Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

árshátíð

Fórum í go kart í dag. Golfskála gengið.

Þetta var massíft stuð. Fyrst fékk maður 4 mín í upphitun svo tók við 5 mínútna tímamæling til að sjá hver fengi ráspól.

Ég fékk að sjálfsögðu ráspól. Var um sekúndu hraðari en næsti maður.

Svo hófst alvöru keppnin. 25 hringir. Winner takes it all!

Skemmst er frá því að segja að ég vann. Næsti maður varð 26 sekúndum á eftir mér. Rest á 1 og 2 laps á eftir.

Djöfull var þetta gaman. Ég er líka þvílíkt eftir mig í líkamanum. Tók verulega á.

Skemmtilegast var að hringa gömlu kallana (mætti misskiljast). Það má segja að Knútur hafi verið sá eini sem veitti mér smá samkeppni. Honum til varnar þá sprakk á bílnum hans þannig að þetta 26 sekúndna forskot mitt er sennilega meira svona 10-15 sek.

Lykilatriði var að bremsa pínu rétt FYRIR beygjuna og gefa í út úr beygjunni. Ekki bremsa í sjálfri beygjunni.

Besti hringurinn minn var 32.2 sek
Náði honum í tólfta hring.

Svo var farið á Billann í pínu púl. Það var engu síður spennandi. Ég og Knútur tókum keppni. Ég komst í 2-0 en hann náði að jafna. Úrslitaleikurinn var magnþrunginn en ég hafði hann á endanum.

Svo er grill núna á eftir.


nafnarugl

Fórum á Sveppa myndina. Hún var fín. Í lokin var lag með 200.000 naglbítum.

Á leiðinni heim skellti ég fleiri lögum með þeirri sveit á fóninn og útskýrði fyrir honum að Villi væri að syngja.

Ég sagði honum að hljómsveitin hans Villa héti sem sagt 200.000 Naglbítar

Seb: ,,tvöþúsund mjallhvítar?"


BÍÓ

Við pungarnir ætlum núna kl 12 að fara í bíó.

Ætlum á Sveppa og leyniskápinn.

Better believe að við ætlum að birgja okkur upp af nammi og poppi.

STUÐ!


Helgarfrí

Hvað er betra en að vakna og það er helgi?

Jú, að vakna kl 8 og ætla í vinnuna. Búinn að sætta mig við það og svo allt í einu ,,nei, bíddu, það er helgi.......SWEET!!!"

aaahhhhhhh helgarfrí

um helgar stelumst við Sebastian alltaf til að fá okkukr kókó puffs, eða kókó pökks eins og hann ber það fram.

jei.


Draumagítar

Draumagítar ef ég ætti nægan pening. Þessi gengur undir nafninu Járnkrossinn og er frá þeim félögum í ESP.

Nánar tiltekið: ESP James Hetfield Iron Cross signature series.

Slef

Framleiddur í mjög takmörkuðu upplagi og kostar litlar 1,2 millur 

ESP James Hetfield Iron Cross signature series stór


Litli pungur

Maður hafði heyrt af því að lítil börn skitu uppá bak. Hell, Sebastian gerði það nokkrum sinnum.

Þessi litli pungur skítur svo mikið að hann skítur uppá maga!

Ég skil ekki hvernig hann fer að því.

Hann storkar náttúrulögmálum.


SIR

Í liðinu mínu eru bara killers and no fillers!

Var að skipta nokkrum út og keypti nokkra

Út
Ibanez fór á 27þ
Dragonfly kassagítar fór frítt með Ibanez
Usb iAxe Behringer gítar fór á 10þ
Big Muff Pi NY fór á 9þ
Boss DS-2 fór á 7þ
Amplug Vox Classic Rock fór á 4þ

Samtals 57þ

Inn
Gibson Les Paul Epiphone Heritage Cherry Sunburst Plain Top keyptur á 55þ

Hagnaður = 2þ

Á sölulista
Fuzz Face á 9þ

Á leiðinni frá Amazon
Devistortion 13þ
Silver Rose 16þ

Þegar allt er talið saman þá er þetta skaði uppá (2+9) - (13+16) = 18þ

Svo vill til að ég vann mér inn 45þ kr gjafabréf í golfmóti sem ég seldi.

Niðurstaða
Les Paul gítar sem ég instantlí elska, effektar sem eru klikkaðir og henta mér mun betur en hinir, náði að selja allt hitt stöffið og er í 27þ kjéll gróða.

Helvíti gott lið


Fyrir alla Selfyssingana og Skaggana sem lesa bloggið

Hér er byrjendapakki fyrir alla þá sem vilja gerast Selfyssingar eða Skaggar

https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=25419026&advtype=12&page=2&advertiseType=0

https://bland.is/messageboard/messageboard.aspx?advid=25385604&advtype=12&page=2&advertiseType=0

Gerið tilboð


hver man ekki eftir þessum smelli


Skífur frá 2000 til og með 2010

áfram heldur upptalning á plötunum sem ég hlustaði mikið á.

2000
Coldplay - Parachutes
At the drive-in - Relationship of Command
Smashing Pumpkins - Machina/The Machines of god

01
The Strokes - Is this it
John Frusciante - To record only water for ten days

02
Coldplay - A rush of blood to the head
RHCP - By the way
Sigur Rós - ()
Peter Gabriel - Up
Múm - Finally we are no one

03
The White Stipes - Elephant
The Strokes - Room on fire

04
Arcade Fire - Funeral
The Killers - Hot Fuss
Modest Mouse - Good news for people who love bad news
John Frusciante - Shadows collide with people
Kelly Clarkson - Breakaway

05
Sigur Rós - Takk
Bloc Party - Silent alarm
Coldplay - X&Y
Editors - The Back Room
Clap your hands and say yeah! - Clap your hands and say yeah!

06
The Killers - Sams Town
RHCP - Stadium Arcadium
The Strokes - First impressions of earth
Silversun Pickups - Carnavas
Beirut - Gulak Orkestar

07
Bon Iver - For Emma forever ago
Modest Mouse - We were dead before the ship even sank
Cloud Cult - The meaning of 8

08
Coldplay - Viva la vida or death and all his friends
Sigur Rós - Með suð í eyrum við spilum endalaust
Kings of Leon - Only by the night
Metallica - Death Magnetic
The Killers - Day & Age
Guns N Roses - Chinese Democracy
Glasvegas - Glasvegas
Cloud Cult - Feel good ghosts
Panic at the disco - Pretty Odd

09
XX - XX
Phoenix - Wolfgang Amadeus Phoenix
White Lies - To lose my life
Manchester Orchestra - Mean everything to nothing
John Frusciante - The Empyrean
Silversun Pickups - Swoon
Band of Skulls - Baby darling doll face honey
Dikta - Get it together

10
Jónsi - Go
Sleigh Bells - Treats
Kings of Leon - Come around sundown
Everything Everything - Man Alive
The Naked and famous - Passive me, aggressive you
Who Knew - We do

Svo er hér að ofan falin ein gáta. Hvaða plata á alls ekki heima í þessari upptalningu og var einungis sett inn til að tékká hvort einhver væri að fylgjast með?

Var að reyna að muna eftir íslenskri tónlist. Mundi bara smá.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Strákurinn

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Sigursteinn Ingvar Rúnarsson
Fallegt hávaxið eintak af alter egó karlmans. Skrifar um það sem honum dettur í hug og á það til að ýkja það upp úr öllu valdi til að gera það sem áhugaverðast fyrir leikmanninn.

Bækur

Bókalistinn


Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 7
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband