Bloggfærslur mánaðarins, september 2011
3.9.2011 | 00:30
síðasta mót sumarsins
Er á leiðinni í síðasta stigamót sumarsins. Það er í Oddi og ég þarf að vakna eftir 5klst. Jei.
Fer út kl 7:30 á 10.teig
Svo aftur kl 13 á 1.teig
36 holur á morgun og svo 18 á sunnudaginn.
Hef ekkert spilað síðan á síðasta móti. Ekki einu sinni æft.
Nice
Hef bara verið að spila á gítar í staðin.
Stefni á sigur og lámark 5 undir par
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2011 | 23:31
Ný Kosning
Nú er spurt hvernig þú borðar súkkulaðistykki. Þá meina ég ekki svona bar eins og lion bar eða snickers bar. Heldur svona súkkulaðiplötu eða slíkt skipulag sem er sett upp í ákveðna bitastærð.
Þetta er mjög mikilvæg könnun
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.9.2011 | 23:23
Rebel
Beta nær ekki hvernig ég borða suma hluti.
Eins og með súkkulaði sem kemur í bitum.
Svona dæmi þar sem þetta er t.d. súkkulaðiplata og svona uppskipt upp í bita.
Beta virðir bitaskiptinguna. Ég bít bara einhverstaðar.
Það veldur nánast uppnámi á heimilinu þegar ég virði ekki bitaskiptinguna.
Þá geri ég náttla í því að dreifa bitunum mjög kaótískt til að sýna hversu mikið rebel ég er.
Læt ekkert súkkulaðiframleiðandann skipa MÉR hvernig í bít í súkkulaðið!
P.s. var að fá þær mikilvægu upplýsingar að Beta bítur ekki í súkkulaðið. Hún brýtur stykki af og setur það upp í sig.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.9.2011 | 09:06
stælar
Skil ekki af hverju það er tilhneygjing hjá ungabörnum að grenja. Af hverju hlægja þau ekki í staðin?
En ef þú pælir í því þá vita þau ekki neitt. Núll. Þegar þau fá t.d. magaverk útaf mjólkinni, af hverju grenja þau? Þau vita ekkert hvað er vont og hvað er gott. Af hverju hlægja þau bara ekki í staðin.
Bögg.
Það er ekki eins og maður sé ekki á fullu að reyna að tala við hann og vera næs.
Þetta eru bara stælar
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bækur
Bókalistinn
-
: The Dirt -
: How to make love like a porn star -
The Meaning of Liff
: -
The Ultimate Hitchhiker's Guide to the Galaxy
: -
I Hope They Serve Beer In Hell
:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar