Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Viðbrögð annara

Fór í klippingu í gær.

Alltaf gaman að lesa í viðbrögð annara við nýrri klippingu.

Hansi gerði grín að mér fyrir að hafa farið í klippingu yfir höfuð. Honum finnst gay að fara á hársnyrtistofu. Fer bara til rakara. Gamli skólinn.

Bestu viðbrögðin átti hins vegar Knútur

,,Siggi! hvað erum við að tala um hérna"

Þetta komment hefur allt!

væntingar,vonbrigði,hrifningu og dulda háðsglósu

Allavega....ég fór á Slippurinn(trúi ekki á fallbeygingu á nöfnum). Þar klippti mig fögur kona. Reyndar svo fögur að hún var einu sinni Ungfrú Ísland!

Ekki amalegt.

Klippingin var vel heppnuð. Ein sú besta í langan tíma. Fer þangað aftur. Útaf klippingunni. ehem. Hóst.


Skífurnar mínar: 90-99

Talandi um tónlistarár

The næntís voru náttla uppspretta góðrar tímamótatónlistar.

Þetta eru plötur sem mér fannst góðar. Sumar hafa elst vel, aðrar ekki. Samt flestar.

90
Ekkert

91
Nirvana - Nevermind (u)
Pearl Jam - Ten (u)
U2 - Achtung Baby (u)
RHCP - Blood sugar sex magik (u)
Metallica - Black album (u)
Guns n Roses - Use your Illusions 1&2 (u)
Smashing Pumpkins - Gish (u)

92
R.E.M - Automatic for the people
Rage against the machine - Rage against the machine
Pantera - Vulgar display of power
Nirvana - Incesticide
Prodigy - Experience

93
Nirvana - In Utero (u)
Smashing Pumpkins - Siamese Dream (U)
Pearl Jam - Vs
Counting Crows - August and everything after (u)
Björk - Debut
Suede - Suede (u)
Snoop Dog - Doggystyle
Cypress Hill - Black Sunday

94
Weezer - Blue album (u)
Nirvana - Unplugged in New York
Portishead - Dummy
Green day - Dookie
Soundgarden - Superunknown
Pearl Jam - Vitalogy
Suede - Dog man star
Alice in Chains - Jar of Flies
Stone temple pilots - Purple
Prodigy - Music for the jilted generation
Bush - Sixteen stones
Tori Amos - Under the pink
The Cranberries - No need to argue

95
Radiohead - The Bends (u)
Oasis - What´s the story
Smashing Pumpkins - Mellon Collie and the infinit sadness (u)

96
Weezer - Pinkerton (u)
Pearl Jam - No Code
Counting Crows - Recovering the satellites (u)
Skunk Anansie - Stoosh
Bush - Razorblade suitcase (u)

97
Radiohead - OK Computer (u)
Foo Fighters - The Colour and the shape
Blur - Blur
U2 - Pop
Suede - Sci-Fi Lullabies

98
Massive attack - Mezzanine
Pearl Jam - Yield
Smashing Pumpkins - Adore (u)
Manic Street Preachers - This is my truth, tell me yours (u)
Marilyn Manson - Mechanical Animals

99
Sigur Rós - Ágætis byrjun (u)
RHCP - Californication
Moby - Play
David Gray - White ladder
Bush - The science of things
Counting Crows - This desert life

Þetta eru bara erlendu skífurnar, fyrir utan Sigur Rós. Man ekki hvað kom af viti hér á landi. Ný dönsk? Jet Black Joe?

Skífur merktar (u) eru uppáhalds skífur enn þann dag í dag.

Kem kannski síðar með 00-10 skífur


allt að gerast

Get ekki beðið eftir nýju Clap your hands and say yeah! skífunni. Kemur út 30.sept.

Mikið um að vera tónlistarlega séð.

RHCP komu með nýja skífu. Fanta góða I might add.

Beirut gáfu út frábæra skífu fyrir nokkrum dögum.

Svo kemur Clap your hands næst.

Coldplay í okt
Metallica líka í okt

Síðast en ekki síst...Smashing Pumpkins!

Hvað er að gerast!!!!


Achtung! Gítarperrafærsla

Er búinn að selja Boss DS-2 bjagarann minn á 7þ

Líka Big Muffinn minn. *Sniff*

Á eftir að selja:

Ibanezinn

iAxe usb gítarinn

Klassíska gítarinn

Fuzz Face-inn

Gaman að grisja svona út.

Riggið mitt mun sem sagt vera eftirfarandi:

Les Paul í Devistortion í Silver Rose í Zoom multi effekt í Marshall 8080 magnara.

Devistortionið er bjagari frá Devi Ever.

Miklu mun betra en DS-2 að mínu mati. Þykkari bjögun og þrír möguleikar. Mun hafa venjulegt rokk hljóð á fyrri rásinni, þykkara sánd á seinni og svo insane bjögun þegar báðir eru virkir. Kljéssik ég.

Silver Rose gæjinn er svo fuzz dauðans eins og fyrri færsla sýndi fram á.

Zoom multi effektinn nota ég svo fyrir allt moddið. Chorus, Reverb, Phase, Flanger etc...

Djöfull hlakkar minn til 


röff

er búinn að senda pöntun frá Amazon af stað. FOKK. Þetta höndla ég sennilega verst af öllu.

AÐ BÍÐA EFTIR DÓTI!!!!!

distractions....I....NEED.....DISTRACTIONS!!!!


Slash

Ef maður vill eitthvað kynna sér nánar hvernig maður á að spila Civil War eins og Slash þá myndi ég mæla með þessu vídeói. Engin smá nánd.

Fyrir fróðleiksfúsa þá er þetta mjög svipaður gítar ég var að kaupa. Auðvitað er þetta ekta Gibson en minn bara Epiphone. Pikkupparnir er öðruvísi og liturinn minn fallegri. Finnst hann vera sirka 95% eins.


klipping

Jæja, þá er komið að því. Ég þarf að fara í klippingu.

Ætla að prófa enn eina stofuna í þeirri mögru von um að finna góðan klippara.

Slippurinn á skólavörðustíg

Hvað er annars málið með þessi nöfn.

Ég hef tekið tvær klippingar á stofu sem kallast ,,sjoppan"

Núna ,,Slippurinn"

Áður fyrr var ég á ,,Rauðhettu og úlfinum". Pínu skárra

Hvað næst? ,,Búllan?"

oh wait, ég ét hamborgara þar.

P.s. ætla að biðja um að snyrta í hliðum og skilja rokkarann eftir í geli


hæg-færsla

Beta hæg-eldaði spagettí bolognese fyrir mig.
Ég hæg-þakkaði henni fyrir mig með því að borða það.

Kvitt


Gibson Les Paul Epiphone

Keypti mér alvöru gítar í dag.  

Gibson Les Paul Epiphone 

Gibson Les Paul Epiphone

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki kannski alveg liturinn sem ég vildi en ég þurfti bara að losa Ibanezinn út. Svo ef ég dett inn á fallegri lit þá er auðvelt að selja svona týpu.

Finnst þetta vera kjarakaup 


sum up

Spilaði krikket fyrstu 8 holurnar en golf síðustu 11.

En án djóks þá sé ég núna að ég þurfti 2 og hálfan hring til að hita upp fyrir þetta mót.

Er kominn í leikform aftur. Er einhver að halda mót sem ég get farið í núna á næstunni. Mun sennilega rústa því.

Spilaði mjög vel síðustu 11 holurnar og fór m.a. næstum því holu í höggi(5 cm frá) og vippaði í á síðustu brautinni fyrir fugli.

Spilaði þrjár holur á 9 höggum yfir pari. Alltaf gaman að vera í hrakningum.

Það er sem ég segi, þegar maður hefur ekkert æft þá sýnir það sig í því að maður spilar nokkurn vegin svipað golf nema bara með óstöðuleika sem kristallast í sprengjum.

Ógéðslega fallegt veður í dag. Spilaði með einum herramanni því Haukur beilaði. Það var bara mjög ljúft. Er pínu tanaður. Beta vill meina að ég sé frekar út í ,,brenndur". Mér finnst ég bara fallega gullbrúnn.

Allavega, gaman að vippa í á síðustu stigamótsholu sumarsins fyrir fugli.

Ætla að verðlauna mig með því að kaupa mér Gibson Les Paul Epiphone gítar. Núna! Bless


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband