaur hefur samið og spilað að það að hafa hann ekki í fyrsta sæti væri skandall.

Mr. Frusciante er náttúrulega wunderkind hughrifa og blæðandi tilfinninga

Mr. White er svo afskaplega hrár og flottur að ég felli nánast tár

að sjá hann wörka þetta digitech whammy plús big muff plús POG er unun. Alltaf við það að missa það en slædar svo í eitthvað life changing móment 

Bellamy er svo auðvitað algjör brautryðjandi og frumkvöðull. Hans gítarleikur er líkt og stærðfræðiformúla. Fallega hönnuð riff og vel skipulagt hljómaferli. ÓMEN, stundum er það svo fallegt að ég lek 


Getraun

Lítil aukagetraun...........hvaða furðuhlutur sést ofarlega í vinstra horninu á myndinni hér að neðan?

Sá sem veit það er næst bestur


Vitnisburður

Í færslu hér að neðan kom ég inn á hvernig ég hafði brennt mig á hægri hendi. 

Hér gefur svo að líta eldröndina sem liðast upp handlegginn eftir þennan stórbruna.

Sumum fannst ég full dramatískur í lýsingum mínum á þessum eldtungum og báðu mig um að sýna mynd.

Þetta eru ein stór rák og önnur lítil (sem sést ekki á myndinni) 

Með þessu tel ég mig vera orðin fullgildan meðlim í Hells Angels 

DSCN0442


IÐN

Iðnaðarrokk
Iðnaðarsílikon
Iðnaðarsalt

!!!!!!

Hvað verður næsta fórnarlamb þessa iðnaðar stimpils?


öskur og læti

Það er erfiðara en maður hefði haldið að horfa á íslenskan handboltalandsleik með einn 5 mánaða gaur sér við hlið.

öskur.........

Gerði þau mistök aðeins einu sinni

geri það ekki aftur


Guess Besst

Ég og Beta spilum stundum. Sérsniðnir spurningaleikir þar sem hart er barist. Höldum dagbók um árangurinn sem gaman er að lesa eftir á.

Höfum spilað Friends spilið, Gettur Betur, Rommí og allskonar

Við reyndar spilum ekkert actual spilin í þessum spurningaleikjum. Tökum bara nokkur spjöld og spurjum hvort annað til skiptis.

Fórum í Gettu Betur dag

Allt mjög í járnum framan af

Svo lenti Beta á einni erfiðri og vildi hringja í vin

Hringdum í Önnu Rós vinkonu hennar en hún svaraði ekki

Spurt var um hvað hreiður Hrafna kallast......

Allavega, vildi að ég gæti sagt að það hafði ráðið úrslitum en hún náði að merja 4 stiga sigur. Ég vann samt á samanlögðu skori frá því í gær.

Svo vil ég benda á að ég nýtti mér ekki að hringja í vin. Just sayin...

Ég reyndi mitt besta í að trufla hana með því að bera spurningar fram með framandi hreimum. Einnig vinsælt að byrja að tala við hana þegar hún er að hugsa.

Allt kom fyrir ekkert

ps fyrstur til að koma með rétt svar um hreiðrið er bestur!


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.2.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband